Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Árni Sæberg skrifar 24. ágúst 2023 10:14 Christie, Pence, DeSantis og Ramaswamy spjalla í hléi. Þeir tókust ansi hart á þegar kappræðurnar voru í gangi. Morry Gash/AP Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. Þrátt fyrir að Trump hafi ákveðið að mæta ekki í kappræðurnar fór drjúgur hluti þeirra í að ræða hann. Þáttastjórnendur Fox reyndu þó eftir fremsta megni að takmarka umræður um hann og spurðu bara einnar spurningar um hann, hvort frambjóðendur myndu styðja hann ef til þess kæmi að hann yrði sakfelldur. Allir frambjóðendur nema einn, Asa Hutchinson, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas, réttu upp hönd til þess að gefa stuðning sinn til kynna. Athygli vekur að meira að segja Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey og einn háværasti gagnrýnandi Trumps innan Repúblikanaflokksins, rétti upp hönd. Það gerði Ron DeSantis einnig. Christie sagði þó að framferði Trumps sæmdi ekki embætti forseta Bandaríkjanna. „Einhver þarf að koma í veg fyrir að misferli verði talið eðlilegt. Hvort sem þú telur ákærurnar vera réttlætanlegar eða ekki.“ Auðjöfurinn Vivek Ramaswamy, sem mælist með þriðja mesta fylgið, rétt á eftir Ron DeSantis og langt á eftir Trump, dró ekki úr stuðningi sínum við forsetann fyrrverandi. Trump forseti, tel ég, var besti forseti 21. aldarinnar. Það er staðreynd,“ sagði hann. Hart tekist á um Úkraínu Meðal umræðuefna í kappræðunum var stuðningur Bandaríkjanna við Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. DeSantis og Ramaswamy sögðu báðir að þeir væru andvígir frekari fjárstuðningi við Úkraínumenn. Frekar ætti að verja fjármunum í að verja landamæri Bandaríkjanna við Mexíkó gegn smygli fíkniefna og fólks. „Sem forseti Bandaríkjanna er helsta skylda þín að verja landið okkar og íbúa þess,“ sagði DeSantis. Ramaswamy líkti stuðningi við Úkraínu við afskipti Bandaríkjanna af Írak og Víetnam. Christie, Mike Pence, fyrrverandi varaforseti, og Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra og eina konan í framboði, sögðust öll styðja stuðning heilshugar. Þau sögðu hann vera siðferðislega skyldu og nauðsynlegan þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Hver sem heldur að við getum ekki leyst vandamál hér í Bandaríkjum og verið leiðtogi hins frjálsa heims hefur ekki rétt mynd af máttugustu þjóð heimsins,“ sagði Pence. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Þrátt fyrir að Trump hafi ákveðið að mæta ekki í kappræðurnar fór drjúgur hluti þeirra í að ræða hann. Þáttastjórnendur Fox reyndu þó eftir fremsta megni að takmarka umræður um hann og spurðu bara einnar spurningar um hann, hvort frambjóðendur myndu styðja hann ef til þess kæmi að hann yrði sakfelldur. Allir frambjóðendur nema einn, Asa Hutchinson, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas, réttu upp hönd til þess að gefa stuðning sinn til kynna. Athygli vekur að meira að segja Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey og einn háværasti gagnrýnandi Trumps innan Repúblikanaflokksins, rétti upp hönd. Það gerði Ron DeSantis einnig. Christie sagði þó að framferði Trumps sæmdi ekki embætti forseta Bandaríkjanna. „Einhver þarf að koma í veg fyrir að misferli verði talið eðlilegt. Hvort sem þú telur ákærurnar vera réttlætanlegar eða ekki.“ Auðjöfurinn Vivek Ramaswamy, sem mælist með þriðja mesta fylgið, rétt á eftir Ron DeSantis og langt á eftir Trump, dró ekki úr stuðningi sínum við forsetann fyrrverandi. Trump forseti, tel ég, var besti forseti 21. aldarinnar. Það er staðreynd,“ sagði hann. Hart tekist á um Úkraínu Meðal umræðuefna í kappræðunum var stuðningur Bandaríkjanna við Úkraínu vegna innrásar Rússa í landið. DeSantis og Ramaswamy sögðu báðir að þeir væru andvígir frekari fjárstuðningi við Úkraínumenn. Frekar ætti að verja fjármunum í að verja landamæri Bandaríkjanna við Mexíkó gegn smygli fíkniefna og fólks. „Sem forseti Bandaríkjanna er helsta skylda þín að verja landið okkar og íbúa þess,“ sagði DeSantis. Ramaswamy líkti stuðningi við Úkraínu við afskipti Bandaríkjanna af Írak og Víetnam. Christie, Mike Pence, fyrrverandi varaforseti, og Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra og eina konan í framboði, sögðust öll styðja stuðning heilshugar. Þau sögðu hann vera siðferðislega skyldu og nauðsynlegan þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Hver sem heldur að við getum ekki leyst vandamál hér í Bandaríkjum og verið leiðtogi hins frjálsa heims hefur ekki rétt mynd af máttugustu þjóð heimsins,“ sagði Pence.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila