Þingflokksformaður vill geta horft í spegil Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. ágúst 2023 12:21 Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknar segir ekki tímabært að tjá sig um hvort þingflokkurinn myndi verja Svandísi Svavarsdóttur vantrausti. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segist vilja geta horft í spegil eftir mögulega tillögu. vísir/samett Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðast ekki útiloka stuðning við vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra, komi hún fram. Bæjarstjóri segir hvalveiðibannið risastórt mál í huga Sjálfstæðismanna og gerir fastlega ráð fyrir því að tillagan verði lögð fram ef athugun leiðir í ljós að stjórnsýslulög hafi verið brotin. Óhætt er að segja að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundið hvalveiðibann hafi verið umdeild og er stjórnsýslan í kringum hana meðal annars til athugunar hjá umboðsmanni Alþingis. Svandís svaraði spurningum umboðsmanns fyrir viku en ekki liggur fyrir hvenær álit hans verður birt. Samkvæmt svörum frá embættinu er þó stefnt að því að ákvörðun um endanlegar lyktir málsins liggi fyrir svo fljótt sem unnt er. Sjálfstæðismenn virðast hins vegar hafa kveðið upp sinn dóm þar sem flokksráðsfundur þeirra samþykkti um helgina ályktun sem segir að matvælaráðherra hafi hvorki virt stjórnsýslulög né gætt meðalhófs við ákvörðunina. Elliði Vignisson, bæjarstjóri, sem sótti fundinn telur sjálfur að lög hafi verið brotin og segir málið risastórt í huga Sjálfstæðismanna. „Við höfum alltaf talið það mjög mikilvægt að skapa atvinnulífinu í landinu lagalega umgjörð sem hægt er að vinna eftir. Þess vegna er þetta mjög stórt mál í huga okkar margra að atvinnufrelsið sjálft skuli vera haft svona að pólitískum leiksoppa.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss.vísir/Arnar Halldórsson Elliði telur líklegt að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillagu komist umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að lög hafi verið brotin. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur að minnsta kosti ekkert samtal átt sér stað á milli stjórnarandstöðuflokkanna um slíka tillögu. Titringurinn virðist því jafnvel meiri innan stjórnarflokkanna en utan þeirra. Leggi stjórnarandstaðan ekki fram slíka tillögu, finnst þér að Sjálfstæðismenn ættu að gera það? „Ég hef enga trú á öðru en að vantrauststillagan komi fram frá stjórnarandstöðunni,“ segir Elliði. „Ef ráðherra er fundinn sekur um lögbrot og að hafa fylgt eftir pólitísku stefnumáli sínu gegn lögum í landinu er eðlilegt að það sé látið reyna á það hvort viðkomandi ráðherra njóti trausts Alþingis.“ Í samtali við fréttastofu staðfestir Óli Björn Kárason, þingflokksformaður, að hann hafi á flokksráðsfundinum sagst vilja geta horft í spegil - þegar hann var spurður hvort þingflokkurinn myndi verja Svandísi vantrausti ef til þess kæmi. Inntur eftir svörum um meiningu þess vildi hann ekki tjá sig frekar. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, segir ekki tímabært að taka ákvörðun um það hvort þingflokkurinn myndi verja Svandísi vantrausti ef til þess kæmi. Hún útilokar hvoruga afstöðu og segir að ákvörðunin verði tekin út frá fyrirliggjandi gögnum. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Óhætt er að segja að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundið hvalveiðibann hafi verið umdeild og er stjórnsýslan í kringum hana meðal annars til athugunar hjá umboðsmanni Alþingis. Svandís svaraði spurningum umboðsmanns fyrir viku en ekki liggur fyrir hvenær álit hans verður birt. Samkvæmt svörum frá embættinu er þó stefnt að því að ákvörðun um endanlegar lyktir málsins liggi fyrir svo fljótt sem unnt er. Sjálfstæðismenn virðast hins vegar hafa kveðið upp sinn dóm þar sem flokksráðsfundur þeirra samþykkti um helgina ályktun sem segir að matvælaráðherra hafi hvorki virt stjórnsýslulög né gætt meðalhófs við ákvörðunina. Elliði Vignisson, bæjarstjóri, sem sótti fundinn telur sjálfur að lög hafi verið brotin og segir málið risastórt í huga Sjálfstæðismanna. „Við höfum alltaf talið það mjög mikilvægt að skapa atvinnulífinu í landinu lagalega umgjörð sem hægt er að vinna eftir. Þess vegna er þetta mjög stórt mál í huga okkar margra að atvinnufrelsið sjálft skuli vera haft svona að pólitískum leiksoppa.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss.vísir/Arnar Halldórsson Elliði telur líklegt að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillagu komist umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að lög hafi verið brotin. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur að minnsta kosti ekkert samtal átt sér stað á milli stjórnarandstöðuflokkanna um slíka tillögu. Titringurinn virðist því jafnvel meiri innan stjórnarflokkanna en utan þeirra. Leggi stjórnarandstaðan ekki fram slíka tillögu, finnst þér að Sjálfstæðismenn ættu að gera það? „Ég hef enga trú á öðru en að vantrauststillagan komi fram frá stjórnarandstöðunni,“ segir Elliði. „Ef ráðherra er fundinn sekur um lögbrot og að hafa fylgt eftir pólitísku stefnumáli sínu gegn lögum í landinu er eðlilegt að það sé látið reyna á það hvort viðkomandi ráðherra njóti trausts Alþingis.“ Í samtali við fréttastofu staðfestir Óli Björn Kárason, þingflokksformaður, að hann hafi á flokksráðsfundinum sagst vilja geta horft í spegil - þegar hann var spurður hvort þingflokkurinn myndi verja Svandísi vantrausti ef til þess kæmi. Inntur eftir svörum um meiningu þess vildi hann ekki tjá sig frekar. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, segir ekki tímabært að taka ákvörðun um það hvort þingflokkurinn myndi verja Svandísi vantrausti ef til þess kæmi. Hún útilokar hvoruga afstöðu og segir að ákvörðunin verði tekin út frá fyrirliggjandi gögnum.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira