Mary Earps er landsliðsmarkvörður Englands og var valinn besti markvörður heimsmeistaramótsins í Ástralíu og Nýja Sjálandi sem lauk um síðustu helgi. Þá var hún einnig valinn besti markvörður síðasta árs á verðlaunaafhendingu FIFA í febrúar.
Earps gekk til liðs við Manchester United frá Wolfsburg fyrir fjórum árum og hefur leikið hverja einustu mínútu í deildarleikjum United síðan þá.
BREAKING: Manchester United have turned down an offer for Mary Earps
— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) August 24, 2023
The offer is believed to be a world-record for a goalkeeper in the women s game pic.twitter.com/x2oEhisn6M
Skysports greinir frá því að United hafi í dag hafnað mettilboði í Earps frá ónefndu liði. Ef tilboðinu hefði verið tekið hefði Earps verið dýrasti markvörður allra tíma í kvennaboltanum.
Earps lék alla sjö leiki Englands á heimsmeistaramótinu og varði meðal annars vítaspyrnu frá Jenni Hermoso í úrslitaleik mótsins en þar tapaði England fyrir Spáni.
Earps á eitt ár eftir af samningi sínum við United og verður forvitnilegt að sjá hvort hún verður ennþá leikmaður félagsins þegar enska úrvalsdeildin fer af stað þann 1. október.