Hreinsaði óvelkomna málningu af regnbogafánanum Árni Sæberg skrifar 27. ágúst 2023 14:54 Leysiefnið kom að góðum notum. Vísir/ÁRni Skemmdarvargur málaði dónaleg skilaboð á regnbogafánann á Skólavörðustíg í skjóli nætur. Maður á vegum Reykjavíkurborgar var ekki lengi að mæta á staðinn í morgun og þrífa upp eftir ódáminn. Útsýni íbúa við Skólavörðustíg í Reykjavík var ekki eins fagurt og það er venjulega. Skemmdarvargur hafði málað ófögur, en óskýr, skilaboð á fána hinsegin fólks, sem skreytir götuna. Óttarr Makuch býr við Skólavörðustíg og leit út um gluggann í morgun. Þá blasti við hinum óskemmtileg sjón. Í skjóli nætur hafði einhver málað LGBT LOSER, að því er virðist en skilaboðin eru nokkuð óljós. Þegar fréttamann bar að garði hafði lögregluþjónn komið sér fyrir neðarlega á Skólavörðustíg til þess að vara fólk við því að málningin væri enn blaut. Skömmu síðar kom á vettvang maður, sem kvaðst vera á vegum Reykjavíkurborgar, vopnaður kröftugri vatnssprautu. Fyrst um sinn gekk ekki neitt að fjarlægja hvítu málninguna af þeirri marglitu. Eftir að hafa penslað leysiefni á Skólavörðustíginn rann málningin auðveldlega af. Endurtekið efni Varaformaður Samtakanna '78 segir málið áminningu um mikilvægi þess að samtalið um hinseginleikann sé stöðugt í gangi. Lögregla lagði bíl sínum ofan við málninguna.Vísir/Árni „Við höfum náttúrulega séð það síðustu ár að það hefur verið aukið bakslag í samfélaginu. Og nú á Hinsegin dögum voru tilkynnt fleiri skemmdarverk en nokkru sinni áður. Þetta er hluti af þessu stóra vandamáli, þessu raunverulega bakslagi sem er stundum erfitt að tengja svo vel við hvað við stöndum vel, réttarfarslega séð, hér á Íslandi. Ég held að þessar málningarslettur sýni það alveg skýrt að við þurfum að halda áfram þessum samræðum. Við þurfum að tala saman um hinseginleikann og halda áfram að fræða hvort annað,“ sagði Bjarndís Helga Tómasdóttir, varaformaður Samtakanna 78. Reykjavík Hinsegin Tengdar fréttir Skemmdarverk unnin á hinseginfánanum: „Þetta er mjög leiðinlegt“ Útsýni íbúa við Skólavörðustíg í Reykjavík í morgun var ekki eins fagurt og það er venjulega. Skemmdarvargur hafði málað ófögur, en óskýr, skilaboð á fána hinsegin fólks, sem skreytir götuna. 27. ágúst 2023 10:27 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Sjá meira
Útsýni íbúa við Skólavörðustíg í Reykjavík var ekki eins fagurt og það er venjulega. Skemmdarvargur hafði málað ófögur, en óskýr, skilaboð á fána hinsegin fólks, sem skreytir götuna. Óttarr Makuch býr við Skólavörðustíg og leit út um gluggann í morgun. Þá blasti við hinum óskemmtileg sjón. Í skjóli nætur hafði einhver málað LGBT LOSER, að því er virðist en skilaboðin eru nokkuð óljós. Þegar fréttamann bar að garði hafði lögregluþjónn komið sér fyrir neðarlega á Skólavörðustíg til þess að vara fólk við því að málningin væri enn blaut. Skömmu síðar kom á vettvang maður, sem kvaðst vera á vegum Reykjavíkurborgar, vopnaður kröftugri vatnssprautu. Fyrst um sinn gekk ekki neitt að fjarlægja hvítu málninguna af þeirri marglitu. Eftir að hafa penslað leysiefni á Skólavörðustíginn rann málningin auðveldlega af. Endurtekið efni Varaformaður Samtakanna '78 segir málið áminningu um mikilvægi þess að samtalið um hinseginleikann sé stöðugt í gangi. Lögregla lagði bíl sínum ofan við málninguna.Vísir/Árni „Við höfum náttúrulega séð það síðustu ár að það hefur verið aukið bakslag í samfélaginu. Og nú á Hinsegin dögum voru tilkynnt fleiri skemmdarverk en nokkru sinni áður. Þetta er hluti af þessu stóra vandamáli, þessu raunverulega bakslagi sem er stundum erfitt að tengja svo vel við hvað við stöndum vel, réttarfarslega séð, hér á Íslandi. Ég held að þessar málningarslettur sýni það alveg skýrt að við þurfum að halda áfram þessum samræðum. Við þurfum að tala saman um hinseginleikann og halda áfram að fræða hvort annað,“ sagði Bjarndís Helga Tómasdóttir, varaformaður Samtakanna 78.
Reykjavík Hinsegin Tengdar fréttir Skemmdarverk unnin á hinseginfánanum: „Þetta er mjög leiðinlegt“ Útsýni íbúa við Skólavörðustíg í Reykjavík í morgun var ekki eins fagurt og það er venjulega. Skemmdarvargur hafði málað ófögur, en óskýr, skilaboð á fána hinsegin fólks, sem skreytir götuna. 27. ágúst 2023 10:27 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Sjá meira
Skemmdarverk unnin á hinseginfánanum: „Þetta er mjög leiðinlegt“ Útsýni íbúa við Skólavörðustíg í Reykjavík í morgun var ekki eins fagurt og það er venjulega. Skemmdarvargur hafði málað ófögur, en óskýr, skilaboð á fána hinsegin fólks, sem skreytir götuna. 27. ágúst 2023 10:27