Lögbrotin hafi verið ásetningur en ekki mistök Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. ágúst 2023 18:32 Bankastjóri Íslandsbanka ætlar að gera sitt besta til að endurnýja traust hjá þeim viðskiptavinum sem snúið hafa baki við bankanum. Ekki sé þó að vænta frekari breytinga á næstunni á stjórn eða starfsmannahaldi. Forseti ASÍ segir lögbrot bankans hafa verið alvarlegur ásetningur og því hafi samtökin ákveðið að hætta viðskiptum við hann. Neytendasamtökin hættu viðskiptum sínum við Íslandsbanka í júní eftir að Fjármálaeftirlitið sektaði bankann yfir milljarð vegna lögbrota við útboð á hlut ríkisins í honum á síðasta ári. VR tilkynnti á föstudaginn að félagið hygðist hætta viðskiptum sínum við bankann vegna málsins. Formaður VR sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ekki væri nóg að bankastjóri, hluti af stjórn og nokkrir starfsmenn bankans hefðu látið af störfum vegna málsins. Það hefði þurft enn meiri endurnýjun. Miðstjórn ASÍ kom saman eftir sumarfrí á miðvikudaginn í síðustu viku og ákvað þar að slíta viðskiptasambandi sínu við Íslandsbanka vegna þeirra lögbrota sem bankinn framdi við söluna á sjálfum sér á síðasta ári. „Alvarleg lögbrot voru framin við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Miðstjórn var einhuga um að slíta þessu viðskiptasambandi. Við teljum að þetta fyrirkomulag sölu á hlutum í Íslandsbanka hafi verið ásetningur en ekki mistök,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ . Finnbjörn hitti stjórnendur Íslandsbanka í dag og tilkynnti þeim formlega um ákvörðun samtakanna. Hann segir að fyrst og fremst sé verið að mótmæla háttsemi starfsmanna í sjálfu útboðinu á bankanum en ekki þeim viðbrögðum sem síðar komu. „Það er mjög gott og virðingarvert af Íslandsbanka að taka þessi lögbrot mjög alvarlega en gjörningurinn er stendur og við erum að mótmæla honum með því að færa okkar viðskipti,“ segir hann. Hann útilokar ekki að ASÍ hefji aftur viðskipti við Íslandsbanka en alls tóku samtökin um átta hundruð milljónir króna út úr Íslandsbanka í dag. „Það má vel vera að við förum aftur til baka en þeir verða bara að sanna sig að þeir séu traustsins verðir,“ segir Finnbjörn. Sárt að missa viðskiptavini Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka vonast til að fá félagasamtökin þrjú aftur í viðskipti. „Það er sárt að missa viðskiptavini. Við munum gera okkar besta til að endurvinna traust þeirra og fá þau aftur í viðskipti ef mögulegt er,“ segir Jón Guðni Jón Guðni segist hafa lokið öllum breytingum á stjórn og starfsmannahaldi í kjölfar sekta Fjármálaeftirlitsins í sumar. Nú sé verið að fara yfir aðra ferla í bankanum. „Við erum búin að gera miklar breytingar í stjórnendateyminu, meirihluti stjórnar hefur breyst og nýr stjórnarformaður hefur tekið við. Við erum núna að vinna í úrbótaáætlun samræmi við sátt við Seðlabankann,“ segir Jón Guðni. Hann segir aðspurður að fáir hafi ákveðið að yfirgefa bankann eftir að Íslandsbankamálið svokallaða kom upp á síðasta ári. „Það hafa ekki verið margir en við tökum það hins vegar ávallt alvarlega þegar fólk hættir hjá okkur eins og síðustu daga,“ segir hann að lokum. Lítil verðlækkun Vendingar síðustu daga virðast hafa hreyft lítillega við verði á hlutabréfum í Íslandsbanka sem lækkuðu um tvö prósent í dag. Stærstu eigendur bankans eru ríkissjóður með um fjörutíu og tveggja prósenta hlut og níu lífeyrissjóðir sem fara samanlagt með um þriðjung í bankanum. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ASÍ Tengdar fréttir „Það eru ennþá starfsmenn við bankann sem voru þátttakendur“ Þrenn stór félagasamtök hafa hætt viðskiptum sínum við Íslandsbanka í sumar með samtals milljarða viðskipti við bankann. Fyrsti varaforseti ASÍ segir að ákvörðun samtakana um að hætta viðskiptum verði ekki haggað. 21. ágúst 2023 12:50 ASÍ hættir einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR hefur einnig gert. Formaður VR segir bankann ekki hafa tekið nægilega á brotum lykilmanna við sölu á hlut ríkisins í bankanum. 18. ágúst 2023 18:31 „Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. 18. ágúst 2023 12:59 „Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. 18. ágúst 2023 12:59 Segist maðurinn til að leiða bankann áfram og tekur varnaðarorðum VR alvarlega Formaður VR segir félagið hætta milljarða viðskiptum sínum við Íslandsbanka ef bankinn telji það eitt duga að bankastjórinn hætti störfum vegna fjölmargra brota við útboð bankans á hlut ríkisins í fyrra. Nýr bankastjóri leggur áherslu á að bankinn bregðist við umbótakröfum Fjármálaeftirlitsins og segir sjálfsagt að biðjast afsökunar á því sem fór úrskeiðis. 29. júní 2023 18:47 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Neytendasamtökin hættu viðskiptum sínum við Íslandsbanka í júní eftir að Fjármálaeftirlitið sektaði bankann yfir milljarð vegna lögbrota við útboð á hlut ríkisins í honum á síðasta ári. VR tilkynnti á föstudaginn að félagið hygðist hætta viðskiptum sínum við bankann vegna málsins. Formaður VR sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ekki væri nóg að bankastjóri, hluti af stjórn og nokkrir starfsmenn bankans hefðu látið af störfum vegna málsins. Það hefði þurft enn meiri endurnýjun. Miðstjórn ASÍ kom saman eftir sumarfrí á miðvikudaginn í síðustu viku og ákvað þar að slíta viðskiptasambandi sínu við Íslandsbanka vegna þeirra lögbrota sem bankinn framdi við söluna á sjálfum sér á síðasta ári. „Alvarleg lögbrot voru framin við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Miðstjórn var einhuga um að slíta þessu viðskiptasambandi. Við teljum að þetta fyrirkomulag sölu á hlutum í Íslandsbanka hafi verið ásetningur en ekki mistök,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ . Finnbjörn hitti stjórnendur Íslandsbanka í dag og tilkynnti þeim formlega um ákvörðun samtakanna. Hann segir að fyrst og fremst sé verið að mótmæla háttsemi starfsmanna í sjálfu útboðinu á bankanum en ekki þeim viðbrögðum sem síðar komu. „Það er mjög gott og virðingarvert af Íslandsbanka að taka þessi lögbrot mjög alvarlega en gjörningurinn er stendur og við erum að mótmæla honum með því að færa okkar viðskipti,“ segir hann. Hann útilokar ekki að ASÍ hefji aftur viðskipti við Íslandsbanka en alls tóku samtökin um átta hundruð milljónir króna út úr Íslandsbanka í dag. „Það má vel vera að við förum aftur til baka en þeir verða bara að sanna sig að þeir séu traustsins verðir,“ segir Finnbjörn. Sárt að missa viðskiptavini Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka vonast til að fá félagasamtökin þrjú aftur í viðskipti. „Það er sárt að missa viðskiptavini. Við munum gera okkar besta til að endurvinna traust þeirra og fá þau aftur í viðskipti ef mögulegt er,“ segir Jón Guðni Jón Guðni segist hafa lokið öllum breytingum á stjórn og starfsmannahaldi í kjölfar sekta Fjármálaeftirlitsins í sumar. Nú sé verið að fara yfir aðra ferla í bankanum. „Við erum búin að gera miklar breytingar í stjórnendateyminu, meirihluti stjórnar hefur breyst og nýr stjórnarformaður hefur tekið við. Við erum núna að vinna í úrbótaáætlun samræmi við sátt við Seðlabankann,“ segir Jón Guðni. Hann segir aðspurður að fáir hafi ákveðið að yfirgefa bankann eftir að Íslandsbankamálið svokallaða kom upp á síðasta ári. „Það hafa ekki verið margir en við tökum það hins vegar ávallt alvarlega þegar fólk hættir hjá okkur eins og síðustu daga,“ segir hann að lokum. Lítil verðlækkun Vendingar síðustu daga virðast hafa hreyft lítillega við verði á hlutabréfum í Íslandsbanka sem lækkuðu um tvö prósent í dag. Stærstu eigendur bankans eru ríkissjóður með um fjörutíu og tveggja prósenta hlut og níu lífeyrissjóðir sem fara samanlagt með um þriðjung í bankanum.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ASÍ Tengdar fréttir „Það eru ennþá starfsmenn við bankann sem voru þátttakendur“ Þrenn stór félagasamtök hafa hætt viðskiptum sínum við Íslandsbanka í sumar með samtals milljarða viðskipti við bankann. Fyrsti varaforseti ASÍ segir að ákvörðun samtakana um að hætta viðskiptum verði ekki haggað. 21. ágúst 2023 12:50 ASÍ hættir einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR hefur einnig gert. Formaður VR segir bankann ekki hafa tekið nægilega á brotum lykilmanna við sölu á hlut ríkisins í bankanum. 18. ágúst 2023 18:31 „Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. 18. ágúst 2023 12:59 „Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. 18. ágúst 2023 12:59 Segist maðurinn til að leiða bankann áfram og tekur varnaðarorðum VR alvarlega Formaður VR segir félagið hætta milljarða viðskiptum sínum við Íslandsbanka ef bankinn telji það eitt duga að bankastjórinn hætti störfum vegna fjölmargra brota við útboð bankans á hlut ríkisins í fyrra. Nýr bankastjóri leggur áherslu á að bankinn bregðist við umbótakröfum Fjármálaeftirlitsins og segir sjálfsagt að biðjast afsökunar á því sem fór úrskeiðis. 29. júní 2023 18:47 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Það eru ennþá starfsmenn við bankann sem voru þátttakendur“ Þrenn stór félagasamtök hafa hætt viðskiptum sínum við Íslandsbanka í sumar með samtals milljarða viðskipti við bankann. Fyrsti varaforseti ASÍ segir að ákvörðun samtakana um að hætta viðskiptum verði ekki haggað. 21. ágúst 2023 12:50
ASÍ hættir einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR hefur einnig gert. Formaður VR segir bankann ekki hafa tekið nægilega á brotum lykilmanna við sölu á hlut ríkisins í bankanum. 18. ágúst 2023 18:31
„Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. 18. ágúst 2023 12:59
„Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. 18. ágúst 2023 12:59
Segist maðurinn til að leiða bankann áfram og tekur varnaðarorðum VR alvarlega Formaður VR segir félagið hætta milljarða viðskiptum sínum við Íslandsbanka ef bankinn telji það eitt duga að bankastjórinn hætti störfum vegna fjölmargra brota við útboð bankans á hlut ríkisins í fyrra. Nýr bankastjóri leggur áherslu á að bankinn bregðist við umbótakröfum Fjármálaeftirlitsins og segir sjálfsagt að biðjast afsökunar á því sem fór úrskeiðis. 29. júní 2023 18:47