Þetta var úrskurðað í dag að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu.
Lögreglan greindi frá því í upphafi mánaðar að mennirnir þrír hefðu verið handteknir í lok júní. Einn í landi en tveir um borð í skútu þar sem lagt var hald á tæplega 160 kílógrömm af hassi. Þetta er mesta magn af hassi sem hefur verð haldlagt hér á landi í langan tíma.
Rannsókn málsins er unnin í samvinnu við dönsk og grænlensk lögregluyfirvöld. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsóknina.