Godo, Booking Factory, Reserva og Caren renna í eitt Eiður Þór Árnason skrifar 18. ágúst 2023 11:22 Sverrir Steinn Sverrisson, stjórnarformaður og meðstofnandi Godo. Aðsend - Vísir Hugbúnaðarfyrirtækið Godo hefur tekið yfir rekstur ferðalausnanna Booking Factory, Reserva og Caren sem voru áður í eigu Origo. Sverrir Steinn Sverrisson, stjórnarformaður Godo, segir í samtali við fréttastofu að Origo komi inn sem nýr hluthafi í fyrirtækinu sem hluti af viðskiptunum og fái mann í stjórn. Fyrirtækin hafi verið í samkeppni fram að þessu en sjái fram á að þau séu sterkari sameinuð en í sitthvoru lagi. Stjórnendur þeirra telja að sameiningin sé ekki tilkynningaskyld til Samkeppniseftirlitsins og sé því ekki háð samþykki stofnunarinnar. Sverrir segir að Origo sé ekki með ráðandi hlut í Godo og fái einn stjórnarmann af fimm. Hann vildi ekki fara nánar í útfærslu kaupanna. Fram kemur í tilkynningu frá Godo að fyrirtækið hafi starfað á sviði ferðatækni frá árinu 2013 og sé með kjarnastarfsemi í þremur löndum. Að sögn stjórnenda verður við sameininguna til eitt öflugasta hugbúnaðarfyrirtæki landsins á sviði ferðatækni en Godo er einnig með skrifstofur í Danmörku og Svíþjóð. Með tæplega fjörutíu starfsmenn á Íslandi Booking Factory og Reserva sérhæfa sig í þróun hugbúnaðarlausna fyrir hótel líkt og Godo en Caren þjónustar bílaleigur. Að sögn Godo munu þær þjónustur haldast óbreyttar en starfa framvegis undir merkjum Flekaskila ehf., rekstarfélags Godo. Starfsfólk þeirra mun flytjast í skrifstofuhúsnæði Godo við Höfðabakka í Reykjavík í september og munu tæplega 40 manns starfa hjá sameinuðu fyrirtæki á Íslandi. „Það er okkur sönn ánægja að bjóða Booking Factory, Reserva og Caren velkomin til okkar. Með þessari sameiningu erum við enn betur í stakk búin til þess að auka við vöruframboðið í þágu ferðaþjónustunnar og styrkja þjónustu til viðskiptavina,“ er haft eftir Sverri í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð. Kaup og sala fyrirtækja Origo Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira
Sverrir Steinn Sverrisson, stjórnarformaður Godo, segir í samtali við fréttastofu að Origo komi inn sem nýr hluthafi í fyrirtækinu sem hluti af viðskiptunum og fái mann í stjórn. Fyrirtækin hafi verið í samkeppni fram að þessu en sjái fram á að þau séu sterkari sameinuð en í sitthvoru lagi. Stjórnendur þeirra telja að sameiningin sé ekki tilkynningaskyld til Samkeppniseftirlitsins og sé því ekki háð samþykki stofnunarinnar. Sverrir segir að Origo sé ekki með ráðandi hlut í Godo og fái einn stjórnarmann af fimm. Hann vildi ekki fara nánar í útfærslu kaupanna. Fram kemur í tilkynningu frá Godo að fyrirtækið hafi starfað á sviði ferðatækni frá árinu 2013 og sé með kjarnastarfsemi í þremur löndum. Að sögn stjórnenda verður við sameininguna til eitt öflugasta hugbúnaðarfyrirtæki landsins á sviði ferðatækni en Godo er einnig með skrifstofur í Danmörku og Svíþjóð. Með tæplega fjörutíu starfsmenn á Íslandi Booking Factory og Reserva sérhæfa sig í þróun hugbúnaðarlausna fyrir hótel líkt og Godo en Caren þjónustar bílaleigur. Að sögn Godo munu þær þjónustur haldast óbreyttar en starfa framvegis undir merkjum Flekaskila ehf., rekstarfélags Godo. Starfsfólk þeirra mun flytjast í skrifstofuhúsnæði Godo við Höfðabakka í Reykjavík í september og munu tæplega 40 manns starfa hjá sameinuðu fyrirtæki á Íslandi. „Það er okkur sönn ánægja að bjóða Booking Factory, Reserva og Caren velkomin til okkar. Með þessari sameiningu erum við enn betur í stakk búin til þess að auka við vöruframboðið í þágu ferðaþjónustunnar og styrkja þjónustu til viðskiptavina,“ er haft eftir Sverri í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kaup og sala fyrirtækja Origo Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira