Fjársjóður hafsins Rúnar Magni Jónsson skrifar 1. september 2023 09:01 Íslendingar hafa löngum verið meðvitaðir um möguleika á sjálfbærri öflun, ræktun og vinnslu á þörungum. Á undanförnum misserum hefur komið enn frekar í ljós hversu mikil tækifæri leynast undir yfirborði sjávar. Við strendur landsins er mikið magn af villtum þörungum ásamt því að skilyrði á Íslandi eru einstaklega góð til ræktunar á þörungum, bæði á láði og legi. Þrátt fyrir það erum við aðeins nýfarin að sækja inn á ört stækkandi markað þörunga í heiminum. Í nýlegri skýrslu frá World Bank um sjávarþörunga er spáð miklum vexti í geiranum á næstu árum. Þörungar skiptast í tvær tegundir, stórþörunga sem eru þang og þari unnin beint úr sjónum, bæði úr þörungaeldi og sem villtur gróður, og smáþörunga sem eru ræktaðir á landi. Án þess að við séum meðvituð um það þá er verið að nýta þörungaafurðir í fjölda vara s.s. íblöndunarefni í matvæli, fæðubótarefni, dýrafóður, áburð, snyrtivörur, plast, pappa, efnavöru og margt fleira. Þannig felast í ræktun og eldi þörunga gríðarlegir möguleikar til nýsköpunar. Heildarframleiðsla þörunga á heimsvísu samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) er um 36 milljónir tonna, þar af eru 35 milljónir tonna úr ræktun. Kína er þar langstærst ásamt öðrum Asíulöndum en Kanada og Bandaríkin hafa verið að sækja í sig veðrið. Evrópusambandið gerir ráð fyrir að samskonar framleiðsla í Evrópu muni vaxa úr 300.000 tonnum á ári í 8 milljónir tonna á ári árið 2030 og að virði markaðarins í Evrópu verði í kringum 9,3 milljarða evra sama ár. Í skýrslu frá Matvælaráðuneytinu frá því í febrúar á þessu ári kemur fram að tækifæri Íslands til að taka þátt í þessum vexti séu mikil. Íslensk fyrirtæki líkt og Vaxa Technologies og Algalíf eru nú þegar í fremstu röð á heimsvísu þegar kemur að ræktun og þróun á smáþörungum en einstakar aðstæður hér á landi, sem lúta að jarðvarma, hreinum og köldum sjó, hreinu vatni og grænni orku, gera Ísland að ákjósanlegum stað fyrir slíka ræktun. Þegar kemur að því að rækta sjávarþörunga í sjó hefur skort umgjörð og regluverk hér á landi. Þegar litið er til nágrannaþjóða okkar þá veittu Norðmenn fyrstu tilraunaleyfi til þörungaræktunar í sjó árið 2009 og í Færeyjum árið 2011. Útlit er þó fyrir að á næstu misserum verði gerð bragabót þar á sem mun flýta fyrir framþróun greinarinnar hér á landi. Grænu akrarnir í sjónum við landið geyma margar milljónir tonna af ónýttu hráefni í formi stórþörunga sem frumkvöðlar hér á landi sjá mikil tækifæri í að nýta með sjálfbærum hætti. Sjávarþörunga höfum við frá landnámi verið að nýta og Þörungaverksmiðjan á Reykhólum hefur verið starfrækt samfleytt í nærri 40 ár en þess utan hefur nýting sjávarþörunga verið í mjög litlum mæli. Til að setja hlutina í samhengi þá var útflutningur árið 2022 á villtum sjávarafurðum frá Íslandi í kringum 1 milljón tonn og sjóeldisafurða um 40.000 tonn. Þörungar gætu þannig myndað þriðju stoðina við nýtingu sjávarafurða hér við land en eins ótrúlega og það hljómar þá uppfyllir hafsvæði jarðar innan við 3% af fæðuþörf heimsins en þekur yfir 70% af yfirborðinu. Þegar þörungar eru skoðaðir betur kemur í ljós að þetta er einstaklega umhverfisvænn iðnaður sem stuðlar að bindingu kolefnis, bæði með framleiðslu á þörungunum sjálfum, en einnig með afleiddum vörum. Ef fram heldur sem horfir er áætlað að þörungaframleiðsla í Evrópu stuðli að minnkuðu kolefnisspori um meira en 5 milljónir tonna og bindingu á um 20 þúsund tonnum af kolefni og 2 þúsund tonnum af fosfór árlega. Þörungarnir sjálfir binda rúmlega 20 sinnum meira magn af kolefni en sambærilegt jarðnæði skóga á landi og afurðir þörungaræktunar eru vel til þess fallnar að minnka kolefnisspor annars iðnaðar. Ýmis nýsköpunarfyrirtæki í þörungaræktun og vinnslu hafa sprottið upp og hreiðrað um sig, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðinni. Aðstæður til ræktunar og vinnslu þara og þangs virðast vera hagfelldar allt í kringum landið og því ekki ólíklegt að nýsköpunarfyrirtæki í þessum geira spretti upp víða með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á efnahags- og mannlíf á svæðinu. Arion banki vill taka þátt í þessari uppbyggingu og hefur aukin þekking innan bankans á ræktun og vinnslu þörunga opnað augun fyrir miklum tækifærum í iðnaðinum. Nýverið fór fram afar vel heppnuð alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík sem hafði þörunga, þörungaræktun og vörur framleiddar úr þörungum að umfjöllunarefni og voru þátttakendurnir margir af helstu sérfræðingum þörungaræktunar í heiminum sem og fulltrúar frá þeim fyrirtækjum, innlendum sem erlendum, sem lifa og hrærast í þessum heimi. Markmið Arctic Algae ráðstefnunnar var vissulega að fræða en ekki síður að taka stöðuna á þessum vaxandi iðnaði hér á landi. Ráðstefnan er markvert framlag til stefnumótunar og ákvörðunar varðandi næstu skref hér á landi. Við hjá Arion banka erum stolt af því að hafa verið styrktaraðili ráðstefnunnar sem hefur vonandi opnað augu landsmanna fyrir því að fjársjóðskista hafsins bíði okkar í formi stórþörunga og að náttúruauðlindir landsins setji okkur í fremstu röð við ræktun smáþörunga. Höfundur er forstöðumaður á fyrirtækjasviði Arion banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa löngum verið meðvitaðir um möguleika á sjálfbærri öflun, ræktun og vinnslu á þörungum. Á undanförnum misserum hefur komið enn frekar í ljós hversu mikil tækifæri leynast undir yfirborði sjávar. Við strendur landsins er mikið magn af villtum þörungum ásamt því að skilyrði á Íslandi eru einstaklega góð til ræktunar á þörungum, bæði á láði og legi. Þrátt fyrir það erum við aðeins nýfarin að sækja inn á ört stækkandi markað þörunga í heiminum. Í nýlegri skýrslu frá World Bank um sjávarþörunga er spáð miklum vexti í geiranum á næstu árum. Þörungar skiptast í tvær tegundir, stórþörunga sem eru þang og þari unnin beint úr sjónum, bæði úr þörungaeldi og sem villtur gróður, og smáþörunga sem eru ræktaðir á landi. Án þess að við séum meðvituð um það þá er verið að nýta þörungaafurðir í fjölda vara s.s. íblöndunarefni í matvæli, fæðubótarefni, dýrafóður, áburð, snyrtivörur, plast, pappa, efnavöru og margt fleira. Þannig felast í ræktun og eldi þörunga gríðarlegir möguleikar til nýsköpunar. Heildarframleiðsla þörunga á heimsvísu samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) er um 36 milljónir tonna, þar af eru 35 milljónir tonna úr ræktun. Kína er þar langstærst ásamt öðrum Asíulöndum en Kanada og Bandaríkin hafa verið að sækja í sig veðrið. Evrópusambandið gerir ráð fyrir að samskonar framleiðsla í Evrópu muni vaxa úr 300.000 tonnum á ári í 8 milljónir tonna á ári árið 2030 og að virði markaðarins í Evrópu verði í kringum 9,3 milljarða evra sama ár. Í skýrslu frá Matvælaráðuneytinu frá því í febrúar á þessu ári kemur fram að tækifæri Íslands til að taka þátt í þessum vexti séu mikil. Íslensk fyrirtæki líkt og Vaxa Technologies og Algalíf eru nú þegar í fremstu röð á heimsvísu þegar kemur að ræktun og þróun á smáþörungum en einstakar aðstæður hér á landi, sem lúta að jarðvarma, hreinum og köldum sjó, hreinu vatni og grænni orku, gera Ísland að ákjósanlegum stað fyrir slíka ræktun. Þegar kemur að því að rækta sjávarþörunga í sjó hefur skort umgjörð og regluverk hér á landi. Þegar litið er til nágrannaþjóða okkar þá veittu Norðmenn fyrstu tilraunaleyfi til þörungaræktunar í sjó árið 2009 og í Færeyjum árið 2011. Útlit er þó fyrir að á næstu misserum verði gerð bragabót þar á sem mun flýta fyrir framþróun greinarinnar hér á landi. Grænu akrarnir í sjónum við landið geyma margar milljónir tonna af ónýttu hráefni í formi stórþörunga sem frumkvöðlar hér á landi sjá mikil tækifæri í að nýta með sjálfbærum hætti. Sjávarþörunga höfum við frá landnámi verið að nýta og Þörungaverksmiðjan á Reykhólum hefur verið starfrækt samfleytt í nærri 40 ár en þess utan hefur nýting sjávarþörunga verið í mjög litlum mæli. Til að setja hlutina í samhengi þá var útflutningur árið 2022 á villtum sjávarafurðum frá Íslandi í kringum 1 milljón tonn og sjóeldisafurða um 40.000 tonn. Þörungar gætu þannig myndað þriðju stoðina við nýtingu sjávarafurða hér við land en eins ótrúlega og það hljómar þá uppfyllir hafsvæði jarðar innan við 3% af fæðuþörf heimsins en þekur yfir 70% af yfirborðinu. Þegar þörungar eru skoðaðir betur kemur í ljós að þetta er einstaklega umhverfisvænn iðnaður sem stuðlar að bindingu kolefnis, bæði með framleiðslu á þörungunum sjálfum, en einnig með afleiddum vörum. Ef fram heldur sem horfir er áætlað að þörungaframleiðsla í Evrópu stuðli að minnkuðu kolefnisspori um meira en 5 milljónir tonna og bindingu á um 20 þúsund tonnum af kolefni og 2 þúsund tonnum af fosfór árlega. Þörungarnir sjálfir binda rúmlega 20 sinnum meira magn af kolefni en sambærilegt jarðnæði skóga á landi og afurðir þörungaræktunar eru vel til þess fallnar að minnka kolefnisspor annars iðnaðar. Ýmis nýsköpunarfyrirtæki í þörungaræktun og vinnslu hafa sprottið upp og hreiðrað um sig, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðinni. Aðstæður til ræktunar og vinnslu þara og þangs virðast vera hagfelldar allt í kringum landið og því ekki ólíklegt að nýsköpunarfyrirtæki í þessum geira spretti upp víða með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á efnahags- og mannlíf á svæðinu. Arion banki vill taka þátt í þessari uppbyggingu og hefur aukin þekking innan bankans á ræktun og vinnslu þörunga opnað augun fyrir miklum tækifærum í iðnaðinum. Nýverið fór fram afar vel heppnuð alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík sem hafði þörunga, þörungaræktun og vörur framleiddar úr þörungum að umfjöllunarefni og voru þátttakendurnir margir af helstu sérfræðingum þörungaræktunar í heiminum sem og fulltrúar frá þeim fyrirtækjum, innlendum sem erlendum, sem lifa og hrærast í þessum heimi. Markmið Arctic Algae ráðstefnunnar var vissulega að fræða en ekki síður að taka stöðuna á þessum vaxandi iðnaði hér á landi. Ráðstefnan er markvert framlag til stefnumótunar og ákvörðunar varðandi næstu skref hér á landi. Við hjá Arion banka erum stolt af því að hafa verið styrktaraðili ráðstefnunnar sem hefur vonandi opnað augu landsmanna fyrir því að fjársjóðskista hafsins bíði okkar í formi stórþörunga og að náttúruauðlindir landsins setji okkur í fremstu röð við ræktun smáþörunga. Höfundur er forstöðumaður á fyrirtækjasviði Arion banka.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun