Sigur fyrir hvalina, fyrir Ísland og fyrir mannkynið Ralph Chami skrifar 24. ágúst 2023 12:00 Til hamingju Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Ísland fyrir að stöðva hvalveiðar í sumar og koma þannig í veg fyrir dráp á 150 langreyðum. Með þessari ákvörðun tekur þjóðin afstöðu með umhverfinu. Ekki er einungis um að ræða sigur fyrir hvalina, heldur fyrir hafið, fyrir umhverfið, fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum og mannkynið allt. Hvalir eru hluti náttúrunnar sem er nauðsynleg til þess að viðhalda lífi mannkyns.Hvalir gegna lykilhlutverki þegar kemur að heilbrigði sjávar og án þeirra höfum við hvorki heilbrigt haf né getum við lifað af. Hafið getur náð sér aftur, en einungis ef líffræðileg fjölbreytni er höfð í forgrunni. Hvalirnir eru prófsteinn á okkur og verndun hafsins. Á árum áður héldu milljónir hvala til í hafinu. Hafið dafnaði vel og sömuleiðis við. Nú vitum við sem eraðlangreyðar binda kolefni. Með því að halda hvölunum 150 á lífi hefur Ísland komið í veg fyrir kolefnislosun í andrúmsloftið sem því nemur. Efnahagslegt virði þess er nálægt 700 þúsund bandaríkjadölum (sem eru um það bil 92 milljónir íslenskra króna) í kolefnisbindingu og allt að 500 milljónir bandaríkjadala (ca 66 milljarðar íslenskra króna) ef tekið er tillit til æviframlags 150 langreyða til kolefnisbindingar í umhverfi sjávar. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur að stöðva veiðarnar hefur verið gagnrýnd af ýmsum aðilum út frá meðalhófsreglunni í íslenskum lögum. En réttmætu markmiði að vernda hvali, heilbrigði sjávar og loftslagið er ekki hægt að ná öðruvísi en að einfaldlega koma í veg fyrir dráp á þeim. Auk þess er ávinningurinn af því að vernda hvali mun meiri en allt það sem fengið er með því að drepa þá. Því er þessi ákvörðun Íslands ekki einungis réttlætanleg heldur nauðsynleg. Bann Íslands við veiðum á þessum hvölum bjargar þeim fyrir hönd alls mannkyns. Þegar allt kemur til alls, skilar hvalurinn ávinningi í hafsvæði allra landa sem hann heimsækir. Allar þjóðir njóta góðs af hlutverki hvalanna gegn loftslagsbreytingum. Sagt er að þegar við sjáum ljósið getum við ekki lengur dvalið í myrkrinu. Við vitum sem er að hvalirnir eru mikilvægir hafinu og mannkyninu og þess vegna getum við ekki haldið áfram að setja kíkinn fyrir blinda augað og látið eins og ekkert sé. Við stöndum á tímamótum þar sem loftslagshamfarir blasa við. Það er okkar hlutverk að vernda jörðina okkar, veita henni tækifæri til þess að jafna sig og taka stefnuna í átt að betri framtíð. Þar getur Ísland gengið fram með góðu fordæmi. Stöðvun hvalveiða er mikilvægur liður í því. Vel gert, íslenska þjóð. Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi yfirmaður hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Til hamingju Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Ísland fyrir að stöðva hvalveiðar í sumar og koma þannig í veg fyrir dráp á 150 langreyðum. Með þessari ákvörðun tekur þjóðin afstöðu með umhverfinu. Ekki er einungis um að ræða sigur fyrir hvalina, heldur fyrir hafið, fyrir umhverfið, fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum og mannkynið allt. Hvalir eru hluti náttúrunnar sem er nauðsynleg til þess að viðhalda lífi mannkyns.Hvalir gegna lykilhlutverki þegar kemur að heilbrigði sjávar og án þeirra höfum við hvorki heilbrigt haf né getum við lifað af. Hafið getur náð sér aftur, en einungis ef líffræðileg fjölbreytni er höfð í forgrunni. Hvalirnir eru prófsteinn á okkur og verndun hafsins. Á árum áður héldu milljónir hvala til í hafinu. Hafið dafnaði vel og sömuleiðis við. Nú vitum við sem eraðlangreyðar binda kolefni. Með því að halda hvölunum 150 á lífi hefur Ísland komið í veg fyrir kolefnislosun í andrúmsloftið sem því nemur. Efnahagslegt virði þess er nálægt 700 þúsund bandaríkjadölum (sem eru um það bil 92 milljónir íslenskra króna) í kolefnisbindingu og allt að 500 milljónir bandaríkjadala (ca 66 milljarðar íslenskra króna) ef tekið er tillit til æviframlags 150 langreyða til kolefnisbindingar í umhverfi sjávar. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur að stöðva veiðarnar hefur verið gagnrýnd af ýmsum aðilum út frá meðalhófsreglunni í íslenskum lögum. En réttmætu markmiði að vernda hvali, heilbrigði sjávar og loftslagið er ekki hægt að ná öðruvísi en að einfaldlega koma í veg fyrir dráp á þeim. Auk þess er ávinningurinn af því að vernda hvali mun meiri en allt það sem fengið er með því að drepa þá. Því er þessi ákvörðun Íslands ekki einungis réttlætanleg heldur nauðsynleg. Bann Íslands við veiðum á þessum hvölum bjargar þeim fyrir hönd alls mannkyns. Þegar allt kemur til alls, skilar hvalurinn ávinningi í hafsvæði allra landa sem hann heimsækir. Allar þjóðir njóta góðs af hlutverki hvalanna gegn loftslagsbreytingum. Sagt er að þegar við sjáum ljósið getum við ekki lengur dvalið í myrkrinu. Við vitum sem er að hvalirnir eru mikilvægir hafinu og mannkyninu og þess vegna getum við ekki haldið áfram að setja kíkinn fyrir blinda augað og látið eins og ekkert sé. Við stöndum á tímamótum þar sem loftslagshamfarir blasa við. Það er okkar hlutverk að vernda jörðina okkar, veita henni tækifæri til þess að jafna sig og taka stefnuna í átt að betri framtíð. Þar getur Ísland gengið fram með góðu fordæmi. Stöðvun hvalveiða er mikilvægur liður í því. Vel gert, íslenska þjóð. Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi yfirmaður hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar