Lyngby í efri hlutanum eftir góðan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2023 19:30 Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, hafði margar ástæður til að klappa í dag Vísir/Getty Íslendingalið Lyngby vann 1-0 heimasigur á Randers í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er sem stendur í efri hluta deildarinnar. Virðist sem lærisveinar Freys Alexanderssonar ætli sér ekki að endurtaka leik síðasta tímabils og vera í fallbaráttu allt til lokadags. Sævar Atli Magnússon var í byrjunarliði Lyngby og lék allan leikinn á meðan Andri Lucas Guðjohnsen kom af bekknum í því sem var hann fyrsti leikur fyrir félagið. Kolbeinn Birgir Finnsson var ekki í leikmannahópnum í dag eftir að fá rautt spjald í síðustu umferð. Lyngby kom boltanum tvívegis í netið í dag en fyrra mark leiksins – sem Tochi Chukwuani skoraði – var dæmt af vegna brots. Danski framherjinn Frederik Gytkjær skoraði hins vegar það sem reyndist sigurmarkið á 87. mínútu leiksins. Eftir sigur dagsins er Lyngby með 7 stig að í 6. sæti að loknum fimm leikjum. SEJR!! pic.twitter.com/ZjqHrMfuUj— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 20, 2023 Stefan Teitur Þórðarson og félagar í Silkeborg eru með jafn mörg stig en sæti neðar þar sem liðið hefur skorað einu marki minna. Stefán Teitur kom inn af bekknum í 2-0 sigri á Nordsjælland í dag. Frakkland Í frönsku úrvalsdeildinni var Hákon Arnar Haraldsson í byrjunarliði Lille sem vann 2-0 sigur á Nantes þrátt fyrir að vera manni færri síðasta stundarfjórðunginn eða svo. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Jonathan David á 66. mínútu en fjórum mínútum síðar var Hákon Arnar tekinn af velli. Miðvörðurinn Alexsandro fékk beint rautt spjald á 78. mínútu og var Lille því manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom ekki að sök þar sem Adam Ounas bætti við öðru marki Lille í uppbótartíma. Lille með fjögur stig að loknum tveimur umferðum. Le message de Hákon Haraldsson sur Instagram : « Premier match et première victoire à la maison. Les supporters ont été incroyables » pic.twitter.com/26TV5jRY8s— L'Actu Des Dogues (@actudesdogues) August 20, 2023 Belgía Íslendingalið Eupen vann 3-1 útisigur á Kortrijk þar sem bæði Guðlaugur Victor Pálsson og Alfreð Finnbogason voru í byrjunarliðinu. Guðlaugur Victor spilaði allan leikinn í miðri vörninni en Alfreð var tekinn af velli í uppbótartíma. Eupen er í 8. sæti með 7 stig að loknum fjórum leikjum. Noregur Ham Kam gerði sér lítið fyrir og pakkaði Rosenborg saman í norsku úrvalsdeildinni, lokatölur 3-0. Brynjar Ingi Bjarnason lék allan leikinn í miðverði Ham Kam á meðan Ísak Snær Þorvaldsson hóf leik í fremstu línu gestanna. Nældi hann sér í gult spjald áður en hann var tekinn af velli á 78. mínútu. Ham Kam er í 11. sæti með 22 stig eftir 19 leiki á meðan Rosenborg er í 9. sæti með 25 stig. Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í marki Viking sem vann 1-0 sigur á Stabæk. Viking er í 2. sæti með 44 stig, jafn mörg og topplið Bodø/Glimt. Ari Leifsson var í vörn Stromsgodset sem tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Lilleström. Ari og félagar eru með 23 stig í 10. sæti. Grikkland Guðmundur Þórarinsson skoraði eitt marka OFI Crete gegn Aris í grísku úrvalsdeildinni. Lokatölur leiksins 3-2 og Crete byrjar tímabilið á sigri. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Danski boltinn Franski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Sævar Atli Magnússon var í byrjunarliði Lyngby og lék allan leikinn á meðan Andri Lucas Guðjohnsen kom af bekknum í því sem var hann fyrsti leikur fyrir félagið. Kolbeinn Birgir Finnsson var ekki í leikmannahópnum í dag eftir að fá rautt spjald í síðustu umferð. Lyngby kom boltanum tvívegis í netið í dag en fyrra mark leiksins – sem Tochi Chukwuani skoraði – var dæmt af vegna brots. Danski framherjinn Frederik Gytkjær skoraði hins vegar það sem reyndist sigurmarkið á 87. mínútu leiksins. Eftir sigur dagsins er Lyngby með 7 stig að í 6. sæti að loknum fimm leikjum. SEJR!! pic.twitter.com/ZjqHrMfuUj— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 20, 2023 Stefan Teitur Þórðarson og félagar í Silkeborg eru með jafn mörg stig en sæti neðar þar sem liðið hefur skorað einu marki minna. Stefán Teitur kom inn af bekknum í 2-0 sigri á Nordsjælland í dag. Frakkland Í frönsku úrvalsdeildinni var Hákon Arnar Haraldsson í byrjunarliði Lille sem vann 2-0 sigur á Nantes þrátt fyrir að vera manni færri síðasta stundarfjórðunginn eða svo. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Jonathan David á 66. mínútu en fjórum mínútum síðar var Hákon Arnar tekinn af velli. Miðvörðurinn Alexsandro fékk beint rautt spjald á 78. mínútu og var Lille því manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom ekki að sök þar sem Adam Ounas bætti við öðru marki Lille í uppbótartíma. Lille með fjögur stig að loknum tveimur umferðum. Le message de Hákon Haraldsson sur Instagram : « Premier match et première victoire à la maison. Les supporters ont été incroyables » pic.twitter.com/26TV5jRY8s— L'Actu Des Dogues (@actudesdogues) August 20, 2023 Belgía Íslendingalið Eupen vann 3-1 útisigur á Kortrijk þar sem bæði Guðlaugur Victor Pálsson og Alfreð Finnbogason voru í byrjunarliðinu. Guðlaugur Victor spilaði allan leikinn í miðri vörninni en Alfreð var tekinn af velli í uppbótartíma. Eupen er í 8. sæti með 7 stig að loknum fjórum leikjum. Noregur Ham Kam gerði sér lítið fyrir og pakkaði Rosenborg saman í norsku úrvalsdeildinni, lokatölur 3-0. Brynjar Ingi Bjarnason lék allan leikinn í miðverði Ham Kam á meðan Ísak Snær Þorvaldsson hóf leik í fremstu línu gestanna. Nældi hann sér í gult spjald áður en hann var tekinn af velli á 78. mínútu. Ham Kam er í 11. sæti með 22 stig eftir 19 leiki á meðan Rosenborg er í 9. sæti með 25 stig. Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í marki Viking sem vann 1-0 sigur á Stabæk. Viking er í 2. sæti með 44 stig, jafn mörg og topplið Bodø/Glimt. Ari Leifsson var í vörn Stromsgodset sem tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Lilleström. Ari og félagar eru með 23 stig í 10. sæti. Grikkland Guðmundur Þórarinsson skoraði eitt marka OFI Crete gegn Aris í grísku úrvalsdeildinni. Lokatölur leiksins 3-2 og Crete byrjar tímabilið á sigri. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Danski boltinn Franski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti