Valgeir Lunddal í Evrópudeildina á meðan Hákon Arnar fer í Sambandsdeildina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2023 21:31 Hákon Arnar Haraldsson í leik með Lille. Vísir/Getty Í kvöld kom í ljós hvaða lið komust í riðlakeppni Evrópu- og Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Fyrr í kvöld tryggði Breiðablik sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en nú er öllum leikjum kvöldsins lokið. Valgeir Lunddal Friðriksson var í byrjunarliði Svíþjóðarmeistara Häcken þegar liðið lagði Aberdeen 3-1 í Skotlandi. Undir var sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og Häcken vann því einvígið 5-3. Valgeir Lunddal var tekinn af velli á 62. mínútu en hann fékk gult spjald þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum. @europaleague #bkhäcken pic.twitter.com/0qpOJDHir4— BK Häcken (@bkhackenofcl) August 31, 2023 Hákon Arnar Haraldsson hóf leik á varamannabekk Lille þegar franska félagið sótti Rijeka heim í Króatíu. Hann kom inn af bekknum á 87. mínútu en þá var staðan 1-0 Rijeka í vil og staðan jöfn 1-1 í einvíginu. Staðan var 1-0 að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Þar skoraði Jonathan David og tryggði Lille sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. David hafði skorað í venjulegum leiktíma en það mark var dæmt af vegna rangstöðu. Full-time. After a hard fought battle against @NKRijeka we've qualified for the @europacnfleague! We'll be back tomorrow with the draw! 1-1 | #HNKRLOSC pic.twitter.com/PhBQlBHXzW— LOSC (@LOSC_EN) August 31, 2023 Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Midtjylland sem sótti Legia frá Póllandi heim. Fyrri leik liðanna lauk með 3-3 jafntefli og því þurftu Sverrir Ingi og félagar á sigri að halda til að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Leik kvöldsins lauk með 1-1 jafntefli og því þurfti að framlengja. Sverrir Ingi var tekinn af velli í upphafi framlengingar. Þar sem hvorugu liðinu tókst að skora þurfti að útkljá einvígið í vítaspyrnukeppni. Þar hafði Legia betur og er því komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Alfons Sampsted lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar þegar Twente tapaði 0-1 á heimavelli fyrir Fenerbahçe í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Gestirnir frá Tyrklandi unnu fyrri leik liðanna 5-1 og því einvígið svo gott sem búið þegar flautað var til leiks í kvöld. KÍ Klaksvík fer í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir tap gegn Sheriff Tiraspol í kvöld. Lokatölur leiksins 2-1 Sheriff í vil sem þýðir að Sheriff vann einvígið 3-2 og fer í Evrópudeildina. Luc Kassi skoraði mark Klaksvíkur eftir stoðsendingu frá Árna Fredriksberg. It's been a fun (and long) run... and we're not done! https://t.co/Q9zq2MWIHO— KÍ (@KI_Klaksvik) August 31, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Valgeir Lunddal Friðriksson var í byrjunarliði Svíþjóðarmeistara Häcken þegar liðið lagði Aberdeen 3-1 í Skotlandi. Undir var sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og Häcken vann því einvígið 5-3. Valgeir Lunddal var tekinn af velli á 62. mínútu en hann fékk gult spjald þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum. @europaleague #bkhäcken pic.twitter.com/0qpOJDHir4— BK Häcken (@bkhackenofcl) August 31, 2023 Hákon Arnar Haraldsson hóf leik á varamannabekk Lille þegar franska félagið sótti Rijeka heim í Króatíu. Hann kom inn af bekknum á 87. mínútu en þá var staðan 1-0 Rijeka í vil og staðan jöfn 1-1 í einvíginu. Staðan var 1-0 að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Þar skoraði Jonathan David og tryggði Lille sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. David hafði skorað í venjulegum leiktíma en það mark var dæmt af vegna rangstöðu. Full-time. After a hard fought battle against @NKRijeka we've qualified for the @europacnfleague! We'll be back tomorrow with the draw! 1-1 | #HNKRLOSC pic.twitter.com/PhBQlBHXzW— LOSC (@LOSC_EN) August 31, 2023 Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Midtjylland sem sótti Legia frá Póllandi heim. Fyrri leik liðanna lauk með 3-3 jafntefli og því þurftu Sverrir Ingi og félagar á sigri að halda til að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Leik kvöldsins lauk með 1-1 jafntefli og því þurfti að framlengja. Sverrir Ingi var tekinn af velli í upphafi framlengingar. Þar sem hvorugu liðinu tókst að skora þurfti að útkljá einvígið í vítaspyrnukeppni. Þar hafði Legia betur og er því komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Alfons Sampsted lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar þegar Twente tapaði 0-1 á heimavelli fyrir Fenerbahçe í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Gestirnir frá Tyrklandi unnu fyrri leik liðanna 5-1 og því einvígið svo gott sem búið þegar flautað var til leiks í kvöld. KÍ Klaksvík fer í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir tap gegn Sheriff Tiraspol í kvöld. Lokatölur leiksins 2-1 Sheriff í vil sem þýðir að Sheriff vann einvígið 3-2 og fer í Evrópudeildina. Luc Kassi skoraði mark Klaksvíkur eftir stoðsendingu frá Árna Fredriksberg. It's been a fun (and long) run... and we're not done! https://t.co/Q9zq2MWIHO— KÍ (@KI_Klaksvik) August 31, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira