Sjáðu öll átta mörkin er Víkingar settu níu fingur á titilinn gegn óstundvísum Blikum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. ágúst 2023 12:01 Danijel Dejan Djuric skoraði þriðja mark Víkings. Vísir/Hulda Margrét Víkingar eru komnir með níu fingur á Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu eftir 5-3 sigur gegn óstundvísum Blikum í gær. Liðið er nú með 14 stiga forskot á toppnum þegar liðið á sex leiki eftir. Leikmenn og starfslið ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks létu bíða eftir sér í Víkinni í gærkvöldi og þegar um hálftími var til leiks hafði ekki enn sést til þeirra grænklæddu. Leikskýrsla liðsins skilaðu sér þó loks í hús þegar um 35 mínútur voru til leiks og leikmenn og starfslið mætti loks á völlinn um tíu mínútum síðar. Þetta útspil Breiðabliks eftir að liðið fékk ekki að fresta leiknum vegna þátttöku sinnar í forkeppni Sambandsdeildarinnar virtist kveikja í verðandi Íslandsmeisturum Víkings. Nikolaj Hansen kom heimamönnum yfir á 23. mínútu með skalla af stuttu færi áður en Aron Elís Þrándarson skallaði hornspyrnu Pablo Punyed í netið tæpum stundarfjórðungi síðar. Ágúst Eðvald Hlynsson minnkaði þó muninn fyrir gestina stuttu fyrir hálfleikshlé þegar hann batt endahnútinn á vel útfærða sókn Blika og staðan var því 2-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn gerðu gins vegar út um leikinn á fyrsta korteri síðari hálfleiks. Danijel Dejan Djuric skoraði þriðja mark liðsins eftir stoðsendingu frá Erlingi Agnarssyni á 47. mínútu, en það mark hefði líklega aldrei átt að standa þar sem Danijel var að öllum líkindum rangstæður. Markið stóð þó og Matthías Vilhjálmsson bætti fjórða markinu við á 65. mínútu eftir vandræðagang í öftustu línu Blika áður en Helgi Guðjónsson kom heimamönnum í 5-1 fjórum mínútum síðar. Blikar bitu aðeins frá sér eftir það. Ásgeir Helgi Orrason og Kristófer Ingi Kristinsson bættu sínu sárabótarmarkinu hvor við með stuttu millibili, en þar með voru úrslitin ráðin. Klippa: Víkingur skellti Blikum Víkingur er nú með 14 stiga forskot á toppi deildarinnar með 56 stig þegar ein umferð er eftir áður en deildinni er skipt upp í efri og neðri hluta. Liðinu nægir því tveir sigrar úr síðustu sex umferðunum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og titillinn gæti í raun verið í höfn áður en úrslitakeppnin hefst ef liðið vinnur útisigur gegn Fram á sunnudaginn kemur og Valur, sem situr í öðru sæti, tapar gegn HK. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Leikmenn og starfslið ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks létu bíða eftir sér í Víkinni í gærkvöldi og þegar um hálftími var til leiks hafði ekki enn sést til þeirra grænklæddu. Leikskýrsla liðsins skilaðu sér þó loks í hús þegar um 35 mínútur voru til leiks og leikmenn og starfslið mætti loks á völlinn um tíu mínútum síðar. Þetta útspil Breiðabliks eftir að liðið fékk ekki að fresta leiknum vegna þátttöku sinnar í forkeppni Sambandsdeildarinnar virtist kveikja í verðandi Íslandsmeisturum Víkings. Nikolaj Hansen kom heimamönnum yfir á 23. mínútu með skalla af stuttu færi áður en Aron Elís Þrándarson skallaði hornspyrnu Pablo Punyed í netið tæpum stundarfjórðungi síðar. Ágúst Eðvald Hlynsson minnkaði þó muninn fyrir gestina stuttu fyrir hálfleikshlé þegar hann batt endahnútinn á vel útfærða sókn Blika og staðan var því 2-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn gerðu gins vegar út um leikinn á fyrsta korteri síðari hálfleiks. Danijel Dejan Djuric skoraði þriðja mark liðsins eftir stoðsendingu frá Erlingi Agnarssyni á 47. mínútu, en það mark hefði líklega aldrei átt að standa þar sem Danijel var að öllum líkindum rangstæður. Markið stóð þó og Matthías Vilhjálmsson bætti fjórða markinu við á 65. mínútu eftir vandræðagang í öftustu línu Blika áður en Helgi Guðjónsson kom heimamönnum í 5-1 fjórum mínútum síðar. Blikar bitu aðeins frá sér eftir það. Ásgeir Helgi Orrason og Kristófer Ingi Kristinsson bættu sínu sárabótarmarkinu hvor við með stuttu millibili, en þar með voru úrslitin ráðin. Klippa: Víkingur skellti Blikum Víkingur er nú með 14 stiga forskot á toppi deildarinnar með 56 stig þegar ein umferð er eftir áður en deildinni er skipt upp í efri og neðri hluta. Liðinu nægir því tveir sigrar úr síðustu sex umferðunum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og titillinn gæti í raun verið í höfn áður en úrslitakeppnin hefst ef liðið vinnur útisigur gegn Fram á sunnudaginn kemur og Valur, sem situr í öðru sæti, tapar gegn HK.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira