„Staðan á fjármálum Reykjavíkur er táknræn, þau eru í rusli“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. ágúst 2023 10:48 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fór með langt ávarp á flokkráðsfundinum. Vísir/Vilhelm Flokkráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram í gær. Bjarni Benediktsson formaður flokksins skaut föstum skotum á stjórnarandstöðuna í tengslum við mál hælisleitenda og á fjármál borgarinnar í ávarpi sínu í upphafi fundarins. Bjarni hóf ávarpið á að fara yfir verk þingflokksins frá upphafi kjörtímabils og nefndi þar bætta stöðu ríkisfjármála. Hann nefndi innviði sem flokkurinn hefur stuðlað að því að styrkja, háskóla, nýsköpun og heilbrigðiskerfi. „En ólíkt vinum okkar hér í stjórnarandstöðunni þá lítum við hins vegar ekki á veski landsmanna sem opinn tékka. Nei við ætlum að sýna ábyrgð,“ sagði hann en skot á stjórnarandstöðuna varð síðan endurtekið stef ávarpsins. Leggur fram frumvarp um skattaafslætti Hann minntist á framþróun í nýsköpun og hrósaði þeim frumkvöðlum sem hafa verið áberandi á því sviði, sér í lagi á brugghúsamarkaði. Þá tók hann það fram að hann hyggst leggja til frumvarp í haust um sérstaka skattaafslætti fyrir þann hóp til að leggja grunn að enn öflugri starfsemi þeirra. Bjarni nefndi síðan stjórnarsamstarfið. Hann sagðist ekki sjá fyrir að ríkisstjórnin springi. Flokkurinn muni gera það sem hann geti til að koma í veg fyrir það. „Og ólíkt óstjórntækum smáflokkum sem við því miður þekkjum allt of vel af eigin raun, þá göngum við ekki frá hálfkláruðu verki þótt á móti blási,“ bætti hann við. Stjórnarandstaðan virði ekki lögin „Ég hef séð það síðustu daga að Helga Vala er mjög óánægð með dómsmálaráðherrann okkar. Það eru mikil meðmæli,“ sagði Bjarni áður en hann hóf að skjóta föstum skotum á stjórnarandstöðuna í tengslum við mál hælisleitenda. „Það eru margir sem eru háværir og fyrirferðarmiklir í fjölmiðlum að taka dálítið sviðið, oft með vondan málstað eins og þarna á við. Þeir sjá enga þörf á úrbætum í útlendingamálum.“ Hann sagði stjórnarandstöðuflokkana ekki hafa áhyggjur af því að virða lögin í málum hælisleitenda. „Markmið um að hafa stjórn á landamærunum og reglur um það hverjir ávinna sér rétt til búsetu á Íslandi og þjónustu á Íslandi. Þetta eru ekki reglur sem þeir leggja mikið upp úr að virða. Þegar við höfum fylgt löngu og allt of kostnaðarsömu ferli til að meta umsóknir um vernd á Íslandi og niðurstaðan er neitun, nú þá er það bara niðurstaðan kæru vinir. Og þá niðurstöðu ber að virða.“ Þá þakkaði hann Jóni og Guðrúnu dómsmálaráðherrum á núlíðandi kjörtímabili fyrir þeirra störf. Borgin „í rusli“ Hann skaut einnig fast á Samfylkinguna og vísaði til nýrrar umhverfisstefnu í borginni sem flokkurinn er að innleiða með nýju sorpflokkunarkerfi. „Þetta verkefni er afrakstur nokkurra stýrihópa en niðurstaðan er einföld. Rusl er ekki sótt. Borgarbúar hamast við að flokka, sorpið safnast upp og nú er þetta allt saman að verða óaðskiljanlegur hluti borgarlandslagsins,“ sagði Bjarni. „Þetta eru stjórnvitringarnir sem bíða handan við hornið. Fólkið sem á í mestu vandræðum með að tæma úr ruslafötunum, það telur Íslandi borgið undir þeirra stjórn sem fyrst.“ Þá sneri hann sér að fjármálum Reykjavíkur. „Staðan á fjármálum Reykjavíkur er táknræn, þau eru í rusli.“ Hann sagði grunnþjónustuna drappast niður, pólitísku gæluverkefnin þenjast hratt út og skólastarf vera úr skorðum. Loks gantaðist hann að viðbrögðum borgarfulltrúa þegar sú staða kom upp í vetur að moka þurfti snjó af götunum. Hann vísaði til svars Alexöndru Briem borgarfulltrúa Pírata í kvöldfréttum RÚV í desember síðastliðnum þar sem hún sagði frá stýrihópi um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg í tengslum við mokstur á snjó. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Bjarni hóf ávarpið á að fara yfir verk þingflokksins frá upphafi kjörtímabils og nefndi þar bætta stöðu ríkisfjármála. Hann nefndi innviði sem flokkurinn hefur stuðlað að því að styrkja, háskóla, nýsköpun og heilbrigðiskerfi. „En ólíkt vinum okkar hér í stjórnarandstöðunni þá lítum við hins vegar ekki á veski landsmanna sem opinn tékka. Nei við ætlum að sýna ábyrgð,“ sagði hann en skot á stjórnarandstöðuna varð síðan endurtekið stef ávarpsins. Leggur fram frumvarp um skattaafslætti Hann minntist á framþróun í nýsköpun og hrósaði þeim frumkvöðlum sem hafa verið áberandi á því sviði, sér í lagi á brugghúsamarkaði. Þá tók hann það fram að hann hyggst leggja til frumvarp í haust um sérstaka skattaafslætti fyrir þann hóp til að leggja grunn að enn öflugri starfsemi þeirra. Bjarni nefndi síðan stjórnarsamstarfið. Hann sagðist ekki sjá fyrir að ríkisstjórnin springi. Flokkurinn muni gera það sem hann geti til að koma í veg fyrir það. „Og ólíkt óstjórntækum smáflokkum sem við því miður þekkjum allt of vel af eigin raun, þá göngum við ekki frá hálfkláruðu verki þótt á móti blási,“ bætti hann við. Stjórnarandstaðan virði ekki lögin „Ég hef séð það síðustu daga að Helga Vala er mjög óánægð með dómsmálaráðherrann okkar. Það eru mikil meðmæli,“ sagði Bjarni áður en hann hóf að skjóta föstum skotum á stjórnarandstöðuna í tengslum við mál hælisleitenda. „Það eru margir sem eru háværir og fyrirferðarmiklir í fjölmiðlum að taka dálítið sviðið, oft með vondan málstað eins og þarna á við. Þeir sjá enga þörf á úrbætum í útlendingamálum.“ Hann sagði stjórnarandstöðuflokkana ekki hafa áhyggjur af því að virða lögin í málum hælisleitenda. „Markmið um að hafa stjórn á landamærunum og reglur um það hverjir ávinna sér rétt til búsetu á Íslandi og þjónustu á Íslandi. Þetta eru ekki reglur sem þeir leggja mikið upp úr að virða. Þegar við höfum fylgt löngu og allt of kostnaðarsömu ferli til að meta umsóknir um vernd á Íslandi og niðurstaðan er neitun, nú þá er það bara niðurstaðan kæru vinir. Og þá niðurstöðu ber að virða.“ Þá þakkaði hann Jóni og Guðrúnu dómsmálaráðherrum á núlíðandi kjörtímabili fyrir þeirra störf. Borgin „í rusli“ Hann skaut einnig fast á Samfylkinguna og vísaði til nýrrar umhverfisstefnu í borginni sem flokkurinn er að innleiða með nýju sorpflokkunarkerfi. „Þetta verkefni er afrakstur nokkurra stýrihópa en niðurstaðan er einföld. Rusl er ekki sótt. Borgarbúar hamast við að flokka, sorpið safnast upp og nú er þetta allt saman að verða óaðskiljanlegur hluti borgarlandslagsins,“ sagði Bjarni. „Þetta eru stjórnvitringarnir sem bíða handan við hornið. Fólkið sem á í mestu vandræðum með að tæma úr ruslafötunum, það telur Íslandi borgið undir þeirra stjórn sem fyrst.“ Þá sneri hann sér að fjármálum Reykjavíkur. „Staðan á fjármálum Reykjavíkur er táknræn, þau eru í rusli.“ Hann sagði grunnþjónustuna drappast niður, pólitísku gæluverkefnin þenjast hratt út og skólastarf vera úr skorðum. Loks gantaðist hann að viðbrögðum borgarfulltrúa þegar sú staða kom upp í vetur að moka þurfti snjó af götunum. Hann vísaði til svars Alexöndru Briem borgarfulltrúa Pírata í kvöldfréttum RÚV í desember síðastliðnum þar sem hún sagði frá stýrihópi um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg í tengslum við mokstur á snjó.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira