Kókaínpar hafnaði samverknaði þrátt fyrir heilmikil samskipti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2023 16:00 Fólkið flaug frá Madrid á Spáni þann 23. apríl síðastliðinn. Unsplash/Emilio Garcia Erlendur karlmaður og erlend kona hafa verið dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á kókaíni til landsins. Fólkið játaði brot sitt en hafnaði að um samverknað hefði verið að ræða. Samverknaður kemur til þyngingar við brot á lögum. Angelo Mohamed Sagastegui Mazuelo og Leslie Lisbeth Linares Villanueva kom til landsins með flugi frá Madrid þann 23. apríl síðastliðinn. Grunur lék á því að þau væru búin að dvelja lengur innan Schengen svæðisins en þau höfðu heimild til og voru færð á varðstofu lögreglu. Þau sögðust ekkert þekkja hvort til annars. Í ljós kom að þau voru með tugi pakkninga af kókaíni innvortis og játuðu þau hvort í sínu lagi að hafa smyglað kókaíni. 590 grömm í 62 pakkningum hjá Angelo og 748 grömm í 78 pakkningum hjá Leslie. Þau játuðu þó ekki að hafa framið brotið í samverknaði sem varð til þess að aðalmeðferð fór fram í málinu. Fólkið sagðist vera hælisleitendur í Madrid sem ættu engan kost á heiðarlegri vinnu. Þau hefðu því tekið að sér að flytja kókaín innvortis til Íslands. Tvö þúsund evrur voru greiðslan fyrir verkefnið og 350 evrur til að halda þeim uppi á Íslandi í fjóra til fimm daga. Svo áttu þau bókað sama flug frá landinu. Héraðsdómur Reykjaness taldi of mikið ekki ganga upp í frásögn fólksins þess efnis að fólkið hefði ekki unnið saman við innflutninginn. Fólkið hafði verið í samskiptum á Whatsapp á meðan það kyngdi pakkningunum og sent farseðla sín á milli. Til að byrja með hefðu þau látið lítið með kunningskap sinn en svo komið í ljós að þau höfðu þekkst í nokkra mánuði og verið í sömu íbúðinni í Madrid þar sem kókaínið var afhent. Héraðsdómur dæmdi fólkið í tveggja ára fangelsi. Frá refsingunni dregst gæsluvarðhald sem þau hafa sætt frá komunni til landsins þann 23. apríl. Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Angelo Mohamed Sagastegui Mazuelo og Leslie Lisbeth Linares Villanueva kom til landsins með flugi frá Madrid þann 23. apríl síðastliðinn. Grunur lék á því að þau væru búin að dvelja lengur innan Schengen svæðisins en þau höfðu heimild til og voru færð á varðstofu lögreglu. Þau sögðust ekkert þekkja hvort til annars. Í ljós kom að þau voru með tugi pakkninga af kókaíni innvortis og játuðu þau hvort í sínu lagi að hafa smyglað kókaíni. 590 grömm í 62 pakkningum hjá Angelo og 748 grömm í 78 pakkningum hjá Leslie. Þau játuðu þó ekki að hafa framið brotið í samverknaði sem varð til þess að aðalmeðferð fór fram í málinu. Fólkið sagðist vera hælisleitendur í Madrid sem ættu engan kost á heiðarlegri vinnu. Þau hefðu því tekið að sér að flytja kókaín innvortis til Íslands. Tvö þúsund evrur voru greiðslan fyrir verkefnið og 350 evrur til að halda þeim uppi á Íslandi í fjóra til fimm daga. Svo áttu þau bókað sama flug frá landinu. Héraðsdómur Reykjaness taldi of mikið ekki ganga upp í frásögn fólksins þess efnis að fólkið hefði ekki unnið saman við innflutninginn. Fólkið hafði verið í samskiptum á Whatsapp á meðan það kyngdi pakkningunum og sent farseðla sín á milli. Til að byrja með hefðu þau látið lítið með kunningskap sinn en svo komið í ljós að þau höfðu þekkst í nokkra mánuði og verið í sömu íbúðinni í Madrid þar sem kókaínið var afhent. Héraðsdómur dæmdi fólkið í tveggja ára fangelsi. Frá refsingunni dregst gæsluvarðhald sem þau hafa sætt frá komunni til landsins þann 23. apríl.
Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira