„Ég mjög ánægður með að skiptin hafi gengið í gegn. Þetta tók smá tíma en ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað,“ segir Rúnar Alex í viðtali sem birtist á heimasíðu Cardiff City.
Cardiff City hafði sett sig í samband við umboðsmann Rúnars Alex og greint honum frá áhuga sínum á því að fá íslenska landsliðsmarkvörðinn í sínar raðir.
Rúnar Alex ákvað síðan að leita til íslenska landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar til þess að fá frekari upplýsingar um Cardiff City en Aron Einar lék þar við góðan orðstír á sínum tíma.

„Það fyrsta sem hann sagði við mig var „stökktu á þetta“ hann elskaði tímann sinn hér. Þá ræddi þjálfarinn einnig við mig um það hvernig fótbolta hann vill að liðið spili, hvað hann vill sjá frá mér og hvaða hlutverk hann vildi að ég hefði hér.
Hann sá mig spila í Tyrklandi, þegar að ég var á láni þar hjá Alanyaspor, og það er mjög gott að vita af því að ég er að koma spila fyrir þjálfara sem þekkir mig og mína eiginleika.
Rúnar Alex hlakkar til að fá bresku fótboltageðveikina beint í æð.
„Þegar að ég gekk til liðs við Arsenal þá var Covid-19 heimsfaraldurinn ríkjandi og því fékk ég ekki að upplifa stemninguna sem kemur frá stuðningsmönnum að fullu. Ég er því virkilega spenntur fyrir því að spila í þessu andrúmslofti.“