Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Jón Þór Stefánsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 31. ágúst 2023 14:45 Katrín og Bjarni voru sammála um að málið hefði ekki ógnað ríkisstjórnarsamtarfinu, þó það hafi verið umdeilt. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. „Ráðherra byggir ákvörðun sína á á faglegum og málefnalegum forsendum,“ segir Katrín í samtali við Vísi.„Hún gerir það skýrt að sjónarmið dýravelferðar séu tekin til greina sem er orðið löngu tímabært.“ Spurð um hvort ákvörðunin hafi bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu svarar Katrín neitandi, og bætir við að viðfangsefni stjórnarinnar séu talsvert stærri. „Þó að það þessi mál séu umdeild, og skiptar skoðanir á þeim meðal ríkisstjórnarflokkanna, þá heyrði maður á flokksráðsfundi okkar og hjá Sjálfstæðisflokknum að það er einlægur vilji til að halda áfram þessu samstarfi.“ segir Katrín. „Látum ekki stilla okkur upp við vegg og hóta okkur“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ákvörðun Svandísar varðandi áframhaldandi hvalveiðar vera ágætlega rökstudda. Sjálfstæðismenn hafi gert athugasemdir varðandi það hvernig staðið hafi verið að fyrri ákvörðun Svandísar en nú sé búið að taka aðra ákvörðun. Í samtali við Vísi var Barni spurður út í mögulega sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi verði hvalveiðar ekki bannaðar. Hann sagði slíkt ekki eiga að hafa áhrif á ákvörðun sem þessa. „Ég er þeirrar skoðunar að við tökum okkar eigin ákvarðanir. Við látum ekki stilla okkur upp við vegg og hóta okkur,“ segir Bjarni sem bendir á að hvalveiðar eigi sér langa sögu hér á landi. Því finnst honum mikilvægt að þjóðin taki ákvörðun um þetta sjálf. Bjarni talaði á svipuðum nótum varðandi það hvort málið hafi ógnað ríkisstjórninni. Hann taldi svo ekki vera. Hins vegar hafi málið verið alvarlegt engu að síður. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra tjáði sig einnig um ákvörðunina. Hann segist fagna ákvörðuninni og er ánægður að með henni sé mikilli óvissu eytt. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Möguleg sniðganga Hollywood hræsni í augum Vilhjálms Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist orðlaus yfir mögulegri sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi vegna hvalveiða. Hann sakar stjörnurnar um hræsni og telur að þær ættu frekar að leysa vandamál eigin lands áður en þær skipti sér að málum Íslands. 31. ágúst 2023 09:31 „Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Ráðherra byggir ákvörðun sína á á faglegum og málefnalegum forsendum,“ segir Katrín í samtali við Vísi.„Hún gerir það skýrt að sjónarmið dýravelferðar séu tekin til greina sem er orðið löngu tímabært.“ Spurð um hvort ákvörðunin hafi bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu svarar Katrín neitandi, og bætir við að viðfangsefni stjórnarinnar séu talsvert stærri. „Þó að það þessi mál séu umdeild, og skiptar skoðanir á þeim meðal ríkisstjórnarflokkanna, þá heyrði maður á flokksráðsfundi okkar og hjá Sjálfstæðisflokknum að það er einlægur vilji til að halda áfram þessu samstarfi.“ segir Katrín. „Látum ekki stilla okkur upp við vegg og hóta okkur“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ákvörðun Svandísar varðandi áframhaldandi hvalveiðar vera ágætlega rökstudda. Sjálfstæðismenn hafi gert athugasemdir varðandi það hvernig staðið hafi verið að fyrri ákvörðun Svandísar en nú sé búið að taka aðra ákvörðun. Í samtali við Vísi var Barni spurður út í mögulega sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi verði hvalveiðar ekki bannaðar. Hann sagði slíkt ekki eiga að hafa áhrif á ákvörðun sem þessa. „Ég er þeirrar skoðunar að við tökum okkar eigin ákvarðanir. Við látum ekki stilla okkur upp við vegg og hóta okkur,“ segir Bjarni sem bendir á að hvalveiðar eigi sér langa sögu hér á landi. Því finnst honum mikilvægt að þjóðin taki ákvörðun um þetta sjálf. Bjarni talaði á svipuðum nótum varðandi það hvort málið hafi ógnað ríkisstjórninni. Hann taldi svo ekki vera. Hins vegar hafi málið verið alvarlegt engu að síður. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra tjáði sig einnig um ákvörðunina. Hann segist fagna ákvörðuninni og er ánægður að með henni sé mikilli óvissu eytt.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Möguleg sniðganga Hollywood hræsni í augum Vilhjálms Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist orðlaus yfir mögulegri sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi vegna hvalveiða. Hann sakar stjörnurnar um hræsni og telur að þær ættu frekar að leysa vandamál eigin lands áður en þær skipti sér að málum Íslands. 31. ágúst 2023 09:31 „Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Möguleg sniðganga Hollywood hræsni í augum Vilhjálms Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist orðlaus yfir mögulegri sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi vegna hvalveiða. Hann sakar stjörnurnar um hræsni og telur að þær ættu frekar að leysa vandamál eigin lands áður en þær skipti sér að málum Íslands. 31. ágúst 2023 09:31
„Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35