Höskuldur markahæstur í allri Evrópu Smári Jökull Jónsson skrifar 26. ágúst 2023 23:01 Höskuldur var í viðtali hjá Stefáni Árna Pálssyni í Sportpakka kvöldsins. Vísir/Steingrímur Næsta vor má gera ráð fyrir því að menn á borð við Erling Braut Haaland, Kylian Mbappe eða Harry Kane verði markahæstu menn í Evrópukeppnunum. Nú heitir sá markhæsti Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Blika. Höskuldur hefur skorað sex mörk í Evrópukeppni með Blikum á tímabilinu. Hann skoraði eina mark liðsins í 1-0 sigri liðsins gegn Struga í Norður-Makedóníu á fimmtudag. Árni Fredriksberg hjá KÍ Klaksvík í Færeyjum hefur einnig skorað sex mörk í Evrópukeppni á tímabilinu og eru þeir tveir með flest mörk í Evrópuleikjum enda eru forkeppnirnar aðeins byrjaðar. „Það hefur gengið vel hjá okkur „collectively“. Við erum búnir að vinna sex af níu leikjum sem telst bara helvíti gott. Þegar liðinu gengur vel þá blómstra einstaklingar og maður er bara í þannig flæði núna persónulega,“ sagði Höskuldur í samtali við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Veðuraðstæður í leik Blika á fimmtudag voru heldur betur sérstakar og þá sérstaklega í síðari hálfleik. „Þetta var ekki mikill fótbolti í síðari hálfleikur. Það kom þarna fellibylur, eiginlega bókstaflega og við þurftum að aðlaga okkur að honum. Þetta var barningur í síðari hálfleik. Það var dýrmætt að vera komnir með forystu og síðan vorum við fullorðnir og þroskaðir,“ bætti Höskuldur við og sagði reynslu liðsins í Evrópu hafa talið. Á sunnudagskvöld mætir Breiðablik Víkingi í toppslag Bestu deildarinnar. Blikar óskuðu eftir frestun á leiknum en fengu neitun. Í kvöld bárust síðan fréttir þess efnis að Breiðablik hefði óskað eftir að KSÍ myndi endurskoða þá ákvörðun. „Það er bara að stíga á bensíngjöfina og það þýðir ekkert að slaka á þar. Það er allavega okkar leið hjá Breiðablik að keyra á þetta,“ bætti Höskuldur við. Allt viðtalið við Höskuld má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þar sem Höskuldur ræðir meðal annars seinni leikinn gegn Struga á fimmtudag en þar geta Blikar orðið fyrsta íslenska karlaliðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Íslenski boltinn Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Höskuldur hefur skorað sex mörk í Evrópukeppni með Blikum á tímabilinu. Hann skoraði eina mark liðsins í 1-0 sigri liðsins gegn Struga í Norður-Makedóníu á fimmtudag. Árni Fredriksberg hjá KÍ Klaksvík í Færeyjum hefur einnig skorað sex mörk í Evrópukeppni á tímabilinu og eru þeir tveir með flest mörk í Evrópuleikjum enda eru forkeppnirnar aðeins byrjaðar. „Það hefur gengið vel hjá okkur „collectively“. Við erum búnir að vinna sex af níu leikjum sem telst bara helvíti gott. Þegar liðinu gengur vel þá blómstra einstaklingar og maður er bara í þannig flæði núna persónulega,“ sagði Höskuldur í samtali við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Veðuraðstæður í leik Blika á fimmtudag voru heldur betur sérstakar og þá sérstaklega í síðari hálfleik. „Þetta var ekki mikill fótbolti í síðari hálfleikur. Það kom þarna fellibylur, eiginlega bókstaflega og við þurftum að aðlaga okkur að honum. Þetta var barningur í síðari hálfleik. Það var dýrmætt að vera komnir með forystu og síðan vorum við fullorðnir og þroskaðir,“ bætti Höskuldur við og sagði reynslu liðsins í Evrópu hafa talið. Á sunnudagskvöld mætir Breiðablik Víkingi í toppslag Bestu deildarinnar. Blikar óskuðu eftir frestun á leiknum en fengu neitun. Í kvöld bárust síðan fréttir þess efnis að Breiðablik hefði óskað eftir að KSÍ myndi endurskoða þá ákvörðun. „Það er bara að stíga á bensíngjöfina og það þýðir ekkert að slaka á þar. Það er allavega okkar leið hjá Breiðablik að keyra á þetta,“ bætti Höskuldur við. Allt viðtalið við Höskuld má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þar sem Höskuldur ræðir meðal annars seinni leikinn gegn Struga á fimmtudag en þar geta Blikar orðið fyrsta íslenska karlaliðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Íslenski boltinn Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira