Reyna að leggja stein í götu nýkjörins forseta Gvatemala Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2023 08:50 Bernardo Arévalo og Karin Herrera (t.h.), varaforsetaefni hans, fagna stuðningsmönnum sínum eftir sigur hans í annarri umferð forsetakosninganna í Gvatemala í gær. AP/Moises Castillo Bernardo Arévalo, frjálslyndur utangarðsmaður í stjórnmálum, fór með afgerandi sigur af hólmi i forsetakosningum í Gvatemala í gær. Óljóst er þó hvort að Arévalo fái að taka við embættinu þar sem ríkissaksóknari landsins reynir nú að lýsa stjórnmálaflokk hans ólöglegan. Arévalo hlaut 58 prósent greiddra atkvæða gegn 37 prósentum Söndru Torres, fyrrverandi forsetafrúar landsins, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum þegar öll atkvæði höfðu verið talin. AP-fréttastofan segir að kjósendur hafi fylkt sér að baki Arévalo til þess að snupra valdastétt landsins vegna áskana um landlæga spillingu. Yfir Arévalo hangir þó möguleikinn á að vera dæmdur úr leik. Klukkustund áður en úrslit fyrri umferðar kosninganna voru staðfest í síðasta mánuði tilkynnti embætti ríkissaksóknara að það væri að rannsaka undirskriftir sem Fræhreyfing Arévalo safnaði þegar flokkurinn var skráður fyrir nokkrum árum. Dómari felldi skráningu flokksins tímabundið úr gildi en þeim úrskurði var snúið við á æðra dómstigi. Dómstólar bönnuðu nokkrum frambjóðendum sem hefðu getað ógnað sitjandi valdhöfum að bjóða sig fram í kosningum, að sögn New York Times. „Við vitum að það eru pólitískar ofsóknir í gangi í gegnum stofnanir, saksóknaraembætti og dómara sem hafa verið innlimaðir með spilltum hætti. Við viljum telja að kraftur þessa sigur geri það ljóst að það er ekki hægt að reyna að stöðva kosningaferlið. Gvatemalska þjóðin hefur talað afdráttarlaust,“ sagði Arévalo í gærkvöldi. Fullyrti Arévalo að Alejandri Giammattei, fráfarandi forseti, hafi óskað sér til hamingju og sagt honum að þeir skyldu byrja að undirbúa valdaskiptin daginn eftir að úrslitin verða staðfest. Kjörtímabili Giammattei lýkur 14. janúar. Sandra Torres, frambjóðandi UNE-flokksins og fyrrverandi forsetafrú Gvatemala.AP/Santiago Billy Annað hvort vísað frá eða valdalaus Edmond Mulet, fyrrverandi þingforseti sem bauð sig fram í fyrri umferð kosninganna, segir AP að tvennt sé líklegast í stöðunni. Dómstólar gætu fellt skráningu Fræhreyfingarinnar úr gildi en Arévalo fengi að taka við embætti forseta. Þingmenn flokksins, sem væru þegar í minnihluta, gætu ekki gegnt stjórnunarstöðum eða stýrt þingnefndum. Vantrauststillögur yrðu líklega strax bornar fram gegn Arévalo til þess að setja hann af. Hinn möguleikinn sé að framboð Arévalo verði ógilt og honum meinað að taka við embættinu þrátt fyrir úrslitin. Miðjumaður og baráttumaður gegn spillingu Arévalo er 64 ára gamall félagsfræðingur að mennt, sonur Juan José Arévalo, fyrrverandi forseta Gvatemala, sem var hrakinn í útlegð á sjötta áratug síðustu aldar. Forsetaefnið fæddist þannig í Úrúgvæ og ólst upp í Venesúela, Síle og Mexíkó. Það var ekki fyrr en hann var táningur að aldri sem Arévalo sneri aftur til Gvatemala. Hann þykir miðjumaður í gvatemölskum stjórnmálum en aðalkosningamál hans var spillingin sem plagar landið og er sögð eiga mikinn þátt í áköfum atgervisflótta þaðan norður til Bandaríkjanna. Arévalo var þingmaður Fræhreyfingarinnar sem var stofnuð árið 2017 þegar hann var valinn forsetaefni hennar. Frambjóðandinn er gagnrýninn á stjórn vinstrimannsins Daniels Ortega í nágrannalandinu Níkaragva sem er á hraðri leið í einræðisátt. Arévalo er engu að síður lýst sem vinstrisinnaðasta forsetaframbjóðandanum sem nær svo langt frá því að lýðræði var komið aftur á eftir þriggja áratuga valdatíð harkalegrar herforingjastjórnar árið 1985. Gvatemala Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Arévalo hlaut 58 prósent greiddra atkvæða gegn 37 prósentum Söndru Torres, fyrrverandi forsetafrúar landsins, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum þegar öll atkvæði höfðu verið talin. AP-fréttastofan segir að kjósendur hafi fylkt sér að baki Arévalo til þess að snupra valdastétt landsins vegna áskana um landlæga spillingu. Yfir Arévalo hangir þó möguleikinn á að vera dæmdur úr leik. Klukkustund áður en úrslit fyrri umferðar kosninganna voru staðfest í síðasta mánuði tilkynnti embætti ríkissaksóknara að það væri að rannsaka undirskriftir sem Fræhreyfing Arévalo safnaði þegar flokkurinn var skráður fyrir nokkrum árum. Dómari felldi skráningu flokksins tímabundið úr gildi en þeim úrskurði var snúið við á æðra dómstigi. Dómstólar bönnuðu nokkrum frambjóðendum sem hefðu getað ógnað sitjandi valdhöfum að bjóða sig fram í kosningum, að sögn New York Times. „Við vitum að það eru pólitískar ofsóknir í gangi í gegnum stofnanir, saksóknaraembætti og dómara sem hafa verið innlimaðir með spilltum hætti. Við viljum telja að kraftur þessa sigur geri það ljóst að það er ekki hægt að reyna að stöðva kosningaferlið. Gvatemalska þjóðin hefur talað afdráttarlaust,“ sagði Arévalo í gærkvöldi. Fullyrti Arévalo að Alejandri Giammattei, fráfarandi forseti, hafi óskað sér til hamingju og sagt honum að þeir skyldu byrja að undirbúa valdaskiptin daginn eftir að úrslitin verða staðfest. Kjörtímabili Giammattei lýkur 14. janúar. Sandra Torres, frambjóðandi UNE-flokksins og fyrrverandi forsetafrú Gvatemala.AP/Santiago Billy Annað hvort vísað frá eða valdalaus Edmond Mulet, fyrrverandi þingforseti sem bauð sig fram í fyrri umferð kosninganna, segir AP að tvennt sé líklegast í stöðunni. Dómstólar gætu fellt skráningu Fræhreyfingarinnar úr gildi en Arévalo fengi að taka við embætti forseta. Þingmenn flokksins, sem væru þegar í minnihluta, gætu ekki gegnt stjórnunarstöðum eða stýrt þingnefndum. Vantrauststillögur yrðu líklega strax bornar fram gegn Arévalo til þess að setja hann af. Hinn möguleikinn sé að framboð Arévalo verði ógilt og honum meinað að taka við embættinu þrátt fyrir úrslitin. Miðjumaður og baráttumaður gegn spillingu Arévalo er 64 ára gamall félagsfræðingur að mennt, sonur Juan José Arévalo, fyrrverandi forseta Gvatemala, sem var hrakinn í útlegð á sjötta áratug síðustu aldar. Forsetaefnið fæddist þannig í Úrúgvæ og ólst upp í Venesúela, Síle og Mexíkó. Það var ekki fyrr en hann var táningur að aldri sem Arévalo sneri aftur til Gvatemala. Hann þykir miðjumaður í gvatemölskum stjórnmálum en aðalkosningamál hans var spillingin sem plagar landið og er sögð eiga mikinn þátt í áköfum atgervisflótta þaðan norður til Bandaríkjanna. Arévalo var þingmaður Fræhreyfingarinnar sem var stofnuð árið 2017 þegar hann var valinn forsetaefni hennar. Frambjóðandinn er gagnrýninn á stjórn vinstrimannsins Daniels Ortega í nágrannalandinu Níkaragva sem er á hraðri leið í einræðisátt. Arévalo er engu að síður lýst sem vinstrisinnaðasta forsetaframbjóðandanum sem nær svo langt frá því að lýðræði var komið aftur á eftir þriggja áratuga valdatíð harkalegrar herforingjastjórnar árið 1985.
Gvatemala Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira