„Helsti styrkleiki Gylfa er að hann gerir leikmennina í kringum sig betri“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2023 20:00 Gylfi Þór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, vill ekki gera of miklar kröfur til nýs leikmanns liðsins – Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hann þekkir þó gæði hans og er fullviss um að hann reynist liðinu vel. Gylfi hefur ekki leikið fótbolta síðan vorið 2021. Það sumar var hann handtekinn af lögreglunni í Manchester sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann var á meðal nokkurra landsliðsmanna Íslands sem voru það sumar sakaðir um brot gegn konum. Eftir handtökuna lék hann ekki aftur fyrir þáverandi félag sitt Everton. Litlar opinberar upplýsingar er að finna um mál Gylfa en hann var í farbanni um hríð og mátti á þeim tíma hvorki æfa með félagi sínu né fara úr landi. Kæran gegn Gylfa var látin niður falla fyrr á þessu ári og var honum þá frjálst að hefja feril sinn á ný og komast frá Bretlandi. Hann samdi við Lyngby í vikunni og mun því endurvekja feril sinn. Freyr er afar ánægður að hafa fengið Gylfa Þór til danska liðsins en vill stilla væntingum í hóf vegna langrar pásu Gylfa frá fótboltavellinum. „Ég vil ekki setja neinar rosalegar væntingar á hann Gylfa annað en að við vitum hversu stórkostlegur fótboltamaður hann er. Hann hefur ekki gleymt því,“ sagði Freyr og hélt áfram. „Hann þarf að fá að komast í takt aftur inn á vellinum, komast í leikform. Þegar við erum komnir þangað mun hann veita okkur gríðarleg gæði. Leikskilningur á allra hæsta stigi, hann getur klárað leiki upp á einsdæmi.“ „Það sem mér hefur alltaf fundist helsti styrkleiki Gylfa er að hann gerir leikmennina í kringum sig betri. Það er eiginleiki sem ekki allir hafa. Hann nær því besta út úr liðsfélögum sínum og það mun lyfta liðinu gríðarlega.“ „Það er mjög erfitt að finna leikmenn sem geta klárað leiki upp á einsdæmi en það getur hann svo sannarlega. Það er ekki sú pressa sem ég set á hann en ég veit að það er þarna og það kemur á einhverjum tímapunkti,“ sagði Freyr að endingu. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar fjalla um vistaskipti Gylfa Þórs Fjöldi erlendra fjölmiðla hefur fjallað um vistaskipti knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hann er nýjasti leikmaður Íslendinganýlendunnar Lyngby sem spilar í dönsku úrvalsdeildinni. 1. september 2023 10:01 Gylfi tjáir sig opinberlega í fyrsta sinn í tvö ár: „Strákarnir í liðinu hafa tekið mér vel og virðast vera frábærir“ Gylfi Þór Sigurðsson kveðst ánægður að vera genginn í raðir Lyngby. Þetta kemur fram í viðtali við hann á heimasíðu Lyngby. Það er í fyrsta sinn sem hann tjáir sig opinberlega í tvö ár, eða frá því hann var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. 31. ágúst 2023 14:37 Gylfi Þór orðinn leikmaður Lyngby Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Lyngby og skrifar hann undir eins árs samning við félagið. Frá þessu greinir Lyngby í færslu á samfélagsmiðlum. Marka þessi skref Gylfa endurkomu hans í knattspyrnu á atvinnumannastigi. 31. ágúst 2023 14:19 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Sjá meira
Gylfi hefur ekki leikið fótbolta síðan vorið 2021. Það sumar var hann handtekinn af lögreglunni í Manchester sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann var á meðal nokkurra landsliðsmanna Íslands sem voru það sumar sakaðir um brot gegn konum. Eftir handtökuna lék hann ekki aftur fyrir þáverandi félag sitt Everton. Litlar opinberar upplýsingar er að finna um mál Gylfa en hann var í farbanni um hríð og mátti á þeim tíma hvorki æfa með félagi sínu né fara úr landi. Kæran gegn Gylfa var látin niður falla fyrr á þessu ári og var honum þá frjálst að hefja feril sinn á ný og komast frá Bretlandi. Hann samdi við Lyngby í vikunni og mun því endurvekja feril sinn. Freyr er afar ánægður að hafa fengið Gylfa Þór til danska liðsins en vill stilla væntingum í hóf vegna langrar pásu Gylfa frá fótboltavellinum. „Ég vil ekki setja neinar rosalegar væntingar á hann Gylfa annað en að við vitum hversu stórkostlegur fótboltamaður hann er. Hann hefur ekki gleymt því,“ sagði Freyr og hélt áfram. „Hann þarf að fá að komast í takt aftur inn á vellinum, komast í leikform. Þegar við erum komnir þangað mun hann veita okkur gríðarleg gæði. Leikskilningur á allra hæsta stigi, hann getur klárað leiki upp á einsdæmi.“ „Það sem mér hefur alltaf fundist helsti styrkleiki Gylfa er að hann gerir leikmennina í kringum sig betri. Það er eiginleiki sem ekki allir hafa. Hann nær því besta út úr liðsfélögum sínum og það mun lyfta liðinu gríðarlega.“ „Það er mjög erfitt að finna leikmenn sem geta klárað leiki upp á einsdæmi en það getur hann svo sannarlega. Það er ekki sú pressa sem ég set á hann en ég veit að það er þarna og það kemur á einhverjum tímapunkti,“ sagði Freyr að endingu.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar fjalla um vistaskipti Gylfa Þórs Fjöldi erlendra fjölmiðla hefur fjallað um vistaskipti knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hann er nýjasti leikmaður Íslendinganýlendunnar Lyngby sem spilar í dönsku úrvalsdeildinni. 1. september 2023 10:01 Gylfi tjáir sig opinberlega í fyrsta sinn í tvö ár: „Strákarnir í liðinu hafa tekið mér vel og virðast vera frábærir“ Gylfi Þór Sigurðsson kveðst ánægður að vera genginn í raðir Lyngby. Þetta kemur fram í viðtali við hann á heimasíðu Lyngby. Það er í fyrsta sinn sem hann tjáir sig opinberlega í tvö ár, eða frá því hann var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. 31. ágúst 2023 14:37 Gylfi Þór orðinn leikmaður Lyngby Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Lyngby og skrifar hann undir eins árs samning við félagið. Frá þessu greinir Lyngby í færslu á samfélagsmiðlum. Marka þessi skref Gylfa endurkomu hans í knattspyrnu á atvinnumannastigi. 31. ágúst 2023 14:19 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar fjalla um vistaskipti Gylfa Þórs Fjöldi erlendra fjölmiðla hefur fjallað um vistaskipti knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hann er nýjasti leikmaður Íslendinganýlendunnar Lyngby sem spilar í dönsku úrvalsdeildinni. 1. september 2023 10:01
Gylfi tjáir sig opinberlega í fyrsta sinn í tvö ár: „Strákarnir í liðinu hafa tekið mér vel og virðast vera frábærir“ Gylfi Þór Sigurðsson kveðst ánægður að vera genginn í raðir Lyngby. Þetta kemur fram í viðtali við hann á heimasíðu Lyngby. Það er í fyrsta sinn sem hann tjáir sig opinberlega í tvö ár, eða frá því hann var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. 31. ágúst 2023 14:37
Gylfi Þór orðinn leikmaður Lyngby Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Lyngby og skrifar hann undir eins árs samning við félagið. Frá þessu greinir Lyngby í færslu á samfélagsmiðlum. Marka þessi skref Gylfa endurkomu hans í knattspyrnu á atvinnumannastigi. 31. ágúst 2023 14:19