ANSA segir frá því að lestin, sem hafi verið á leið milli Mílanó og Torínó, hafi verið á um 160 kílómetra hraða þegar slysið varð.
Paolo Bodoni, bæjarstjóri í Brandizzo, segir að um mikinn harmleik sé að ræða. Ekki sé hægt að útiloka að um yfirsjón hafi verið að ræða þegar kemur að því að miðla upplýsingum milli viðgerðarteymisins og lestarstjóra.
Fram kemur að tveir samstarfsmenn hinna látnu, þar með talinn verkstjórinn, hafi sloppið ómeiddir.
Rannsókn er hafin á orsökum slyssins.