Þingflokksformaður vill geta horft í spegil Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. ágúst 2023 12:21 Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknar segir ekki tímabært að tjá sig um hvort þingflokkurinn myndi verja Svandísi Svavarsdóttur vantrausti. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segist vilja geta horft í spegil eftir mögulega tillögu. vísir/samett Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðast ekki útiloka stuðning við vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra, komi hún fram. Bæjarstjóri segir hvalveiðibannið risastórt mál í huga Sjálfstæðismanna og gerir fastlega ráð fyrir því að tillagan verði lögð fram ef athugun leiðir í ljós að stjórnsýslulög hafi verið brotin. Óhætt er að segja að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundið hvalveiðibann hafi verið umdeild og er stjórnsýslan í kringum hana meðal annars til athugunar hjá umboðsmanni Alþingis. Svandís svaraði spurningum umboðsmanns fyrir viku en ekki liggur fyrir hvenær álit hans verður birt. Samkvæmt svörum frá embættinu er þó stefnt að því að ákvörðun um endanlegar lyktir málsins liggi fyrir svo fljótt sem unnt er. Sjálfstæðismenn virðast hins vegar hafa kveðið upp sinn dóm þar sem flokksráðsfundur þeirra samþykkti um helgina ályktun sem segir að matvælaráðherra hafi hvorki virt stjórnsýslulög né gætt meðalhófs við ákvörðunina. Elliði Vignisson, bæjarstjóri, sem sótti fundinn telur sjálfur að lög hafi verið brotin og segir málið risastórt í huga Sjálfstæðismanna. „Við höfum alltaf talið það mjög mikilvægt að skapa atvinnulífinu í landinu lagalega umgjörð sem hægt er að vinna eftir. Þess vegna er þetta mjög stórt mál í huga okkar margra að atvinnufrelsið sjálft skuli vera haft svona að pólitískum leiksoppa.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss.vísir/Arnar Halldórsson Elliði telur líklegt að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillagu komist umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að lög hafi verið brotin. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur að minnsta kosti ekkert samtal átt sér stað á milli stjórnarandstöðuflokkanna um slíka tillögu. Titringurinn virðist því jafnvel meiri innan stjórnarflokkanna en utan þeirra. Leggi stjórnarandstaðan ekki fram slíka tillögu, finnst þér að Sjálfstæðismenn ættu að gera það? „Ég hef enga trú á öðru en að vantrauststillagan komi fram frá stjórnarandstöðunni,“ segir Elliði. „Ef ráðherra er fundinn sekur um lögbrot og að hafa fylgt eftir pólitísku stefnumáli sínu gegn lögum í landinu er eðlilegt að það sé látið reyna á það hvort viðkomandi ráðherra njóti trausts Alþingis.“ Í samtali við fréttastofu staðfestir Óli Björn Kárason, þingflokksformaður, að hann hafi á flokksráðsfundinum sagst vilja geta horft í spegil - þegar hann var spurður hvort þingflokkurinn myndi verja Svandísi vantrausti ef til þess kæmi. Inntur eftir svörum um meiningu þess vildi hann ekki tjá sig frekar. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, segir ekki tímabært að taka ákvörðun um það hvort þingflokkurinn myndi verja Svandísi vantrausti ef til þess kæmi. Hún útilokar hvoruga afstöðu og segir að ákvörðunin verði tekin út frá fyrirliggjandi gögnum. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Óhætt er að segja að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundið hvalveiðibann hafi verið umdeild og er stjórnsýslan í kringum hana meðal annars til athugunar hjá umboðsmanni Alþingis. Svandís svaraði spurningum umboðsmanns fyrir viku en ekki liggur fyrir hvenær álit hans verður birt. Samkvæmt svörum frá embættinu er þó stefnt að því að ákvörðun um endanlegar lyktir málsins liggi fyrir svo fljótt sem unnt er. Sjálfstæðismenn virðast hins vegar hafa kveðið upp sinn dóm þar sem flokksráðsfundur þeirra samþykkti um helgina ályktun sem segir að matvælaráðherra hafi hvorki virt stjórnsýslulög né gætt meðalhófs við ákvörðunina. Elliði Vignisson, bæjarstjóri, sem sótti fundinn telur sjálfur að lög hafi verið brotin og segir málið risastórt í huga Sjálfstæðismanna. „Við höfum alltaf talið það mjög mikilvægt að skapa atvinnulífinu í landinu lagalega umgjörð sem hægt er að vinna eftir. Þess vegna er þetta mjög stórt mál í huga okkar margra að atvinnufrelsið sjálft skuli vera haft svona að pólitískum leiksoppa.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss.vísir/Arnar Halldórsson Elliði telur líklegt að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillagu komist umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að lög hafi verið brotin. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur að minnsta kosti ekkert samtal átt sér stað á milli stjórnarandstöðuflokkanna um slíka tillögu. Titringurinn virðist því jafnvel meiri innan stjórnarflokkanna en utan þeirra. Leggi stjórnarandstaðan ekki fram slíka tillögu, finnst þér að Sjálfstæðismenn ættu að gera það? „Ég hef enga trú á öðru en að vantrauststillagan komi fram frá stjórnarandstöðunni,“ segir Elliði. „Ef ráðherra er fundinn sekur um lögbrot og að hafa fylgt eftir pólitísku stefnumáli sínu gegn lögum í landinu er eðlilegt að það sé látið reyna á það hvort viðkomandi ráðherra njóti trausts Alþingis.“ Í samtali við fréttastofu staðfestir Óli Björn Kárason, þingflokksformaður, að hann hafi á flokksráðsfundinum sagst vilja geta horft í spegil - þegar hann var spurður hvort þingflokkurinn myndi verja Svandísi vantrausti ef til þess kæmi. Inntur eftir svörum um meiningu þess vildi hann ekki tjá sig frekar. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, segir ekki tímabært að taka ákvörðun um það hvort þingflokkurinn myndi verja Svandísi vantrausti ef til þess kæmi. Hún útilokar hvoruga afstöðu og segir að ákvörðunin verði tekin út frá fyrirliggjandi gögnum.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira