Skoðun

Hval­veiðar eru náttúru­glæpur

Berglind Pétursdóttir skrifar

Það er ótrúlega stór hluti af okkar sjálfsmynd þessi hugmynd um fiskveiðiþjóðina og hvernig hafið hefur haldið í okkur lífi í gegnum aldirnar. Og það er ótrúlega fallegt og ég held að flestir íslendingar séu sammála um það. En við erum ekki hvalveiðiþjóð og kannski er þetta okkar tækifæri á að gefa eitthvað til baka til náttúrunnar, að sleppa þessum ótrúlega tilgangslausu veiðum. Samferðarmenn okkar sem sigla um á risavöxnu skipi og skjóta og pína hvali halda því fram að þeir séu að gera það af því að hvalir mengi á við ákveðinn fjölda bíla. Og ef það eru rökin sem við erum að hlusta á í náttúruvernd þá held ég að við séum á rangri leið. Það er bara einn raunhæfur kostur í þessari stöðu og það er að mótmæla þessum náttúruglæpum því við getum verið best í heimi í náttúruvernd, eins og öllu öðru.

Höfundur er dagskrárgerðarkona og textahöfundur.




Skoðun

Sjá meira


×