Heimir Guðjónsson: Ágætt bara að sleppa með 3-0 Þorsteinn Hjálmsson skrifar 30. ágúst 2023 20:31 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Hulda Margrét „Ég hefði ekki getað gagnrýnt neinn í hálfleik fyrir að leggja sig ekki fram. Við lögðum okkur fram og spiluðum góðan fótbolta, góð færi, en eins og oft áður í sumar erum við sjálfum okkur verstir,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 0-3 tap gegn KA í Kaplakrika í kvöld. FH spilaði vel í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það var liðið 0-2 undir í hálfleik. Heimir var ekki sáttur með sofandahátt sinna manna í aðdraganda þeirra marka. „Við gefum mark þar sem bara er verið að skalla boltann í burtu og við erum ekki klárir í seinni boltann. Svo í staðinn fyrir að brjóta þá hleypum við manninum og þeir eru komnir í yfirtölu og klára það vel. Svo er sterkasti skallamaður KA í lok fyrri hálfleiks frír í einhverjar tíu sekúndur og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Í seinni hálfleik gátum við ekkert,“ sagði Heimir. Heimir og hans teymi ákváðu að gera enga breytingu í hálfleik líkt og gegn Val og ÍBV í undanförnum leikjum þegar staðan hefur verið óhagstæð í hálfleik. „Við ákveðum það að, þó að við værum 2-0 undir og liðið að spila vel, að gera engar breytingar. En við komum bara út í seinni hálfleikinn og vorum aldrei klárir í það sem við ætluðum að gera og þeir bara gengu á lagið og skoruðu eitt mark í viðbót. Þá snerist þetta um að lágmarka skaðann. Miðað við hvernig við vorum í seinni hálfleik var ágætt bara að sleppa með 3-0.“ Aðspurður hvort að hluti af því að lágmarka skaðann væri að taka Kjartan Henry og Gyrði Hrafn, markahæstu menn FH í sumar, út af á 64. Mínútu, þá svaraði Heimir því á þessa leið. „Mér fannst þeir engan veginn í takt við leikinn, hvorki varnarlega né sóknarlega. Báðir frábærir leikmenn en voru ekki að finna sig í dag. Þess vegna ákváðum við að gera þessa breytingu.“ FH vantar stig upp á til að tryggja sig inn í efri hluta deildarinnar fyrir tvískiptingu og hefði því getað gulltryggt það í kvöld. Í stað þess er baráttan um að enda í efri hlutanum orðin æsispennandi en KA getur með sigri á Fylki á sunnudaginn komið sér í efri hlutann á kostnað KR eða FH ef þau lið tapa. „Við vildum klára þetta á okkar heimavelli fyrir framan okkar frábæru áhorfendur en það tókst ekki og þá verðum við bara að undirbúa leikinn í Kópavoginum vel. Blikarnir auðvitað með frábært fótboltalið og við þurfum að vera klárir þar,“ sagði Heimir að lokum en FH mætir Breiðabliki á sunnudaginn. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
FH spilaði vel í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það var liðið 0-2 undir í hálfleik. Heimir var ekki sáttur með sofandahátt sinna manna í aðdraganda þeirra marka. „Við gefum mark þar sem bara er verið að skalla boltann í burtu og við erum ekki klárir í seinni boltann. Svo í staðinn fyrir að brjóta þá hleypum við manninum og þeir eru komnir í yfirtölu og klára það vel. Svo er sterkasti skallamaður KA í lok fyrri hálfleiks frír í einhverjar tíu sekúndur og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Í seinni hálfleik gátum við ekkert,“ sagði Heimir. Heimir og hans teymi ákváðu að gera enga breytingu í hálfleik líkt og gegn Val og ÍBV í undanförnum leikjum þegar staðan hefur verið óhagstæð í hálfleik. „Við ákveðum það að, þó að við værum 2-0 undir og liðið að spila vel, að gera engar breytingar. En við komum bara út í seinni hálfleikinn og vorum aldrei klárir í það sem við ætluðum að gera og þeir bara gengu á lagið og skoruðu eitt mark í viðbót. Þá snerist þetta um að lágmarka skaðann. Miðað við hvernig við vorum í seinni hálfleik var ágætt bara að sleppa með 3-0.“ Aðspurður hvort að hluti af því að lágmarka skaðann væri að taka Kjartan Henry og Gyrði Hrafn, markahæstu menn FH í sumar, út af á 64. Mínútu, þá svaraði Heimir því á þessa leið. „Mér fannst þeir engan veginn í takt við leikinn, hvorki varnarlega né sóknarlega. Báðir frábærir leikmenn en voru ekki að finna sig í dag. Þess vegna ákváðum við að gera þessa breytingu.“ FH vantar stig upp á til að tryggja sig inn í efri hluta deildarinnar fyrir tvískiptingu og hefði því getað gulltryggt það í kvöld. Í stað þess er baráttan um að enda í efri hlutanum orðin æsispennandi en KA getur með sigri á Fylki á sunnudaginn komið sér í efri hlutann á kostnað KR eða FH ef þau lið tapa. „Við vildum klára þetta á okkar heimavelli fyrir framan okkar frábæru áhorfendur en það tókst ekki og þá verðum við bara að undirbúa leikinn í Kópavoginum vel. Blikarnir auðvitað með frábært fótboltalið og við þurfum að vera klárir þar,“ sagði Heimir að lokum en FH mætir Breiðabliki á sunnudaginn.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð