Svandís hafi gerst sek um valdníðslu í hvalveiðimálinu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. ágúst 2023 15:30 Inga og Hildur sem sitja í atvinnuveganefnd eru ekki sáttar við Svandísi matvælaráðherra. Þingmenn í atvinnuveganefnd eru ekki par sáttir við ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðvun hvalveiða skömmu fyrir vertíð. Ný skýrsla um efnahagsleg áhrif breyti engu þar um. Í gær var gefin út skýrsla Intellecon fyrir matvælaráðuneytið sem sýnir að milljarða króna tap hefur verið á hvalveiðum undanfarin ár og efnahagsleg áhrif á þjóðarbúið séu lítil sem engin. „Þessi skýrsla sýnir engan sérstakan ábata fyrir samfélagið í heild sinni. Aðal ábatinn er fyrir þessa 120 starfsmenn sem jafn vel stóla upp á það að geta tekið þessa vertíð sem gefa þeim í aðra hönd mun betri tekjur á þessum stutta tíma en meðallaun í landinu,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sem situr í atvinnuveganefnd Alþingis. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem einnig situr í nefndinni, tekur í sama streng. „Skýrslan í dag er ekki endilega að draga upp dökka mynd,“ segir Hildur. „Það sem hún dregur upp og er ekki nýtt er að fyrir fólkið í greininni sjálfri hafa hvalveiðar mikil áhrif, á ferðaþjónustu og annan útflutning hefur hún lítil ef einhver áhrif. Það er rétt að bein þjóðhagsleg áhrif á þjóðarbúið eru ekki mikil. Það er ekkert nýtt og á við um fjölda atvinnugreina. Blessunarlega höfum við ekki verið að slaufa atvinnugreinum eingöngu út af því að þær skili ekki jafn miklu í þjóðarbúið og til dæmis sjávarútvegurinn.“ Á móti hvalveiðum en líka ákvörðuninni Svandís stöðvaði hvalveiðar tímabundið þann 20. júní eftir að fagráð skilaði skýrslu þar sem kom fram að veiðiaðferðirnar samræmist ekki lögum um velferð dýra. Þetta var daginn áður en veiðarnar áttu að hefjast. Stöðvunin rennur út í lok mánaðar og enn er ekki ljóst hvort þær verði heimilaðar á ný. „Hún virtist nú ekki mikið vera að velta fyrir sér stjórnsýslulögum um meðalhóf og annað slíkt og ákveður að stöðva vertíðina daginn áður en hún átti að eiga sér stað. Það voru stór mistök og henni til ævarandi minnkunar vegna þess að þetta litast af alveg ótrúlegri valdníðslu. Svona gerir maður ekki burtséð frá því hvaða skoðun ég hef á hvalveiðum,“ segir Inga. Inga hefur áður lýst sig andvíga hvalveiðum og sagt að margra tíma dauðastríð hvala sé ógeðslegt. Hún táraðist og gekk út á opnum fundi atvinnuveganefndar í sumar þegar ráðherra spilaði myndband af hvalveiðum. Vill skoða málið betur Aðspurð um sína afstöðu segist Hildur vilja skoða málið betur. „Ég skil mætavel tilfinningarnar í þessu máli. Mér finnst samt að við verðum að hafa í huga að velsæld okkar Íslendinga er farsæl sjálfbær nýting okkar auðlinda. Það má alltaf gera betur og endurmeta og allt slíkt og ég myndi vilja taka þá umræðu á Alþingi þar sem henni ber að vera en ekki inni á kontór hjá ráðherra,“ segir hún. Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Stjórnin gæti haltrað áfram í ástlausu hjónabandi Stjórnarandstaðan greinir á um hvort að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um bann við hvalveiðum hafi verið rétt en tímasetningin kom flestum á óvart. Það blasi við að sambúðin á ástlausu stjórnarheimilinu sé orðin krefjandi. 21. júní 2023 15:00 Sýni að hvalveiðar séu sóun fjármuna og tímabært að hætta þeim alfarið Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir nýja skýrslu um hvalveiðar sýna að þær séu sóun fjármuna fyrir ríkið og ekki síst fyrir fyrirtækið Hval hf. Í skýrslunni kemur fram að bein efnahagsleg áhrif hvalveiða á þjóðarbúið eru lítil. Andstaða gagnvart veiðunum erlendis virðist ekki hafa efnahagsleg áhrif hér á landi. 22. ágúst 2023 12:01 „Það er ekkert nýtt í þessu“ „Það er ekkert nýtt í þessu,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. um nýja skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Intellecon um efnahagsleg áhrif hvalveiða, sem unnin var að ósk matvælaráðherra. 23. ágúst 2023 06:36 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Í gær var gefin út skýrsla Intellecon fyrir matvælaráðuneytið sem sýnir að milljarða króna tap hefur verið á hvalveiðum undanfarin ár og efnahagsleg áhrif á þjóðarbúið séu lítil sem engin. „Þessi skýrsla sýnir engan sérstakan ábata fyrir samfélagið í heild sinni. Aðal ábatinn er fyrir þessa 120 starfsmenn sem jafn vel stóla upp á það að geta tekið þessa vertíð sem gefa þeim í aðra hönd mun betri tekjur á þessum stutta tíma en meðallaun í landinu,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sem situr í atvinnuveganefnd Alþingis. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem einnig situr í nefndinni, tekur í sama streng. „Skýrslan í dag er ekki endilega að draga upp dökka mynd,“ segir Hildur. „Það sem hún dregur upp og er ekki nýtt er að fyrir fólkið í greininni sjálfri hafa hvalveiðar mikil áhrif, á ferðaþjónustu og annan útflutning hefur hún lítil ef einhver áhrif. Það er rétt að bein þjóðhagsleg áhrif á þjóðarbúið eru ekki mikil. Það er ekkert nýtt og á við um fjölda atvinnugreina. Blessunarlega höfum við ekki verið að slaufa atvinnugreinum eingöngu út af því að þær skili ekki jafn miklu í þjóðarbúið og til dæmis sjávarútvegurinn.“ Á móti hvalveiðum en líka ákvörðuninni Svandís stöðvaði hvalveiðar tímabundið þann 20. júní eftir að fagráð skilaði skýrslu þar sem kom fram að veiðiaðferðirnar samræmist ekki lögum um velferð dýra. Þetta var daginn áður en veiðarnar áttu að hefjast. Stöðvunin rennur út í lok mánaðar og enn er ekki ljóst hvort þær verði heimilaðar á ný. „Hún virtist nú ekki mikið vera að velta fyrir sér stjórnsýslulögum um meðalhóf og annað slíkt og ákveður að stöðva vertíðina daginn áður en hún átti að eiga sér stað. Það voru stór mistök og henni til ævarandi minnkunar vegna þess að þetta litast af alveg ótrúlegri valdníðslu. Svona gerir maður ekki burtséð frá því hvaða skoðun ég hef á hvalveiðum,“ segir Inga. Inga hefur áður lýst sig andvíga hvalveiðum og sagt að margra tíma dauðastríð hvala sé ógeðslegt. Hún táraðist og gekk út á opnum fundi atvinnuveganefndar í sumar þegar ráðherra spilaði myndband af hvalveiðum. Vill skoða málið betur Aðspurð um sína afstöðu segist Hildur vilja skoða málið betur. „Ég skil mætavel tilfinningarnar í þessu máli. Mér finnst samt að við verðum að hafa í huga að velsæld okkar Íslendinga er farsæl sjálfbær nýting okkar auðlinda. Það má alltaf gera betur og endurmeta og allt slíkt og ég myndi vilja taka þá umræðu á Alþingi þar sem henni ber að vera en ekki inni á kontór hjá ráðherra,“ segir hún.
Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Stjórnin gæti haltrað áfram í ástlausu hjónabandi Stjórnarandstaðan greinir á um hvort að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um bann við hvalveiðum hafi verið rétt en tímasetningin kom flestum á óvart. Það blasi við að sambúðin á ástlausu stjórnarheimilinu sé orðin krefjandi. 21. júní 2023 15:00 Sýni að hvalveiðar séu sóun fjármuna og tímabært að hætta þeim alfarið Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir nýja skýrslu um hvalveiðar sýna að þær séu sóun fjármuna fyrir ríkið og ekki síst fyrir fyrirtækið Hval hf. Í skýrslunni kemur fram að bein efnahagsleg áhrif hvalveiða á þjóðarbúið eru lítil. Andstaða gagnvart veiðunum erlendis virðist ekki hafa efnahagsleg áhrif hér á landi. 22. ágúst 2023 12:01 „Það er ekkert nýtt í þessu“ „Það er ekkert nýtt í þessu,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. um nýja skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Intellecon um efnahagsleg áhrif hvalveiða, sem unnin var að ósk matvælaráðherra. 23. ágúst 2023 06:36 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Stjórnin gæti haltrað áfram í ástlausu hjónabandi Stjórnarandstaðan greinir á um hvort að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um bann við hvalveiðum hafi verið rétt en tímasetningin kom flestum á óvart. Það blasi við að sambúðin á ástlausu stjórnarheimilinu sé orðin krefjandi. 21. júní 2023 15:00
Sýni að hvalveiðar séu sóun fjármuna og tímabært að hætta þeim alfarið Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir nýja skýrslu um hvalveiðar sýna að þær séu sóun fjármuna fyrir ríkið og ekki síst fyrir fyrirtækið Hval hf. Í skýrslunni kemur fram að bein efnahagsleg áhrif hvalveiða á þjóðarbúið eru lítil. Andstaða gagnvart veiðunum erlendis virðist ekki hafa efnahagsleg áhrif hér á landi. 22. ágúst 2023 12:01
„Það er ekkert nýtt í þessu“ „Það er ekkert nýtt í þessu,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. um nýja skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Intellecon um efnahagsleg áhrif hvalveiða, sem unnin var að ósk matvælaráðherra. 23. ágúst 2023 06:36