Mun aldrei sleppa úr fangelsi Atli Ísleifsson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 21. ágúst 2023 12:15 Lucy Letby var handtekin á heimili sínu í Chester árið 2018. Getty Dómari í Bretlandi dæmdi í morgun hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað sjö börnum og reynt að bana sex til viðbótar á barnadeild sjúkahúss í Chester á árunum 2015 og 2016. Kviðdómur í málinu fann Letby seka í málinu í síðustu viku en dómari greindi frá refsingunni í hádeginu í dag. Sagði hann dóminn þess eðlis að Letby mun afplána í fangelsi það sem hún á eftir ólifað. Henni verði aldrei sleppt. „Þetta var grimm, útreiknuð og kaldranaleg barnamorðaherferð sem tengdist minnstu og viðkvæmustu börnum mögulega,“ sagði dómarinn James Goss við Letby. „Þú spurðist fyrir um foreldrana... það var djúp mannvonska sem jaðraði við sadisma... þú finnur ekki fyrir neinni iðrun... þú átt þér engar málsbætur,“ sagði hann einnig. Goss sagði síðan „Ég dæmi þig í lífstíðarfangelsi“ og bætti við að hún hefði ekki möguleika á að losna fyrr úr fangelsi. Hún myndi fá lífstíðardóm fyrir hvert brot og dúsa það sem eftir væri í fangelsi. Eitraði fyrir börnunum Letby var ákærð fyrir að hafa sprautað lofti í kornabörnin og eitrað fyrir þeim með insúlíni. Drápin áttu sér stað á tímabilinu júní 2015 til júní 2016 á barnadeildinni á Countess of Chester-sjúkrahúsinu í Chester, suður af Liverpool. Málið var rekið fyrir dómstól í Manchester, en Letby neitaði sök í málinu. Hin 33 ára Letby var handtekin árið 2018 og birti lögregla í dag myndband af handtökunni. Ákæra í málinu var í 22 liðum. Letby var sýknuð af ákæru um mánndráp í tveimur málum og kviðdómur náði ekki saman um niðurstöðu í sex málum þar sem hún var ákærð fyrir tilraun til manndráps. Öll fórnarlömb Letby voru yngri en eins árs gömul. Bretland England Erlend sakamál Mál Lucy Letby Tengdar fréttir Lucy Letby sakfelld fyrir að hafa banað sjö ungbörnum Dómstóll í Manchester í Bretlandi hefur sakfellt hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby fyrir að hafa banað sjö ungbörnum – fimm drengjum og tveimur stúlkum – og gert tilraun til að bana sex til viðbótar. 18. ágúst 2023 12:48 Sögð hafa gert tilraun til þess að myrða sama nýburann fjórum sinnum Þriðji dagur réttarhalda yfir breska hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby fóru fram í dag. Letby er sökuð um að hafa myrt sjö nýbura og gert tilraun til þess að myrða tíu til viðbótar á nýburadeild spítala sem hún vann á. Verknaðurinn er sagður hafa átt sér stað á milli júní 2015 og 2016. 13. október 2022 00:04 Breskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa myrt sjö ungabörn Réttarhöld eru hafin á Bretlandseyjum yfir hjúkrunarfræðingi sem er sakaður um að hafa myrt sjö nýfædd börn og reynt að myrða tíu önnur á Countess of Chester-sjúkrahúsinu í Chester. 11. október 2022 08:16 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Kviðdómur í málinu fann Letby seka í málinu í síðustu viku en dómari greindi frá refsingunni í hádeginu í dag. Sagði hann dóminn þess eðlis að Letby mun afplána í fangelsi það sem hún á eftir ólifað. Henni verði aldrei sleppt. „Þetta var grimm, útreiknuð og kaldranaleg barnamorðaherferð sem tengdist minnstu og viðkvæmustu börnum mögulega,“ sagði dómarinn James Goss við Letby. „Þú spurðist fyrir um foreldrana... það var djúp mannvonska sem jaðraði við sadisma... þú finnur ekki fyrir neinni iðrun... þú átt þér engar málsbætur,“ sagði hann einnig. Goss sagði síðan „Ég dæmi þig í lífstíðarfangelsi“ og bætti við að hún hefði ekki möguleika á að losna fyrr úr fangelsi. Hún myndi fá lífstíðardóm fyrir hvert brot og dúsa það sem eftir væri í fangelsi. Eitraði fyrir börnunum Letby var ákærð fyrir að hafa sprautað lofti í kornabörnin og eitrað fyrir þeim með insúlíni. Drápin áttu sér stað á tímabilinu júní 2015 til júní 2016 á barnadeildinni á Countess of Chester-sjúkrahúsinu í Chester, suður af Liverpool. Málið var rekið fyrir dómstól í Manchester, en Letby neitaði sök í málinu. Hin 33 ára Letby var handtekin árið 2018 og birti lögregla í dag myndband af handtökunni. Ákæra í málinu var í 22 liðum. Letby var sýknuð af ákæru um mánndráp í tveimur málum og kviðdómur náði ekki saman um niðurstöðu í sex málum þar sem hún var ákærð fyrir tilraun til manndráps. Öll fórnarlömb Letby voru yngri en eins árs gömul.
Bretland England Erlend sakamál Mál Lucy Letby Tengdar fréttir Lucy Letby sakfelld fyrir að hafa banað sjö ungbörnum Dómstóll í Manchester í Bretlandi hefur sakfellt hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby fyrir að hafa banað sjö ungbörnum – fimm drengjum og tveimur stúlkum – og gert tilraun til að bana sex til viðbótar. 18. ágúst 2023 12:48 Sögð hafa gert tilraun til þess að myrða sama nýburann fjórum sinnum Þriðji dagur réttarhalda yfir breska hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby fóru fram í dag. Letby er sökuð um að hafa myrt sjö nýbura og gert tilraun til þess að myrða tíu til viðbótar á nýburadeild spítala sem hún vann á. Verknaðurinn er sagður hafa átt sér stað á milli júní 2015 og 2016. 13. október 2022 00:04 Breskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa myrt sjö ungabörn Réttarhöld eru hafin á Bretlandseyjum yfir hjúkrunarfræðingi sem er sakaður um að hafa myrt sjö nýfædd börn og reynt að myrða tíu önnur á Countess of Chester-sjúkrahúsinu í Chester. 11. október 2022 08:16 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Lucy Letby sakfelld fyrir að hafa banað sjö ungbörnum Dómstóll í Manchester í Bretlandi hefur sakfellt hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby fyrir að hafa banað sjö ungbörnum – fimm drengjum og tveimur stúlkum – og gert tilraun til að bana sex til viðbótar. 18. ágúst 2023 12:48
Sögð hafa gert tilraun til þess að myrða sama nýburann fjórum sinnum Þriðji dagur réttarhalda yfir breska hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby fóru fram í dag. Letby er sökuð um að hafa myrt sjö nýbura og gert tilraun til þess að myrða tíu til viðbótar á nýburadeild spítala sem hún vann á. Verknaðurinn er sagður hafa átt sér stað á milli júní 2015 og 2016. 13. október 2022 00:04
Breskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa myrt sjö ungabörn Réttarhöld eru hafin á Bretlandseyjum yfir hjúkrunarfræðingi sem er sakaður um að hafa myrt sjö nýfædd börn og reynt að myrða tíu önnur á Countess of Chester-sjúkrahúsinu í Chester. 11. október 2022 08:16