„Alveg hægt að segja að þetta sé stærsti leikur í sögu félagsins“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2023 12:32 Höskuldur Gunnlaugsson hefur skorað sex mörk í Evrópukeppnum í sumar. vísir/hulda margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, kveðst spenntur fyrir leiknum gegn Struga í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu í dag. Blikar leiða 1-0 eftir fyrri leikinn í Norður-Makedóníu og ef þeir verja forskotið í dag verða þeir fyrsta íslenska liðið til að komast í riðlakeppni í Evrópukeppni. „Það er komin mikil tilhlökkun í mann og spenningurinn alveg farinn að láta finna fyrir sér. Þetta er stór leikur og ég held að það sé alveg hægt að segja að þetta sé stærsti leikur í sögu félagsins, í ljósi þess hvað er undir,“ sagði Höskuldur við Stefán Árna Pálsson. Fyrirliðinn, sem skoraði mark Breiðabliks í fyrri leiknum, er ekki smeykur um að stærð leiksins í dag verði Blikum ofviða. „Nei, auðvitað er maður meðvitaður um að spennustigið sé hátt. Það þýðir ekkert að horfa framhjá því, frekar nýta það til að setja okkur upp á tærnar og vera skarpir og einbeittir. Mér finnst við alltaf vera helvíti beittir og flottir þegar það er mikil pressa og mikið undir,“ sagði Höskuldur sem segir stuðning áhorfenda og heimavöllinn skipta máli í leiknum. „Það munar öllu. Við finnum vel fyrir því þegar það er pakkfull stúka og stuðningur og þegar það heyrist vel í áhorfendum. Það gefur okkur klárlega orku.“ Peningarnir ekki helsti drifkrafturinn Sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar er ekki það eina sem er undir í leiknum í dag heldur einnig hálfur milljarður króna sem sigurvegarinn fær í sinn hlut. Þá hefur verið talað um að leikmenn Breiðabliks fái væna bónusa ef þeir komast áfram. Höskuldur segir að peningarnir séu ekki það helsta sem hvetur Blika áfram. Klippa: Viðtal við Höskuld „Auðvitað er mikið undir fyrir félagið og leikmenn en þetta er alls ekki helsti drifkrafturinn fyrir þetta einvígi. Fyrir okkur, hópinn, er það undir að verða fyrsta liðið til að fara í riðlakeppni í Evrópukeppni. Það drífur mann áfram. Hitt er blásið upp. Ég get alveg sagt það. Það er einkamál innan hópsins og félagsins,“ sagði Höskuldur. Góð áhættustýring Að hans sögn munu Blikar spila sinn leik gegn Struga og sækja til sigurs, þrátt fyrir að vera 1-0 yfir í einvíginu. En þeir munu fara að öllu með gát. „Það er mikilvægt að finna gott jafnvægi. Við verðum að fara í leikinn til að vinna hann en að því sögðu þurfum við að vera með góða áhættustýringu og bjóða ekki upp á skyndisóknir hjá þeim. Þeir eru öflugir í því. Það er að finna þennan milliveg,“ sagði Höskuldur. Viðtalið við Höskuld má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Sjá meira
„Það er komin mikil tilhlökkun í mann og spenningurinn alveg farinn að láta finna fyrir sér. Þetta er stór leikur og ég held að það sé alveg hægt að segja að þetta sé stærsti leikur í sögu félagsins, í ljósi þess hvað er undir,“ sagði Höskuldur við Stefán Árna Pálsson. Fyrirliðinn, sem skoraði mark Breiðabliks í fyrri leiknum, er ekki smeykur um að stærð leiksins í dag verði Blikum ofviða. „Nei, auðvitað er maður meðvitaður um að spennustigið sé hátt. Það þýðir ekkert að horfa framhjá því, frekar nýta það til að setja okkur upp á tærnar og vera skarpir og einbeittir. Mér finnst við alltaf vera helvíti beittir og flottir þegar það er mikil pressa og mikið undir,“ sagði Höskuldur sem segir stuðning áhorfenda og heimavöllinn skipta máli í leiknum. „Það munar öllu. Við finnum vel fyrir því þegar það er pakkfull stúka og stuðningur og þegar það heyrist vel í áhorfendum. Það gefur okkur klárlega orku.“ Peningarnir ekki helsti drifkrafturinn Sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar er ekki það eina sem er undir í leiknum í dag heldur einnig hálfur milljarður króna sem sigurvegarinn fær í sinn hlut. Þá hefur verið talað um að leikmenn Breiðabliks fái væna bónusa ef þeir komast áfram. Höskuldur segir að peningarnir séu ekki það helsta sem hvetur Blika áfram. Klippa: Viðtal við Höskuld „Auðvitað er mikið undir fyrir félagið og leikmenn en þetta er alls ekki helsti drifkrafturinn fyrir þetta einvígi. Fyrir okkur, hópinn, er það undir að verða fyrsta liðið til að fara í riðlakeppni í Evrópukeppni. Það drífur mann áfram. Hitt er blásið upp. Ég get alveg sagt það. Það er einkamál innan hópsins og félagsins,“ sagði Höskuldur. Góð áhættustýring Að hans sögn munu Blikar spila sinn leik gegn Struga og sækja til sigurs, þrátt fyrir að vera 1-0 yfir í einvíginu. En þeir munu fara að öllu með gát. „Það er mikilvægt að finna gott jafnvægi. Við verðum að fara í leikinn til að vinna hann en að því sögðu þurfum við að vera með góða áhættustýringu og bjóða ekki upp á skyndisóknir hjá þeim. Þeir eru öflugir í því. Það er að finna þennan milliveg,“ sagði Höskuldur. Viðtalið við Höskuld má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Sjá meira