„Karlmenn eru töluvert betri í skák“ Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2023 11:14 Gunnar Björnsson er forseti Skáksambands Íslands. Stöð 2/Arnar Forseti Skáksambands Íslands segist ekki sammála ákvörðun Alþjóðaskáksambandsins um að banna trans konum að keppa í kvennaflokki á mótum á vegum sambandsins. Hann segir alþjóðasambandið óttast vandamál sem aldrei hefur komið upp. Þá sé keppt í kvennaflokki þar sem karlar séu betri í skák. Alþjóðaskáksambandið, FIDE, sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem kom fram að trans konur megi ekki taka þátt í skákmótum fyrir konur. Munu þær reglur gilda í allt að tvö ár á meðan sambandið metur þær breytingar sem eru að mótast í heiminum hvað varðar þátttöku trans kvenna í íþróttum. Þá munu þeir trans menn sem unnu til titla í kvennaflokki áður en þeir gengust undir kynleiðréttingu, missa titla sína. Röng ákvörðun Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, segir sambandið hér á landi ekki hafa rætt málið hingað til en enginn íslenskur keppandi hefur óskað eftir því að breyta um kyn á skákstigalistanum. „Við höfum ekkert rætt þetta en mín af staða og flestra er að viðurkenna bara ef menn breyta um kyn og sú breyting er samþykkt af opinberum yfirvöldum, þá eigi að samþykkja hana, það er mín nálgun. Þannig mér finnst þetta röng ákvörðun hjá FIDE, það er mín fyrsta tilfinning,“ segir Gunnar. Óttast fordæmalaust vandamál Á stærstu skákmótunum er keppt í tveimur flokkum, opnum flokki og kvennaflokki. Geta bara konur tekið þátt í kvennaflokki en í opna flokkinum mega allir taka þátt, óháð kyni. Í gegnum tíðina hafa margir gagnrýnt það fyrirkomulag þar sem skák er hugaríþrótt. „Karlmenn eru töluvert betri í skák og skákin hefur brugðist við á þann hátt að til að mynda á heimsmeistaramótum og Evrópumótum er keppt í kvennaflokki og í opnum flokki. Það er sem sagt ekki keppt í karlaflokki. Sterkar skákkonur kjósa stundum að tefla í opnum flokki,“ segir Gunnar. Gunnar telur að FIDE óttist að karlmenn sem ekki ná glæstum árangri í opna flokknum muni ganga í gegnum kynleiðréttingu til að vinna til titla í kvennaflokki. En sem komið er ekkert dæmi um að það hafi gerst. „Þetta hefur ekkert verið vandamál, ekki svo ég viti. En menn eru kannski hræddir við vandamál,“ segir Gunnar. Skák Málefni trans fólks Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Alþjóðaskáksambandið, FIDE, sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem kom fram að trans konur megi ekki taka þátt í skákmótum fyrir konur. Munu þær reglur gilda í allt að tvö ár á meðan sambandið metur þær breytingar sem eru að mótast í heiminum hvað varðar þátttöku trans kvenna í íþróttum. Þá munu þeir trans menn sem unnu til titla í kvennaflokki áður en þeir gengust undir kynleiðréttingu, missa titla sína. Röng ákvörðun Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, segir sambandið hér á landi ekki hafa rætt málið hingað til en enginn íslenskur keppandi hefur óskað eftir því að breyta um kyn á skákstigalistanum. „Við höfum ekkert rætt þetta en mín af staða og flestra er að viðurkenna bara ef menn breyta um kyn og sú breyting er samþykkt af opinberum yfirvöldum, þá eigi að samþykkja hana, það er mín nálgun. Þannig mér finnst þetta röng ákvörðun hjá FIDE, það er mín fyrsta tilfinning,“ segir Gunnar. Óttast fordæmalaust vandamál Á stærstu skákmótunum er keppt í tveimur flokkum, opnum flokki og kvennaflokki. Geta bara konur tekið þátt í kvennaflokki en í opna flokkinum mega allir taka þátt, óháð kyni. Í gegnum tíðina hafa margir gagnrýnt það fyrirkomulag þar sem skák er hugaríþrótt. „Karlmenn eru töluvert betri í skák og skákin hefur brugðist við á þann hátt að til að mynda á heimsmeistaramótum og Evrópumótum er keppt í kvennaflokki og í opnum flokki. Það er sem sagt ekki keppt í karlaflokki. Sterkar skákkonur kjósa stundum að tefla í opnum flokki,“ segir Gunnar. Gunnar telur að FIDE óttist að karlmenn sem ekki ná glæstum árangri í opna flokknum muni ganga í gegnum kynleiðréttingu til að vinna til titla í kvennaflokki. En sem komið er ekkert dæmi um að það hafi gerst. „Þetta hefur ekkert verið vandamál, ekki svo ég viti. En menn eru kannski hræddir við vandamál,“ segir Gunnar.
Skák Málefni trans fólks Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira