Ritdómur um leikrit True North Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar 1. september 2023 19:02 Framleiðslufyrirtækið True North vakti í gær verðskuldaða athygli þegar lögmaður þess skilaði til sýslumannsins á Vesturlandi lögbannskröfu vegna fyrirhugaðra hvalveiða Hvals hf., hér verður ekki tekin efnisleg afstaða til hvalveiða sem slíkra nema að því marki að því sé haldið til haga að undirritaður er andvígur þeim. Tilefni greinarinnar er frekar að fjalla um þessa fjarstæðukenndustu lögbannskröfu í sögu landsins. True North vísar máli sínu til stuðnings aðallega til yfirlýsingar frá 67 (mismiklum) kvikmyndastjörnum þar sem segir að þeir einstaklingar ætli sér að sniðganga Ísland í einu og öllu verði hvalveiðum ekki hætt. Sú ástæða er að fullu leyti skiljanleg. True North hefur ansi mikla og beina hagsmuni af því að halda ráðafólki í Hollywood góðu. Þó leyfir maður sér að velta því upp hvort að lögbannskrafan sé sett fram af hreinni hugsjón eða sjálfsbjargarviðleitni til þess að friða þjakaða samvisku Leonardo DiCaprio, sem getur þá bent á Vísisfréttina, sagt “sko þau reyndu” og hoppað upp í Gulfstream G550 og þeytt sér af stað til lands norðurljósanna og Bæjarins Bestu. True North lætur ekki þar við sitja heldur tekur til ýmis önnur atriði, að dráp hvala dragi úr getu sjávar til kolefnisbindingar, að þriðjungur hvala þjáist að óþörfu, að starfsemi Hvals hf. uppfylli ekki kröfur laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, og loks að vatnsból sem standi fyrir ofan hvalstöð Hvals í Hvalfirði sé í andstöðu við reglugerð um neysluvatn (?!?). Það eina sem þau láta ósagt er að þeim finnst Kristján Loftsson leiðinlegur og með hátt enni, þó er ekki hægt að útiloka að það hafi einnig fengið að fylgja sem ástæða lögbanns. Viðleitni True North til að standa vörð um hagsmuni umhverfisins er aðdáunarverð svo ekki mikið sé sagt. Það yljar manni um hjartarætur að sjá réttsýnt fyrirtæki sem er tilbúið að leggja peninga og orðsporið að veði til að tryggja að hagsmuni náttúrunnar, og að reglugerð um neysluvatn sé fylgt (?!?). Ég tel þó að True North geti gengið enn lengra í átt að nýja markmiði sínu. Ég, rétt eins og þau, vil sjá alvöru, ósjálfselskar aðgerðir sem hafa áhrif. Ég legg því til, séu fyrirsvarsmönnum True North í alvöru umhugað um umhverfið, að þeir geri það umhverfisvænasta í stöðunni, sem er auðvitað að afskrá fyrirtækið og hætta alfarið rekstri þess. Enda hljóta þeir sem aðrir að vita að rekstargrundvöllur þess er byggður á stanslausri einkaþotuumferð um flugvöllinn í miðbænum, og síðan að keyra frægu fólki og drasli upp á fjall og taka myndband af þeim. Höfundur er pescatarian áhrifavaldur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. 31. ágúst 2023 16:58 Vill svör frá Lilju: „Auðkýfingur með sértæka drápsýki“ fái að leggja skapandi iðnað í rúst Katrín Oddsdóttir, lögmaður framleiðslufyrirtækisins True North, segist vongóð um að Alþingi muni geta komið sér saman um breytingar á lögum um hvalveiðar. Hún segist spyrja sig hvort „auðkýfingur með sértæka drápsýki“ eigi að fá að leggja skapandi iðnað á Íslandi í rúst. 31. ágúst 2023 21:04 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið True North vakti í gær verðskuldaða athygli þegar lögmaður þess skilaði til sýslumannsins á Vesturlandi lögbannskröfu vegna fyrirhugaðra hvalveiða Hvals hf., hér verður ekki tekin efnisleg afstaða til hvalveiða sem slíkra nema að því marki að því sé haldið til haga að undirritaður er andvígur þeim. Tilefni greinarinnar er frekar að fjalla um þessa fjarstæðukenndustu lögbannskröfu í sögu landsins. True North vísar máli sínu til stuðnings aðallega til yfirlýsingar frá 67 (mismiklum) kvikmyndastjörnum þar sem segir að þeir einstaklingar ætli sér að sniðganga Ísland í einu og öllu verði hvalveiðum ekki hætt. Sú ástæða er að fullu leyti skiljanleg. True North hefur ansi mikla og beina hagsmuni af því að halda ráðafólki í Hollywood góðu. Þó leyfir maður sér að velta því upp hvort að lögbannskrafan sé sett fram af hreinni hugsjón eða sjálfsbjargarviðleitni til þess að friða þjakaða samvisku Leonardo DiCaprio, sem getur þá bent á Vísisfréttina, sagt “sko þau reyndu” og hoppað upp í Gulfstream G550 og þeytt sér af stað til lands norðurljósanna og Bæjarins Bestu. True North lætur ekki þar við sitja heldur tekur til ýmis önnur atriði, að dráp hvala dragi úr getu sjávar til kolefnisbindingar, að þriðjungur hvala þjáist að óþörfu, að starfsemi Hvals hf. uppfylli ekki kröfur laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, og loks að vatnsból sem standi fyrir ofan hvalstöð Hvals í Hvalfirði sé í andstöðu við reglugerð um neysluvatn (?!?). Það eina sem þau láta ósagt er að þeim finnst Kristján Loftsson leiðinlegur og með hátt enni, þó er ekki hægt að útiloka að það hafi einnig fengið að fylgja sem ástæða lögbanns. Viðleitni True North til að standa vörð um hagsmuni umhverfisins er aðdáunarverð svo ekki mikið sé sagt. Það yljar manni um hjartarætur að sjá réttsýnt fyrirtæki sem er tilbúið að leggja peninga og orðsporið að veði til að tryggja að hagsmuni náttúrunnar, og að reglugerð um neysluvatn sé fylgt (?!?). Ég tel þó að True North geti gengið enn lengra í átt að nýja markmiði sínu. Ég, rétt eins og þau, vil sjá alvöru, ósjálfselskar aðgerðir sem hafa áhrif. Ég legg því til, séu fyrirsvarsmönnum True North í alvöru umhugað um umhverfið, að þeir geri það umhverfisvænasta í stöðunni, sem er auðvitað að afskrá fyrirtækið og hætta alfarið rekstri þess. Enda hljóta þeir sem aðrir að vita að rekstargrundvöllur þess er byggður á stanslausri einkaþotuumferð um flugvöllinn í miðbænum, og síðan að keyra frægu fólki og drasli upp á fjall og taka myndband af þeim. Höfundur er pescatarian áhrifavaldur
True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. 31. ágúst 2023 16:58
Vill svör frá Lilju: „Auðkýfingur með sértæka drápsýki“ fái að leggja skapandi iðnað í rúst Katrín Oddsdóttir, lögmaður framleiðslufyrirtækisins True North, segist vongóð um að Alþingi muni geta komið sér saman um breytingar á lögum um hvalveiðar. Hún segist spyrja sig hvort „auðkýfingur með sértæka drápsýki“ eigi að fá að leggja skapandi iðnað á Íslandi í rúst. 31. ágúst 2023 21:04
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun