Verðbólga í verkahring fjármálaráðherra samkvæmt lögum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. ágúst 2023 15:55 Þorbjörg situr í fjárlaganefnd Alþingis. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar segir fyrirætlanir fjármálaráðherra sem kynntar voru í gær ekki nýjar af nálinni. Sérstakt sé að fjármálaráðherra segi það ekki hlutverk ríkisfjármálanna að takast á við verðbólguna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram hagræðingarnar á blaðamannafundi í gær. Meðal þeirra aðgerða sem hann kynnti eru uppsagnir ríkisstarfsmanna og lækkun launakostnaðar hjá ríkinu. Þá verði gjöld á skemmtiferðaskip og fiskeldi hækkuð. Með aðgerðunum segir hann ríkið koma til með að spara um sautján milljarða króna. Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir, þingmaður viðreisnar og meðlimur fjárlaganefndar, segir tillögur fjármálaráðherra ekki nýjar af nálinni. „Fjármálaráðherra er þarna að kynna sumar hugmyndir í þriðja sinn, alltaf sem nýjar. Til dæmis að það eigi ekki lengur að byggja við stjórnarráðið. Einhverjar tillögur um aðhald geta ekki verið nýjar þó þær séu endurfluttnar og endurteknar,“ segir Þorbjörg. Að auki segir hún mikið áhyggjuefni að millistéttin sem skuldi mest sé ekki tekin inn í dæmið. „Það er ekkert talað þarna um millistéttina, millistéttina á íslandi sem er að taka á sig þyngsta höggið af endalausum vaxtahækkunum.“ Seðlabankinn einn á báti Þorbjörg segir það sérstakt að fjármálaráðherra segi það ekki hans hlutverk að vinna gegn verðbólgunni. Skýrt standi í lögum um opinber fjármál að hlutverk fjármálaráðherra sé að sporna gegn verðbólgu. „Þar er kannski skýringin komin á því hvers vegna þetta gengur svona illa. Þegar fjármálaráðherra Íslands skilur ekki hvert hans starf er eða hver hans verkefni eru,“ segir Þorbjörg. Þá segir hún útskýringuna á því hvers vegna stýrivextir fari síhækkandi þrátt fyrir lækkandi verðbólgu vera að seðlabankinn standi einn í því sporna gegn verðbólgunni, án nokkurrar hjálpar frá ríkisstjórninni. „Ríkisstjórnin kastar inn handklæðinu, ekki bara neitar að sinna sínu hlutverki heldur virðist ekki átta sig á því að hún hefur hlutverki að gegna, og það er líka mikið áhyggjuefni,“ segir Þorbjörg. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram hagræðingarnar á blaðamannafundi í gær. Meðal þeirra aðgerða sem hann kynnti eru uppsagnir ríkisstarfsmanna og lækkun launakostnaðar hjá ríkinu. Þá verði gjöld á skemmtiferðaskip og fiskeldi hækkuð. Með aðgerðunum segir hann ríkið koma til með að spara um sautján milljarða króna. Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir, þingmaður viðreisnar og meðlimur fjárlaganefndar, segir tillögur fjármálaráðherra ekki nýjar af nálinni. „Fjármálaráðherra er þarna að kynna sumar hugmyndir í þriðja sinn, alltaf sem nýjar. Til dæmis að það eigi ekki lengur að byggja við stjórnarráðið. Einhverjar tillögur um aðhald geta ekki verið nýjar þó þær séu endurfluttnar og endurteknar,“ segir Þorbjörg. Að auki segir hún mikið áhyggjuefni að millistéttin sem skuldi mest sé ekki tekin inn í dæmið. „Það er ekkert talað þarna um millistéttina, millistéttina á íslandi sem er að taka á sig þyngsta höggið af endalausum vaxtahækkunum.“ Seðlabankinn einn á báti Þorbjörg segir það sérstakt að fjármálaráðherra segi það ekki hans hlutverk að vinna gegn verðbólgunni. Skýrt standi í lögum um opinber fjármál að hlutverk fjármálaráðherra sé að sporna gegn verðbólgu. „Þar er kannski skýringin komin á því hvers vegna þetta gengur svona illa. Þegar fjármálaráðherra Íslands skilur ekki hvert hans starf er eða hver hans verkefni eru,“ segir Þorbjörg. Þá segir hún útskýringuna á því hvers vegna stýrivextir fari síhækkandi þrátt fyrir lækkandi verðbólgu vera að seðlabankinn standi einn í því sporna gegn verðbólgunni, án nokkurrar hjálpar frá ríkisstjórninni. „Ríkisstjórnin kastar inn handklæðinu, ekki bara neitar að sinna sínu hlutverki heldur virðist ekki átta sig á því að hún hefur hlutverki að gegna, og það er líka mikið áhyggjuefni,“ segir Þorbjörg.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira