„Alveg hægt að segja að þetta sé stærsti leikur í sögu félagsins“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2023 12:32 Höskuldur Gunnlaugsson hefur skorað sex mörk í Evrópukeppnum í sumar. vísir/hulda margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, kveðst spenntur fyrir leiknum gegn Struga í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu í dag. Blikar leiða 1-0 eftir fyrri leikinn í Norður-Makedóníu og ef þeir verja forskotið í dag verða þeir fyrsta íslenska liðið til að komast í riðlakeppni í Evrópukeppni. „Það er komin mikil tilhlökkun í mann og spenningurinn alveg farinn að láta finna fyrir sér. Þetta er stór leikur og ég held að það sé alveg hægt að segja að þetta sé stærsti leikur í sögu félagsins, í ljósi þess hvað er undir,“ sagði Höskuldur við Stefán Árna Pálsson. Fyrirliðinn, sem skoraði mark Breiðabliks í fyrri leiknum, er ekki smeykur um að stærð leiksins í dag verði Blikum ofviða. „Nei, auðvitað er maður meðvitaður um að spennustigið sé hátt. Það þýðir ekkert að horfa framhjá því, frekar nýta það til að setja okkur upp á tærnar og vera skarpir og einbeittir. Mér finnst við alltaf vera helvíti beittir og flottir þegar það er mikil pressa og mikið undir,“ sagði Höskuldur sem segir stuðning áhorfenda og heimavöllinn skipta máli í leiknum. „Það munar öllu. Við finnum vel fyrir því þegar það er pakkfull stúka og stuðningur og þegar það heyrist vel í áhorfendum. Það gefur okkur klárlega orku.“ Peningarnir ekki helsti drifkrafturinn Sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar er ekki það eina sem er undir í leiknum í dag heldur einnig hálfur milljarður króna sem sigurvegarinn fær í sinn hlut. Þá hefur verið talað um að leikmenn Breiðabliks fái væna bónusa ef þeir komast áfram. Höskuldur segir að peningarnir séu ekki það helsta sem hvetur Blika áfram. Klippa: Viðtal við Höskuld „Auðvitað er mikið undir fyrir félagið og leikmenn en þetta er alls ekki helsti drifkrafturinn fyrir þetta einvígi. Fyrir okkur, hópinn, er það undir að verða fyrsta liðið til að fara í riðlakeppni í Evrópukeppni. Það drífur mann áfram. Hitt er blásið upp. Ég get alveg sagt það. Það er einkamál innan hópsins og félagsins,“ sagði Höskuldur. Góð áhættustýring Að hans sögn munu Blikar spila sinn leik gegn Struga og sækja til sigurs, þrátt fyrir að vera 1-0 yfir í einvíginu. En þeir munu fara að öllu með gát. „Það er mikilvægt að finna gott jafnvægi. Við verðum að fara í leikinn til að vinna hann en að því sögðu þurfum við að vera með góða áhættustýringu og bjóða ekki upp á skyndisóknir hjá þeim. Þeir eru öflugir í því. Það er að finna þennan milliveg,“ sagði Höskuldur. Viðtalið við Höskuld má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Sjá meira
„Það er komin mikil tilhlökkun í mann og spenningurinn alveg farinn að láta finna fyrir sér. Þetta er stór leikur og ég held að það sé alveg hægt að segja að þetta sé stærsti leikur í sögu félagsins, í ljósi þess hvað er undir,“ sagði Höskuldur við Stefán Árna Pálsson. Fyrirliðinn, sem skoraði mark Breiðabliks í fyrri leiknum, er ekki smeykur um að stærð leiksins í dag verði Blikum ofviða. „Nei, auðvitað er maður meðvitaður um að spennustigið sé hátt. Það þýðir ekkert að horfa framhjá því, frekar nýta það til að setja okkur upp á tærnar og vera skarpir og einbeittir. Mér finnst við alltaf vera helvíti beittir og flottir þegar það er mikil pressa og mikið undir,“ sagði Höskuldur sem segir stuðning áhorfenda og heimavöllinn skipta máli í leiknum. „Það munar öllu. Við finnum vel fyrir því þegar það er pakkfull stúka og stuðningur og þegar það heyrist vel í áhorfendum. Það gefur okkur klárlega orku.“ Peningarnir ekki helsti drifkrafturinn Sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar er ekki það eina sem er undir í leiknum í dag heldur einnig hálfur milljarður króna sem sigurvegarinn fær í sinn hlut. Þá hefur verið talað um að leikmenn Breiðabliks fái væna bónusa ef þeir komast áfram. Höskuldur segir að peningarnir séu ekki það helsta sem hvetur Blika áfram. Klippa: Viðtal við Höskuld „Auðvitað er mikið undir fyrir félagið og leikmenn en þetta er alls ekki helsti drifkrafturinn fyrir þetta einvígi. Fyrir okkur, hópinn, er það undir að verða fyrsta liðið til að fara í riðlakeppni í Evrópukeppni. Það drífur mann áfram. Hitt er blásið upp. Ég get alveg sagt það. Það er einkamál innan hópsins og félagsins,“ sagði Höskuldur. Góð áhættustýring Að hans sögn munu Blikar spila sinn leik gegn Struga og sækja til sigurs, þrátt fyrir að vera 1-0 yfir í einvíginu. En þeir munu fara að öllu með gát. „Það er mikilvægt að finna gott jafnvægi. Við verðum að fara í leikinn til að vinna hann en að því sögðu þurfum við að vera með góða áhættustýringu og bjóða ekki upp á skyndisóknir hjá þeim. Þeir eru öflugir í því. Það er að finna þennan milliveg,“ sagði Höskuldur. Viðtalið við Höskuld má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Sjá meira