Hilary dynur á Kaliforníu með metúrkomu Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2023 10:32 Nær yfirfullt flóðvarnarrými í Pálmaeyðimörkinni í Kaliforníu vegna úrkomu sem fylgdi Hilary í gær. AP/Mark J. Terrill Meira en ársúrkoma er þegar fallin á sumum stöðum þar sem hitabeltislægðin Hilary fer yfir í sunnanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum. Neyðarástandi var lýst yfir á svæðinu en mikil hætta er talin á lífshættilegum skyndiflóðum og aurskriðum. Hilary er fyrsta hitabeltislægðin sem nær til Kaliforníu í meira en áttatíu ár. Hún var upphaflega fjórða stigs fellibylur í Mexíkóflóa. Vindstyrkur hennar hefur minnkað og er hún því nú skilgreind sem leifar af hitabeltislægð. Það er þó ekki vindstyrkurinn sem veðurfræðingar óttast heldur úrkoman sem hún ausir nú yfir ríkið. Í eyðimerkurborginni Palm Springs var úrkomumet slegið þegar nærri því 7,6 sentímetrar féllu á sex tímum í gærkvöldi. Það er meira en helmingur ársúrkomu þar. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði að í sumum hlutum Palm Springs hafi fallið meira regn á einni klukkustund en í allri sögu borgarinnar. Veðurfræðingar segja að í fjöllum og í eyðimörkinni geti fallið allt frá tólf til 25 sentímetrar regns, meira en ársúrkoma. Fjallabæir í San Bernardino-sýslu austur af Los Angeles voru rýmdir vegna hættunnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Auk flóða og skriða er varað við því að einstaka hvirfilbyljir gætu myndast í suðvestanverðri Kaliforníu, norðvestanverðu Arizona, sunnanverðu Nevada og suðvestanverðu Utah, að sögn Washington Post. Erfitt er að spá fyrir um myndun slíkra bylja með nokkrum fyrirvara. Úrhelli ofan á skraufþurran jarðveg Úrhellið þykir sérstaklega hættulegt vegna þess hversu þurrt svæðið er. Jarðvegurinn er skraufþurr og hefur litla getu til þess að drekka í sig vatnið. Hættan á skyndiflóðum er því meiri en ella. Varað er við hættulegum skyndiflóðum í Los Angeles- og Ventura-sýslum fram á mánudagsmorgun að staðartíma. Skólahaldi í Los Angeles og San Diego var frestað vegna veðursins í dag. Vatn flæddi yfir tjaldbúðir heimilislausra við þjóðveg í Palmdale.AP/Richard Vogel Heimilislaust fólk er sagt í sérstakri hættu í hamförunum en áætlað er að það sé um 75.000 talsins í Los Angeles-sýslu. Slökkviliðsmenn þurftu meðal annars að bjarga fólki úr hnéháu flóðvatni í búðum heimilislaustra við San Diego-ána, að sögn AP-fréttastofunnar. Hilary á að veikjast eftir því sem hún þokast norður yfir Kaliforníu og til Nevada. Storminum getur þó enn fylgt töluverð úrkoma þar. Úrhellið gæti jafnvel náð alla leið til Oregon og Idaho. Að minnsta kosti einn fórst í bíl sem hreifst með flóði þegar Hilary fór yfir Kaliforníuskaga í norðvestanverðu Mexíkó og olli skyndiflóðum sem skoluðu burt vegum í gær. Mexíkóski herinn segist hafa flutt um 2.500 manns af hættusvæðum þar. Bandaríkin Mexíkó Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Búa sig undir flóð og „sögulega mikla“ rigningu vegna Hilary Yfirvöld í Mexíkó og í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Hilary en því mun fylgja gríðarleg rigning og búa yfirvöld í Kaliforníuríki sig undir mikil flóð vegna veðurofsans sem óttast er að geti valdið mannskaða. 19. ágúst 2023 23:31 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Hilary er fyrsta hitabeltislægðin sem nær til Kaliforníu í meira en áttatíu ár. Hún var upphaflega fjórða stigs fellibylur í Mexíkóflóa. Vindstyrkur hennar hefur minnkað og er hún því nú skilgreind sem leifar af hitabeltislægð. Það er þó ekki vindstyrkurinn sem veðurfræðingar óttast heldur úrkoman sem hún ausir nú yfir ríkið. Í eyðimerkurborginni Palm Springs var úrkomumet slegið þegar nærri því 7,6 sentímetrar féllu á sex tímum í gærkvöldi. Það er meira en helmingur ársúrkomu þar. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði að í sumum hlutum Palm Springs hafi fallið meira regn á einni klukkustund en í allri sögu borgarinnar. Veðurfræðingar segja að í fjöllum og í eyðimörkinni geti fallið allt frá tólf til 25 sentímetrar regns, meira en ársúrkoma. Fjallabæir í San Bernardino-sýslu austur af Los Angeles voru rýmdir vegna hættunnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Auk flóða og skriða er varað við því að einstaka hvirfilbyljir gætu myndast í suðvestanverðri Kaliforníu, norðvestanverðu Arizona, sunnanverðu Nevada og suðvestanverðu Utah, að sögn Washington Post. Erfitt er að spá fyrir um myndun slíkra bylja með nokkrum fyrirvara. Úrhelli ofan á skraufþurran jarðveg Úrhellið þykir sérstaklega hættulegt vegna þess hversu þurrt svæðið er. Jarðvegurinn er skraufþurr og hefur litla getu til þess að drekka í sig vatnið. Hættan á skyndiflóðum er því meiri en ella. Varað er við hættulegum skyndiflóðum í Los Angeles- og Ventura-sýslum fram á mánudagsmorgun að staðartíma. Skólahaldi í Los Angeles og San Diego var frestað vegna veðursins í dag. Vatn flæddi yfir tjaldbúðir heimilislausra við þjóðveg í Palmdale.AP/Richard Vogel Heimilislaust fólk er sagt í sérstakri hættu í hamförunum en áætlað er að það sé um 75.000 talsins í Los Angeles-sýslu. Slökkviliðsmenn þurftu meðal annars að bjarga fólki úr hnéháu flóðvatni í búðum heimilislaustra við San Diego-ána, að sögn AP-fréttastofunnar. Hilary á að veikjast eftir því sem hún þokast norður yfir Kaliforníu og til Nevada. Storminum getur þó enn fylgt töluverð úrkoma þar. Úrhellið gæti jafnvel náð alla leið til Oregon og Idaho. Að minnsta kosti einn fórst í bíl sem hreifst með flóði þegar Hilary fór yfir Kaliforníuskaga í norðvestanverðu Mexíkó og olli skyndiflóðum sem skoluðu burt vegum í gær. Mexíkóski herinn segist hafa flutt um 2.500 manns af hættusvæðum þar.
Bandaríkin Mexíkó Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Búa sig undir flóð og „sögulega mikla“ rigningu vegna Hilary Yfirvöld í Mexíkó og í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Hilary en því mun fylgja gríðarleg rigning og búa yfirvöld í Kaliforníuríki sig undir mikil flóð vegna veðurofsans sem óttast er að geti valdið mannskaða. 19. ágúst 2023 23:31 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Búa sig undir flóð og „sögulega mikla“ rigningu vegna Hilary Yfirvöld í Mexíkó og í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Hilary en því mun fylgja gríðarleg rigning og búa yfirvöld í Kaliforníuríki sig undir mikil flóð vegna veðurofsans sem óttast er að geti valdið mannskaða. 19. ágúst 2023 23:31