Áframhaldandi bann hafi alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. ágúst 2023 12:15 Teitur Björn Einarsson þingmaður Sjálfstæðismanna telur einsýnt að matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýjur. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun væntanlega skýra frá ákvörðun sinni í málinu á næstu dögum. Vísir Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur einsýnt að matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Von er á nýrri skýrslu um hvernig draga má úr frávikum við veiðar á langreyðum í dag. Gjáin sem hefur verið milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í hvalveiðimálinu svokallaða birtist glöggt í ályktunum flokksráðsfunda ríkisstjórnarflokkanna um helgina. Vinstri grænir lýstu yfir fullum stuðningi við ákvörðun matvælaráðherra um að banna veiðar á stórhvelum á sínum fundi. Sjálfstæðismenn ályktuðu hins vegar að ráðherrann hefði með fyrirvaralausri frestun hvalveiða hvorki virt stjórnsýslulög né gætt meðalhófs. Teitur Björn Einarsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd. „Sjálfstæðisflokkurinn hafnar þeirri stjórnsýslu sem matvælaráðherra hafði upp í júní þegar hún frestaði upphafi veiðitímabilsins með mjög gerræðislegum hætti. Fundurinn fordæmir þau vinnubrögð,“ segir Teitur. Starfshópur Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum skilar niðurstöðum sínum í dag samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu. Væntanlega mun ráðherrann skýra frá ákvörðun sinni um hvalveiðar í framhaldinu enda rennur hvalveiðibannið út um mánaðamótin. Teitur telur liggja fyrir hver ákvörðun Svandísar verður. „Mér þykir einsýnt að hvalveiðar hefjist aftur 1. september, Pólitískt liggur það fyrir að Vinstri grænir enda eru á móti hvalveiðum en þetta mál var sérstaklega tekið fyrir í umræðum formanna flokkanna við myndun þessara ríkisstjórnar. Það er alveg skýrt og hefur komið fram í máli formanns Sjálfstæðisflokksins að Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði því einfaldlega að það færi inn í stjórnarsáttmála að að hvalveiðar yrðu bannaðar þannig að þetta er hin pólitíska afstaða sem er uppi og ég vænti þess að hún muni ekki breytast,“ segir Teitur. Aðspurður um hvaða áhrif það hefði á ríkisstjórnarsamstarfið að matvælaráðherra framlengdi hvalveiðibannið svarar Teitur: „Ég get ekki ímyndað mér að matvælaráðherra komist að þeirri niðurstöðu að hún ætli að halda áfram að brjóta lög. Auðvitað væri það mjög alvarlegt ef ráðherra í ríkisstjórninni gengi fram með slíkum hætti áfram. Ég hef sagt það áður og segi það aftur að matvælaráðherra með sínum aðgerðum í júni skaðaði þetta ríkisstjórnarsamstarf,“ segir Teitur. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Andstaðan eykst almennt en fleiri konur segjast hlynntar veiðunum Andstaða við hvalveiðar hefur aukist á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. 42 prósent segjast nú mótfallin hvalveiðum, samanborið við 35 prósent í maí 2022. 28. ágúst 2023 07:53 Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03 Svandís hafi gerst sek um valdníðslu í hvalveiðimálinu Þingmenn í atvinnuveganefnd eru ekki par sáttir við ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðvun hvalveiða skömmu fyrir vertíð. Ný skýrsla um efnahagsleg áhrif breyti engu þar um. 23. ágúst 2023 15:30 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Gjáin sem hefur verið milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í hvalveiðimálinu svokallaða birtist glöggt í ályktunum flokksráðsfunda ríkisstjórnarflokkanna um helgina. Vinstri grænir lýstu yfir fullum stuðningi við ákvörðun matvælaráðherra um að banna veiðar á stórhvelum á sínum fundi. Sjálfstæðismenn ályktuðu hins vegar að ráðherrann hefði með fyrirvaralausri frestun hvalveiða hvorki virt stjórnsýslulög né gætt meðalhófs. Teitur Björn Einarsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd. „Sjálfstæðisflokkurinn hafnar þeirri stjórnsýslu sem matvælaráðherra hafði upp í júní þegar hún frestaði upphafi veiðitímabilsins með mjög gerræðislegum hætti. Fundurinn fordæmir þau vinnubrögð,“ segir Teitur. Starfshópur Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum skilar niðurstöðum sínum í dag samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu. Væntanlega mun ráðherrann skýra frá ákvörðun sinni um hvalveiðar í framhaldinu enda rennur hvalveiðibannið út um mánaðamótin. Teitur telur liggja fyrir hver ákvörðun Svandísar verður. „Mér þykir einsýnt að hvalveiðar hefjist aftur 1. september, Pólitískt liggur það fyrir að Vinstri grænir enda eru á móti hvalveiðum en þetta mál var sérstaklega tekið fyrir í umræðum formanna flokkanna við myndun þessara ríkisstjórnar. Það er alveg skýrt og hefur komið fram í máli formanns Sjálfstæðisflokksins að Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði því einfaldlega að það færi inn í stjórnarsáttmála að að hvalveiðar yrðu bannaðar þannig að þetta er hin pólitíska afstaða sem er uppi og ég vænti þess að hún muni ekki breytast,“ segir Teitur. Aðspurður um hvaða áhrif það hefði á ríkisstjórnarsamstarfið að matvælaráðherra framlengdi hvalveiðibannið svarar Teitur: „Ég get ekki ímyndað mér að matvælaráðherra komist að þeirri niðurstöðu að hún ætli að halda áfram að brjóta lög. Auðvitað væri það mjög alvarlegt ef ráðherra í ríkisstjórninni gengi fram með slíkum hætti áfram. Ég hef sagt það áður og segi það aftur að matvælaráðherra með sínum aðgerðum í júni skaðaði þetta ríkisstjórnarsamstarf,“ segir Teitur.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Andstaðan eykst almennt en fleiri konur segjast hlynntar veiðunum Andstaða við hvalveiðar hefur aukist á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. 42 prósent segjast nú mótfallin hvalveiðum, samanborið við 35 prósent í maí 2022. 28. ágúst 2023 07:53 Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03 Svandís hafi gerst sek um valdníðslu í hvalveiðimálinu Þingmenn í atvinnuveganefnd eru ekki par sáttir við ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðvun hvalveiða skömmu fyrir vertíð. Ný skýrsla um efnahagsleg áhrif breyti engu þar um. 23. ágúst 2023 15:30 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Andstaðan eykst almennt en fleiri konur segjast hlynntar veiðunum Andstaða við hvalveiðar hefur aukist á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. 42 prósent segjast nú mótfallin hvalveiðum, samanborið við 35 prósent í maí 2022. 28. ágúst 2023 07:53
Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03
Svandís hafi gerst sek um valdníðslu í hvalveiðimálinu Þingmenn í atvinnuveganefnd eru ekki par sáttir við ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðvun hvalveiða skömmu fyrir vertíð. Ný skýrsla um efnahagsleg áhrif breyti engu þar um. 23. ágúst 2023 15:30