Árnessýsla án sjúkrabíls í 46 tíma Sveinn Ægir Birgisson skrifar 21. ágúst 2023 08:32 Í sumar, líkt og áður, er fólk á faraldsfæti um landið. Margir velja að elta sólina og njóta alls þess sem fallega landið okkar hefur uppá að bjóða. Fjöldi fólks kýs að njóta sumardaganna í sumarbústað eða á tjaldsvæðum víða um land. Þessu fylgir að mörg landsvæði verða mun fjölmennari yfir sumarmánuðina en almennt er aðra mánuði ársins. Árnessýslan er álagspunktur Í Árnessýslu eru átta sveitarfélög og nær landsvæði þess frá Þjórsá í austri til Hellisheiðar í vestri. Á þessu svæði búa um 21 þúsund manns allt árið um kring. Margir vinsælustu ferðamannastaðir landsins eru í Árnessýslu og er áætlað að 80% ferðamanna sem komi til landsins heimsæki þá. Ekki má heldur gleyma sumarbústöðunum sem eru vel yfir fimm þúsund talsins. Það má því ætla að fólksfjöldi á svæðinu tvöfaldist þegar mest lætur og verði yfir 40 þúsunda manns. Þegar veðrið er gott líkt og hefur verið í sumar má gera ráð fyrir að þessi mikli fjöldi fólks sé í umdæmi Árnessýslu í margar vikur. Fyrir allan þennan fjölda standa aðeins fimm sjúkraflutningamenn vaktina hverju sinni eða tvær áhafnir á tvo sjúkrabíla, ásamt einum varðstjóra til stuðnings og eru áhafnirnar staðsettar á starfsstöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) á Selfossi. Það má velta því fyrir sér hvort að sá mannskapur sé nægur til að sinna öllum mannfjöldanum á svæðinu og hvort að eðlilegt sé að hann sé allur staðsettur á Selfossi? Tvöföldun á fjölda útkalla í Árnessýslu Frá 2007 hafa verið tveir fullmannaðir sjúkrabílar á sólarhringsvakt í Árnessýslu. Þá var íbúafjöldi 14.400 og fjöldi ferðamanna ekki nálægt því sem hann er í dag. Útköllum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Sem dæmi voru þau alls 1.656 árið 2011, 2.259 árið 2015 og 3.431 árið 2022. Þetta er meira en tvöföldun útkalla á ellefu árum en ennþá eru bara tveir fullmannaðir sjúkrabílar í allri sýslunni. Fyrstu sjö mánuði þessa árs hafa verið 2.144 útköll sem er aukning, samanborið við árið í fyrra. Það sem er þó mest sláandi er að í júní voru útköll umfram mannaða bíla, 46 klukkustundir. Það þýðir að í 46 klukkustundir var ekki hægt að kalla á aðstoð þar sem ekki var mannaður sjúkrabíll til staðar. Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti. Ef horft er í íbúafjölda Árnessýslu má sjá að 85% íbúa eru í innan við 15 mínútna akstri fyrir sjúkrabíl. Ef útkall kemur úr uppsveitum Árnessýslu getur viðbragðstíminn verið mun lengri eða allt að 40 mínútur. Á því svæði eru einmitt stærstu tjaldsvæðin, sumarhúsabyggðir og fjölförnustu ferðamannastaðir landsins. Í dag og í raun frá árinu 2011 hefur sjúkrabíll þó ekki verið fyrsta viðbragð í uppsveitum ef upp kemur alvarlegt slys. Frá árinu 2011 hefur verið í gildi samningur við Björgunarfélagið Eyvind á Flúðum um vettvangshjálp. Samningurinn felur í sér að Bf. Eyvindur hefur til taks hóp vettvangsliða sem getur brugðist við ef HSu óskar eftir aðstoð. Sjálfboðaliðar sinna því oft fyrsta viðbragði í alvarlegum útköllum, því miður er þó aldrei öruggt að einhver úr hóp sjálfboðaliða geti mætt á vettvang til að sinna sjúklingi þar til sjúkrabíll kemur á staðinn. Einn sjúkrabíll á vakt í lengri tíma Með aukningu innlendra og erlenda ferðamanna hefur útköllum fjölgað jafn og þétt og er tímalengd hvers útkalls mjög breytileg. Sjúkraflutningar þurfa jafnvel að fara í útköll inn á hálendi, t.d. í Kerlingarfjöll og á afrétti en útköll þangað taka að lágmarki 3 tíma og er þá aðeins einn sjúkrabíll á vakt fyrir allt svæði Árnessýslu í önnur útköll. Í Rangárvallasýslu er svo einn sjúkrabíll á vakt og fari hann í útkall til Reykjavíkur eða inn á hálendi stendur starfsstöðin á Selfossi vaktina fyrir Rangárvallasýslu á meðan í viðbót við Árnessýsluna. Hugsa nýjar leiðir Þingvallaþjóðgarður ákvað að fara nýjar leiðir til að tryggja öryggi gesta í þjóðgarðinum. Stofnunin gerði samning við HSu um að staðsettur væri bráðaliði með ökutæki og viðeigandi búnað til að sinna fyrsta viðbragði á svæðinu. Þessi lausn léttir töluvert undir sjúkraflutningum þó þeir verði að bragðast við og sækja sjúkling þegar um alvarlegt atvik er að ræða. Sjúklingur hefur á meðan fengið skjót og fagleg viðbrögð frá sérfræðingi sem getur undirbúið hann fyrir flutning. Ljóst er að mikið álag er á sjúkraflutningum í Árnessýslu. Yfirvöld þurfa að bregðast hratt við og að tryggja að sjúkraflutningar geti bæði brugðist skjótt við og tryggt að sjúkrabíll sé ávallt til taks á svæðinu þegar þörf er á. Það telst varla boðlegt að bíða eftir aðstoð í neyð, í 40 mínútur á fjölförnum stöðum líkt og við Geysi eða Gullfoss. Hvað þá að sjúkrabíll sé ekki til taks í 46 klukkustundir líkt og gerðist í júní sl. Það er mat undirritaðs að þörf sé á þriðja fullmannaða sjúkrabílnum á svæðinu og prófa leið Þingvallarþjóðgarðs á fleiri stöðum, í stað sjálfboðaliða, til að tryggja styttra viðbragð í neyð. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Sjúkraflutningar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í sumar, líkt og áður, er fólk á faraldsfæti um landið. Margir velja að elta sólina og njóta alls þess sem fallega landið okkar hefur uppá að bjóða. Fjöldi fólks kýs að njóta sumardaganna í sumarbústað eða á tjaldsvæðum víða um land. Þessu fylgir að mörg landsvæði verða mun fjölmennari yfir sumarmánuðina en almennt er aðra mánuði ársins. Árnessýslan er álagspunktur Í Árnessýslu eru átta sveitarfélög og nær landsvæði þess frá Þjórsá í austri til Hellisheiðar í vestri. Á þessu svæði búa um 21 þúsund manns allt árið um kring. Margir vinsælustu ferðamannastaðir landsins eru í Árnessýslu og er áætlað að 80% ferðamanna sem komi til landsins heimsæki þá. Ekki má heldur gleyma sumarbústöðunum sem eru vel yfir fimm þúsund talsins. Það má því ætla að fólksfjöldi á svæðinu tvöfaldist þegar mest lætur og verði yfir 40 þúsunda manns. Þegar veðrið er gott líkt og hefur verið í sumar má gera ráð fyrir að þessi mikli fjöldi fólks sé í umdæmi Árnessýslu í margar vikur. Fyrir allan þennan fjölda standa aðeins fimm sjúkraflutningamenn vaktina hverju sinni eða tvær áhafnir á tvo sjúkrabíla, ásamt einum varðstjóra til stuðnings og eru áhafnirnar staðsettar á starfsstöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) á Selfossi. Það má velta því fyrir sér hvort að sá mannskapur sé nægur til að sinna öllum mannfjöldanum á svæðinu og hvort að eðlilegt sé að hann sé allur staðsettur á Selfossi? Tvöföldun á fjölda útkalla í Árnessýslu Frá 2007 hafa verið tveir fullmannaðir sjúkrabílar á sólarhringsvakt í Árnessýslu. Þá var íbúafjöldi 14.400 og fjöldi ferðamanna ekki nálægt því sem hann er í dag. Útköllum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Sem dæmi voru þau alls 1.656 árið 2011, 2.259 árið 2015 og 3.431 árið 2022. Þetta er meira en tvöföldun útkalla á ellefu árum en ennþá eru bara tveir fullmannaðir sjúkrabílar í allri sýslunni. Fyrstu sjö mánuði þessa árs hafa verið 2.144 útköll sem er aukning, samanborið við árið í fyrra. Það sem er þó mest sláandi er að í júní voru útköll umfram mannaða bíla, 46 klukkustundir. Það þýðir að í 46 klukkustundir var ekki hægt að kalla á aðstoð þar sem ekki var mannaður sjúkrabíll til staðar. Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti. Ef horft er í íbúafjölda Árnessýslu má sjá að 85% íbúa eru í innan við 15 mínútna akstri fyrir sjúkrabíl. Ef útkall kemur úr uppsveitum Árnessýslu getur viðbragðstíminn verið mun lengri eða allt að 40 mínútur. Á því svæði eru einmitt stærstu tjaldsvæðin, sumarhúsabyggðir og fjölförnustu ferðamannastaðir landsins. Í dag og í raun frá árinu 2011 hefur sjúkrabíll þó ekki verið fyrsta viðbragð í uppsveitum ef upp kemur alvarlegt slys. Frá árinu 2011 hefur verið í gildi samningur við Björgunarfélagið Eyvind á Flúðum um vettvangshjálp. Samningurinn felur í sér að Bf. Eyvindur hefur til taks hóp vettvangsliða sem getur brugðist við ef HSu óskar eftir aðstoð. Sjálfboðaliðar sinna því oft fyrsta viðbragði í alvarlegum útköllum, því miður er þó aldrei öruggt að einhver úr hóp sjálfboðaliða geti mætt á vettvang til að sinna sjúklingi þar til sjúkrabíll kemur á staðinn. Einn sjúkrabíll á vakt í lengri tíma Með aukningu innlendra og erlenda ferðamanna hefur útköllum fjölgað jafn og þétt og er tímalengd hvers útkalls mjög breytileg. Sjúkraflutningar þurfa jafnvel að fara í útköll inn á hálendi, t.d. í Kerlingarfjöll og á afrétti en útköll þangað taka að lágmarki 3 tíma og er þá aðeins einn sjúkrabíll á vakt fyrir allt svæði Árnessýslu í önnur útköll. Í Rangárvallasýslu er svo einn sjúkrabíll á vakt og fari hann í útkall til Reykjavíkur eða inn á hálendi stendur starfsstöðin á Selfossi vaktina fyrir Rangárvallasýslu á meðan í viðbót við Árnessýsluna. Hugsa nýjar leiðir Þingvallaþjóðgarður ákvað að fara nýjar leiðir til að tryggja öryggi gesta í þjóðgarðinum. Stofnunin gerði samning við HSu um að staðsettur væri bráðaliði með ökutæki og viðeigandi búnað til að sinna fyrsta viðbragði á svæðinu. Þessi lausn léttir töluvert undir sjúkraflutningum þó þeir verði að bragðast við og sækja sjúkling þegar um alvarlegt atvik er að ræða. Sjúklingur hefur á meðan fengið skjót og fagleg viðbrögð frá sérfræðingi sem getur undirbúið hann fyrir flutning. Ljóst er að mikið álag er á sjúkraflutningum í Árnessýslu. Yfirvöld þurfa að bregðast hratt við og að tryggja að sjúkraflutningar geti bæði brugðist skjótt við og tryggt að sjúkrabíll sé ávallt til taks á svæðinu þegar þörf er á. Það telst varla boðlegt að bíða eftir aðstoð í neyð, í 40 mínútur á fjölförnum stöðum líkt og við Geysi eða Gullfoss. Hvað þá að sjúkrabíll sé ekki til taks í 46 klukkustundir líkt og gerðist í júní sl. Það er mat undirritaðs að þörf sé á þriðja fullmannaða sjúkrabílnum á svæðinu og prófa leið Þingvallarþjóðgarðs á fleiri stöðum, í stað sjálfboðaliða, til að tryggja styttra viðbragð í neyð. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Árborg.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun