Eupen greinir frá tíðindunum á heimasíðu sinni í dag, en Andri Lucas Guðjohnsen gekk í raðir Lyngby á láni fyrr í dag og mun því að öllum líkindum taka við stöðu Alfreðs hjá félaginu.
𝑰𝒄𝒆𝒍𝒂𝒏𝒅𝒊𝒄 𝒊𝒏𝒕𝒆𝒓𝒏𝒂𝒕𝒊𝒐𝒏𝒂𝒍 𝑨𝒍𝒇𝒓𝒆𝒅 𝑭𝒊𝒏𝒏𝒃𝒐𝒈𝒂𝒔𝒐𝒏 𝒏𝒆𝒘 𝒔𝒕𝒓𝒊𝒌𝒆𝒓 𝒇𝒐𝒓 𝑲𝑨𝑺 𝑬𝒖𝒑𝒆𝒏 🇮🇸
— KAS Eupen (@kas_eupen) August 18, 2023
Welcome to the Panda Family Alfred! 🤍#rransfer #striker #kaseupen #herzenssache pic.twitter.com/z5rq6eWtTT
Alfreð, sem er 34 ára gamall, gekk í raðir Lyngby í september á síðasta tímabili og átti stóran þátt í ævintýrinu er liðið bjargaði sér frá falli úr dönsku úrvalsdeildinni. Hann lék tólf deildarleiki fyrir félagið og skoraði þrjú mörk.
Atvinnumannaferill Alfreðs spannar tólf ár og er Eupen annað liðið í Belgíu sem hann leikur fyrir, en hann gekk í raðir Lokeren frá Breiðabliki árið 2011. Á ferli sínum í atvinnumennsku hefur hann einnig leikið fyrir lið á borð við Heerenven í Hollandi, Real Sociedad á Spáni, Olympiakos í Grikklandi og Augsburg í Þýskalandi.
Þá er Alfreð fimmti markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 16 mörk í 67 leikjum fyrir Íslands hönd.
Hjá Eupen hittir Alfreð fyrir samherja sinn hjá íslenska landsliðinu en Guðlaugur Victor Pálsson gekk nýverið í raðir félagsins frá DC United.