Guðbjörg Sveinsdóttir sæmd orðu Florence Nightingale Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. ágúst 2023 17:35 Guðbjörg ásamt Silju Báru Ómarsdóttir, formanni Rauða krossins á Íslandi, við athöfnina í dag. Rauði krossinn Geðhjúkrunarfræðingurinn Guðbjörg Sveinsdóttir hefur verið sæmd Florence Nightingale-heiðursorðinni, æðsta alþjóðlega heiðri sem hjúkrunarfræðingi getur hlotnast. Guðbjörgu var veitt orðan við formlega athöfn á skrifstofu Rauða krossins í dag. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að Guðbjörg hafi á ferli sínum verið ötull málsvari fólks með geðraskanir, unnið að bættri geðheilbrigðisþjónustu og leitt stofnun úrræða sem bæta þjónustu fyrir fólk með geðraskanir bæði hér á landi og erlendis. Guðbjörg var forstöðumaður Vinar, sem er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem Rauði krossinn rak í nær 30 ár, þar til velferðarsvið Reykjavíkurborgar tók við rekstrinum. Góður árangur Vinar leiddi til þess að þrjú álíka dagsetur voru stofnuð annars staðar á Íslandi. Dagseturinn urðu innblástur að álíka úrræðum í Belarús í samstarfi við þarlent landsfélag. Guðbjörg sá um þjálfun starfsfólks úrræðisins og kynnti þau fyrir þessari nýju nálgun, ásamt því að styðja við kynningarstarf vegna þjónustunnar. Unnið vítt og breitt um heiminn Guðbjörg starfaði um langt skeið sem sendifulltrúi Rauða krossins og vann á vegum félagsins í Írak, Íran, Indónesíu og Palestínu. Eftir að hún hætti störfum fyrir Rauða krossinn gerðist hún sjálfboðaliði í áfallateymi Rauða krossins, sem veitir sálrænan stuðning eftir hamfarir, slys og aðra erfiða atburði. Þar að auki hefur hún verið virk í bæjarpólitík í Kópavogi fyrir vinstri græna. Guðbjörg var afar þakklát fyrir þennan mikla heiður sem Florence Nightingale-orðan er.Rauði krossinn Þrátt fyrir þennan langa og glæsta feril segir Guðbjörg að verðlaunin hafi komið henni gríðarlega á óvart, en íslenskur hjúkrunarfræðingur hefur ekki fengið þennan heiður síðan árið 1989. „Á dauða mínum átti ég von, en ekki þessu,“ sagði hún við orðuveitinguna. „Ég hélt fyrst að það væri verið að gera at í mér þegar ég fékk símtalið til að tilkynna mér þetta. Ég vissi af þessari orðu, ég hafði hitt hjúkrunarfræðing í Íran sem vann í áfallateymi Rauða hálfmánans sem fékk hana, en mér fannst þetta gjörsamlega fráleitt og ég ekki eiga þetta skilið. Ég er ótrúlega þakklát og þetta er eiginlega dálítið yfirþyrmandi og óraunverulegt. En það er auðvitað afar skemmtilegt að vera þessa heiðurs aðnjótandi.“ Í dag er Guðbjörg eftirlaunaþegi en sinnir samt enn fræðslu og handleiðslu til að styðja fólk sem hún hefur kynnst í gegnum árin. Stoltust af starfinu í Minsk „Ég er mjög stolt af því að hafa unnið fyrir Rauða krossinn í Vin en ég held að ég sé sennilega stoltust af því að hafa komið að þessu verkefni í Belarús og að hafa stofnað álíka stað og Vin í Minsk, höfuðborg landsins, og hafa átt þátt í að sá staður blómstri og breyti hlutum,“ sagði hún. Guðbjörg við störf fyrir Rauða krossinn í Bam í Íran.Rauði krossinn Guðbjörg telur mikilvægustu úrlausnarefnin í heilbrigðismálum í dag vera mönnun hjúkrunarfræðinga, umönnunaraðila og sjúkraliða. „Að þau fái þau skilyrði sem þau eiga skilið, bæði hvað varðar laun og starfsumhverfi. Án þess að vera með vel menntaða og hæfa hjúkrunarfræðinga verður lítið úr heilbrigðiskerfinu,“ sagði hún við athöfnina. Guðbjörg er mjög gagnrýnin á stöðuna í geðheilbrigðismálum og segir að viðhorf hennar séu misvinsæl. „Ég tel of mikla áherslu setta á lyf og að það sé of lítið horft á sálfélagslega þáttinn. Batahugmyndafræði er oft sett eins og glassúr yfir þröngt kerfi þar sem fólk fær litla valdeflingu og val,“ sagði hún. „Þó að það sé margt sem er gert vel finnst mér við í raun vera mjög aftarlega á merinni hvað varðar ýmsa nýja hugmyndafræði sem hefur rutt sér til rúms. Bæði í sambandi við áföll og áhrif þeirra á geðheilbrigði og sálfélagslegar aðstæður. Það þarf líka að skoða valdajafnvægi milli heilbrigðiskerfi og sjúklinga. Of oft er fólk sett í þá stöðu að vera óvirkir þiggjendur þjónustu, sem leiðir ekki endilega til bata,“ sagði hún einnig. Íslendingar geti ekki troðið gildum sínum upp á aðra „Ýmis önnur lönd eru komin lengra en við að mörgu leyti í þessum málum, en við getum samt flutt út þekkinguna og reynsluna sem við höfum á sálrænum stuðningi, ásamt mannauðinum. En við megum ekki gleyma því að þetta er allt byggt á vestrænum gildum,“ sagði Guðbjörg einnig við athöfnina í dag. „Ég minnist þess þegar við komum til Íran eftir jarðskjálftann í Bam árið 2003 og ætluðum að þróa sálfélagslegan stuðning fyrir eftirlifendur. Þá hafði Rauði hálfmáninn í Íran verið með slíka deild í tvö ár og gátu kennt okkur heilmikið. Þau voru að gera þetta á forsendum síns menningarheims. Við getum ekki troðið okkar gildum upp á heiminn þó að við getum verið í samvinnu og við getum sjálf lært heilmikið af öðrum þjóðum.“ Hjálparstarf Geðheilbrigði Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Guðbjörgu var veitt orðan við formlega athöfn á skrifstofu Rauða krossins í dag. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að Guðbjörg hafi á ferli sínum verið ötull málsvari fólks með geðraskanir, unnið að bættri geðheilbrigðisþjónustu og leitt stofnun úrræða sem bæta þjónustu fyrir fólk með geðraskanir bæði hér á landi og erlendis. Guðbjörg var forstöðumaður Vinar, sem er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem Rauði krossinn rak í nær 30 ár, þar til velferðarsvið Reykjavíkurborgar tók við rekstrinum. Góður árangur Vinar leiddi til þess að þrjú álíka dagsetur voru stofnuð annars staðar á Íslandi. Dagseturinn urðu innblástur að álíka úrræðum í Belarús í samstarfi við þarlent landsfélag. Guðbjörg sá um þjálfun starfsfólks úrræðisins og kynnti þau fyrir þessari nýju nálgun, ásamt því að styðja við kynningarstarf vegna þjónustunnar. Unnið vítt og breitt um heiminn Guðbjörg starfaði um langt skeið sem sendifulltrúi Rauða krossins og vann á vegum félagsins í Írak, Íran, Indónesíu og Palestínu. Eftir að hún hætti störfum fyrir Rauða krossinn gerðist hún sjálfboðaliði í áfallateymi Rauða krossins, sem veitir sálrænan stuðning eftir hamfarir, slys og aðra erfiða atburði. Þar að auki hefur hún verið virk í bæjarpólitík í Kópavogi fyrir vinstri græna. Guðbjörg var afar þakklát fyrir þennan mikla heiður sem Florence Nightingale-orðan er.Rauði krossinn Þrátt fyrir þennan langa og glæsta feril segir Guðbjörg að verðlaunin hafi komið henni gríðarlega á óvart, en íslenskur hjúkrunarfræðingur hefur ekki fengið þennan heiður síðan árið 1989. „Á dauða mínum átti ég von, en ekki þessu,“ sagði hún við orðuveitinguna. „Ég hélt fyrst að það væri verið að gera at í mér þegar ég fékk símtalið til að tilkynna mér þetta. Ég vissi af þessari orðu, ég hafði hitt hjúkrunarfræðing í Íran sem vann í áfallateymi Rauða hálfmánans sem fékk hana, en mér fannst þetta gjörsamlega fráleitt og ég ekki eiga þetta skilið. Ég er ótrúlega þakklát og þetta er eiginlega dálítið yfirþyrmandi og óraunverulegt. En það er auðvitað afar skemmtilegt að vera þessa heiðurs aðnjótandi.“ Í dag er Guðbjörg eftirlaunaþegi en sinnir samt enn fræðslu og handleiðslu til að styðja fólk sem hún hefur kynnst í gegnum árin. Stoltust af starfinu í Minsk „Ég er mjög stolt af því að hafa unnið fyrir Rauða krossinn í Vin en ég held að ég sé sennilega stoltust af því að hafa komið að þessu verkefni í Belarús og að hafa stofnað álíka stað og Vin í Minsk, höfuðborg landsins, og hafa átt þátt í að sá staður blómstri og breyti hlutum,“ sagði hún. Guðbjörg við störf fyrir Rauða krossinn í Bam í Íran.Rauði krossinn Guðbjörg telur mikilvægustu úrlausnarefnin í heilbrigðismálum í dag vera mönnun hjúkrunarfræðinga, umönnunaraðila og sjúkraliða. „Að þau fái þau skilyrði sem þau eiga skilið, bæði hvað varðar laun og starfsumhverfi. Án þess að vera með vel menntaða og hæfa hjúkrunarfræðinga verður lítið úr heilbrigðiskerfinu,“ sagði hún við athöfnina. Guðbjörg er mjög gagnrýnin á stöðuna í geðheilbrigðismálum og segir að viðhorf hennar séu misvinsæl. „Ég tel of mikla áherslu setta á lyf og að það sé of lítið horft á sálfélagslega þáttinn. Batahugmyndafræði er oft sett eins og glassúr yfir þröngt kerfi þar sem fólk fær litla valdeflingu og val,“ sagði hún. „Þó að það sé margt sem er gert vel finnst mér við í raun vera mjög aftarlega á merinni hvað varðar ýmsa nýja hugmyndafræði sem hefur rutt sér til rúms. Bæði í sambandi við áföll og áhrif þeirra á geðheilbrigði og sálfélagslegar aðstæður. Það þarf líka að skoða valdajafnvægi milli heilbrigðiskerfi og sjúklinga. Of oft er fólk sett í þá stöðu að vera óvirkir þiggjendur þjónustu, sem leiðir ekki endilega til bata,“ sagði hún einnig. Íslendingar geti ekki troðið gildum sínum upp á aðra „Ýmis önnur lönd eru komin lengra en við að mörgu leyti í þessum málum, en við getum samt flutt út þekkinguna og reynsluna sem við höfum á sálrænum stuðningi, ásamt mannauðinum. En við megum ekki gleyma því að þetta er allt byggt á vestrænum gildum,“ sagði Guðbjörg einnig við athöfnina í dag. „Ég minnist þess þegar við komum til Íran eftir jarðskjálftann í Bam árið 2003 og ætluðum að þróa sálfélagslegan stuðning fyrir eftirlifendur. Þá hafði Rauði hálfmáninn í Íran verið með slíka deild í tvö ár og gátu kennt okkur heilmikið. Þau voru að gera þetta á forsendum síns menningarheims. Við getum ekki troðið okkar gildum upp á heiminn þó að við getum verið í samvinnu og við getum sjálf lært heilmikið af öðrum þjóðum.“
Hjálparstarf Geðheilbrigði Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira