Stuðningsmenn ÍBV sögðu dómara að hengja sig og skjóta sig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. ágúst 2023 15:45 Stuðningsmenn ÍBV létu ókvæðisorðum rigna yfir aðstoðardómara leiks liðsins gegn Val í Bestu deild kvenna. Jóhann K Knattspyrnusamband Íslands hefur sektað ÍBV um hundrað þúsund krónur vegna framkomu stuðningsmanna liðsins í garð dómara. Honum var meðal annars sagt að hengja sig og skjóta sig. Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ á dögunum var tekin fyrir skýrsla dómara frá leik ÍBV og Vals í Bestu deild kvenna sem fór fram 29. júlí. Valskonur unnu leikinn með sjö mörkum gegn einu. Þar kemur fram að stuðningsmenn ÍBV hafi komið sér fyrir aftan við aðstoðardómara eitt, Ásgeir Viktorsson, utan áhorfendasvæðis, og létu fúkyrðum rigna yfir hann. „Ummælin sem fram komu voru af þeim toga að þau gátu vakið óhug og vanlíðan hjá AD1 og áttu ekkert skylt við knattspyrnu,“ segir í skýrslu aga- og úrskurðarnefndar. Meðal ummæla sem Ásgeir þurfti að sitja undir voru: „Þú ert andskotans hálfviti“, „helvítis aumingi“, „þú ert fótboltanum til skammar“, „það er KSÍ til skammar að senda svona hálfvita eins og þig“, „þú ættir að hengja þig“, „það þyrfti að hengja þig“, „það ætti að skjóta þig í hausinn“. Þetta var ekki allt en í frásögn Ásgeirs kom fram að fleiri ummæli hefðu fallið sem hann gat ekki rifjað nákvæmlega upp. Ásgeir óskaði eftir því gæslu að stuðningsmennirnir yrðu fjarlægðir eða þeim beint upp í stúku. Við því var ekki orðið. Stuðningsmennirnir héldu því áfram að úthúða Ásgeiri. Enginn eftirlitsmaður KSÍ var á leiknum en tilkynningin um framkomu stuðningsmannanna barst til KSÍ í gegnum skýrslu dómara. Aga- og úrskurðarnefnd barst greinargerð frá ÍBV þar sem ekki er dregið í efa að Ásgeir fari með rétt mál, framkoma stuðningsmannanna hörmuð og hann beðinn afsökunar. Eyjamenn ætla jafnframt að endurskoða verkferla við gæslu til að svona lagað komi ekki fyrir aftur. Greinargerð ÍBV og viðbrögð félagsins urðu til þess að refsingin var lækkuð úr tvö hundruð þúsund krónum niður í hundrað þúsund krónur. Lesa má úrskurð nefndarinnar með því að smella hér. Besta deild kvenna ÍBV KSÍ Vestmannaeyjar Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ á dögunum var tekin fyrir skýrsla dómara frá leik ÍBV og Vals í Bestu deild kvenna sem fór fram 29. júlí. Valskonur unnu leikinn með sjö mörkum gegn einu. Þar kemur fram að stuðningsmenn ÍBV hafi komið sér fyrir aftan við aðstoðardómara eitt, Ásgeir Viktorsson, utan áhorfendasvæðis, og létu fúkyrðum rigna yfir hann. „Ummælin sem fram komu voru af þeim toga að þau gátu vakið óhug og vanlíðan hjá AD1 og áttu ekkert skylt við knattspyrnu,“ segir í skýrslu aga- og úrskurðarnefndar. Meðal ummæla sem Ásgeir þurfti að sitja undir voru: „Þú ert andskotans hálfviti“, „helvítis aumingi“, „þú ert fótboltanum til skammar“, „það er KSÍ til skammar að senda svona hálfvita eins og þig“, „þú ættir að hengja þig“, „það þyrfti að hengja þig“, „það ætti að skjóta þig í hausinn“. Þetta var ekki allt en í frásögn Ásgeirs kom fram að fleiri ummæli hefðu fallið sem hann gat ekki rifjað nákvæmlega upp. Ásgeir óskaði eftir því gæslu að stuðningsmennirnir yrðu fjarlægðir eða þeim beint upp í stúku. Við því var ekki orðið. Stuðningsmennirnir héldu því áfram að úthúða Ásgeiri. Enginn eftirlitsmaður KSÍ var á leiknum en tilkynningin um framkomu stuðningsmannanna barst til KSÍ í gegnum skýrslu dómara. Aga- og úrskurðarnefnd barst greinargerð frá ÍBV þar sem ekki er dregið í efa að Ásgeir fari með rétt mál, framkoma stuðningsmannanna hörmuð og hann beðinn afsökunar. Eyjamenn ætla jafnframt að endurskoða verkferla við gæslu til að svona lagað komi ekki fyrir aftur. Greinargerð ÍBV og viðbrögð félagsins urðu til þess að refsingin var lækkuð úr tvö hundruð þúsund krónum niður í hundrað þúsund krónur. Lesa má úrskurð nefndarinnar með því að smella hér.
Besta deild kvenna ÍBV KSÍ Vestmannaeyjar Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti