„Svona hús fer ekki í sölu á hverjum degi“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. ágúst 2023 17:12 Ólíkir heimar mættust í húsinu á Hverfisgötu sem hýsti bæði athvarf Framsóknarflokksins og skemmtistaðarins Miami. vísir/vilhelm Hús Framsóknarflokksins að Hverfisgötu 33 hefur verið skráð á ný til sölu. Húsið, sem er í meirihlutaeigu flokksins, hefur verið falt í rúm fjögur ár. Á fasteignavef Vísis kemur fram að fasteignamat efri hæða, sem eru í eigu flokksins, séu 465 fermetrar og er fasteignamatið 303 milljónir króna. Húsið var byggt árið 1965 en Framsóknarflokkurinn eignaðist húsið árið 1998. Áður hefur verið fjallað um sögu hússins og eignarhald þar sem fram kom að eigendur að rúmlega fimm prósentum hlutafjár í félaginu Skúlagarði hf., sem átti höfuðstöðvar Framsóknarflokksins, séu farnir yfir móðuna miklu. Árið 2016 voru skráðir hluthafar í félaginu á fjórða hundrað. Meðal skráðra eigenda voru til að mynda Steingrímur Hermannsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Halldór E. Sigurðsson fyrrverandi þingmenn og ráðherrar flokksins. Helgi Héðinsson framkvæmdastjóri flokksins segir að búið sé að greiða úr eignarhaldi í dag. „Þetta er nánast eingöngu í eigu flokksins,“ segir Helgi í samtali við Vísi. „Það er búið að taka töluvert til í þessu.“ „Við höfum verið með þetta til sölu af og á, frá árinu 2019. Það er ekki fyrr en núna sem eignin er til sölu í heilu lagi.“ Samkvæmt núverandi auglýsingu er reiknað með að kaupandi geti eignast allt húsið. Skemmtistaðurinn Miami var rekinn á neðri hæð hússins en staðnum var lokað í júlí á síðasta ári. „Planið er að losa þessa eign. Aðgengismál eru ekki nógu heppileg og húsið hentar okkur ekki nógu vel. Planið er að selja þessa eign, það er nokkur áhugi núna og þegar það fer í gegn er næsta skref að finna okkur heppilegt húsnæði. Þetta er mjög álitleg eign og spennandi tækifæri til að gera ýmislegt. Heilt hús í miðbænum, rúmir átta hundruð fermetrar, svona hús fer ekki í sölu á hverjum degi,“ segir Helgi að lokum. Framsóknarflokkurinn Reykjavík Veitingastaðir Hús og heimili Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Sjá meira
Á fasteignavef Vísis kemur fram að fasteignamat efri hæða, sem eru í eigu flokksins, séu 465 fermetrar og er fasteignamatið 303 milljónir króna. Húsið var byggt árið 1965 en Framsóknarflokkurinn eignaðist húsið árið 1998. Áður hefur verið fjallað um sögu hússins og eignarhald þar sem fram kom að eigendur að rúmlega fimm prósentum hlutafjár í félaginu Skúlagarði hf., sem átti höfuðstöðvar Framsóknarflokksins, séu farnir yfir móðuna miklu. Árið 2016 voru skráðir hluthafar í félaginu á fjórða hundrað. Meðal skráðra eigenda voru til að mynda Steingrímur Hermannsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Halldór E. Sigurðsson fyrrverandi þingmenn og ráðherrar flokksins. Helgi Héðinsson framkvæmdastjóri flokksins segir að búið sé að greiða úr eignarhaldi í dag. „Þetta er nánast eingöngu í eigu flokksins,“ segir Helgi í samtali við Vísi. „Það er búið að taka töluvert til í þessu.“ „Við höfum verið með þetta til sölu af og á, frá árinu 2019. Það er ekki fyrr en núna sem eignin er til sölu í heilu lagi.“ Samkvæmt núverandi auglýsingu er reiknað með að kaupandi geti eignast allt húsið. Skemmtistaðurinn Miami var rekinn á neðri hæð hússins en staðnum var lokað í júlí á síðasta ári. „Planið er að losa þessa eign. Aðgengismál eru ekki nógu heppileg og húsið hentar okkur ekki nógu vel. Planið er að selja þessa eign, það er nokkur áhugi núna og þegar það fer í gegn er næsta skref að finna okkur heppilegt húsnæði. Þetta er mjög álitleg eign og spennandi tækifæri til að gera ýmislegt. Heilt hús í miðbænum, rúmir átta hundruð fermetrar, svona hús fer ekki í sölu á hverjum degi,“ segir Helgi að lokum.
Framsóknarflokkurinn Reykjavík Veitingastaðir Hús og heimili Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Sjá meira