Þögull um Prigozhin en fagnar fyrirhugaðri stækkun BRICS Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2023 11:15 Pútín ávarpar fund BRICS-ríkjanna gegnum fjarfundarbúnað. AP/Marco Longari Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur ekki tjáð sig um fregnir af dauða Yevgeny Prigozhin né hafa stjórnvöld í Moskvu viljað gefa út formlega yfirlýsingu um málið. Prigozhin, sem fór fyrir Wagner-málaliðahópnum og gerði skammvinna uppreisn gegn hermálayfirvöldum í Rússlandi, er sagður hafa látist í flugslysi í gær. Hvað varðar orsakir slyssins beinast sjónir flestra að Pútín. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði meðal annars í gær að fregnirnar kæmu ekki á óvart og að fátt gerðist í Rússlandi án aðkomu forsetans. Pútín hefur flutt tvö erindi opinberlega frá því að greint var frá dauða Prigozhin. Hann flutti ræðu í Moskvu til að minnast þess að 80 ár væru liðinn frá orrustunni við Kursk og þá ávarpaði hann leiðtogafund BRICS-ríkjanna. Prigozhin kom hvergi við sögu en margir höfðu spáð því að uppreisnarforinginn ætti skammt eftir þegar hann lét af fyrirætlunum sínum um að ráðast inn í Moskvu. Menn spyrja sig nú, ekki að því hvort Pútín ber ábyrgð á dauða hans, heldur hvers vegna forsetinn beið svo lengi með að beita refsivendinum. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í morgun að það væri engin tilviljun að menn horfðu til Kreml þegar fyrrverandi bandamaður Pútín félli skyndilega til jarðar. Um væri að ræða þekkta atburðarás í kringum andstæðinga forsetans; dauðsföll, dularfull sjálfsvíg, fall úr glugga. Pútín birtist öðrum leiðtogum BRICS-fundarins í gegnum fjarfundabúnað en fundurinn fer fram í Suður-Afríku. Forsetinn er lítt á faraldsfæti vegna alþjóðlegrar handtökuskipunar. Hann þakkaði Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, fyrir fundinn og fyrir framgöngu sína í fyrirhugaðri stækkun BRICS. Bandalagið samanstendur nú af Brasilíu, Rússlandi, Indlandi, Kína og Suður-Afríku en ríkin hafa ákveðið að bjóða sex ríkjum til viðbótar að vera með: Argentínu, Egyptalandi, Íran, Eþíópíu, Sádi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Fleiri fréttir Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Sjá meira
Prigozhin, sem fór fyrir Wagner-málaliðahópnum og gerði skammvinna uppreisn gegn hermálayfirvöldum í Rússlandi, er sagður hafa látist í flugslysi í gær. Hvað varðar orsakir slyssins beinast sjónir flestra að Pútín. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði meðal annars í gær að fregnirnar kæmu ekki á óvart og að fátt gerðist í Rússlandi án aðkomu forsetans. Pútín hefur flutt tvö erindi opinberlega frá því að greint var frá dauða Prigozhin. Hann flutti ræðu í Moskvu til að minnast þess að 80 ár væru liðinn frá orrustunni við Kursk og þá ávarpaði hann leiðtogafund BRICS-ríkjanna. Prigozhin kom hvergi við sögu en margir höfðu spáð því að uppreisnarforinginn ætti skammt eftir þegar hann lét af fyrirætlunum sínum um að ráðast inn í Moskvu. Menn spyrja sig nú, ekki að því hvort Pútín ber ábyrgð á dauða hans, heldur hvers vegna forsetinn beið svo lengi með að beita refsivendinum. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í morgun að það væri engin tilviljun að menn horfðu til Kreml þegar fyrrverandi bandamaður Pútín félli skyndilega til jarðar. Um væri að ræða þekkta atburðarás í kringum andstæðinga forsetans; dauðsföll, dularfull sjálfsvíg, fall úr glugga. Pútín birtist öðrum leiðtogum BRICS-fundarins í gegnum fjarfundabúnað en fundurinn fer fram í Suður-Afríku. Forsetinn er lítt á faraldsfæti vegna alþjóðlegrar handtökuskipunar. Hann þakkaði Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, fyrir fundinn og fyrir framgöngu sína í fyrirhugaðri stækkun BRICS. Bandalagið samanstendur nú af Brasilíu, Rússlandi, Indlandi, Kína og Suður-Afríku en ríkin hafa ákveðið að bjóða sex ríkjum til viðbótar að vera með: Argentínu, Egyptalandi, Íran, Eþíópíu, Sádi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Fleiri fréttir Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Sjá meira