Viðskipti innlent

Átján milljóna króna gjaldþrota Bio borgara

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bio borgari var kærkomin viðbót í hamborgaraflóruna í höfuðborginni þau fimm ár sem staðurinn var rekinn við Vesturgötu.
Bio borgari var kærkomin viðbót í hamborgaraflóruna í höfuðborginni þau fimm ár sem staðurinn var rekinn við Vesturgötu. BioBorgari

Engar eignir fundust í þrotabú veitingastaðarins Bio Borgara sem lokað var í maí í fyrra. Lýstar kröfur námu rúmum átján milljónum króna.

Bio borgari var rekinn við Vesturgötu í Reykjavík í um fimm ár. Veitingastaðurinn markaði sér þá sérstöðu að nota fyrst og fremst lífrænt hráefni í matinn.

Í Lögbirtingarblaðinu í dag kemur fram að skiptum í þrotabúi Bio borgara hafi lokið í júlí í sumar. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur.

Vífill Rútur Einarsson sagði í samtali við Vísi í maí í fyrra ætla að setja alla orkuna í lífræna ræktun á bóndabænum Syðra-Holti í Svarfaðardal ásamt eiginkonu sinni. Þau væru að elta drauminn sinn.


Tengdar fréttir

Loka BioBorgara til að elta drauminn

Veitingastaðurinn BioBorgari við Vesturgötu í Reykjavík lokar dyrum sínum í seinasta sinn á sunnudag eftir um fimm ára rekstur. Hamborgarastaðurinn, sem rekinn er af Vífli Rúti Einarssyni og eiginkonu hans Alejandra Hernandéz, hefur markað sér þá sérstöðu að nota fyrst og fremst lífrænt hráefni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×