Segir það skrípaleik að halda fram að hvalveiðar fari fram með hertum skilyrðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. september 2023 09:39 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata gefur lítið fyrir hert skilyrði Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um hvalveiðar. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Pírata segir fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman til að ræða ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum. Reglugerð með hertum skilyrðum taki ekki gildi fyrr en 18. september, sem sé til marks um pólitískan skrípaleik Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um hert skilyrði fyrir hvalveiðum tekur gildi 18. september en veiðitímabilið hófst í gær. Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 liggja nú við bryggju í Reykjavík en samkvæmt áætlun Faxaflóahafna sigla skipin úr höfn á hádegi á morgun. Þingflokksformaður Pírata segir reglugerðina ekki taka gildi nógu snemma. „Frásögn Svandísar um að hún sé að heimila hvalveiðar aftur með skilyrðum er ekki allskostar rétt að því leytinu til að meira en helmingurinn af þessu tímabili sem Hvalur á eftir til að veiða verður án skilyrða. Þetta er einhvers konar skrípaleikur að halda því fram að það sé verið að herða skilyrði þegar það á ekki við megnið af tímanum sem Hvalur getur verið að veiða,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Þing hefst aftur eftir tvær vikur og telja Píratar fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman, ekki bara vegna hvalveiðimálsins. „Við teljum fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman og höfum raunar kallað eftir því áður. Ekki bara útaf ástandi vegna hvalveiða heldur líka stöðunni í efnahagsmálum, framkomu við flóttafólk og ýmislegt annað sem þingið þarf að ræða sem allra fyrst.“ Stjórnarandstaðan fór fram á það í sumar að þing yrði kallað saman vegna ýmissa mála sem hún taldi þurfa að ræða á þeim vettvangi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra varð ekki við þeirri kröfu en annað hvort þarf forsætisráðherra að kalla þingið saman eða meirihluti þess að krefjast þingfundar. „Ríkisstjórnin hefur engan áhuga á því að kalla þing saman. Það er alveg skýrt að þau vilja komast hjá því eins lengi og mögulegt er. Þannig að ég tel mjög litlar líkur á að það beri árangur.“ Hvalveiðar Hvalir Alþingi Píratar Sjávarútvegur Tengdar fréttir True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. 31. ágúst 2023 16:58 Stóru prinsippin hjá VG víki alltaf fyrir hagsmunum samstarfsflokkanna Píratar munu leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um algert bann á hvalveiðum. Þingmaður segir ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum hafa komið sér á óvart. 1. september 2023 12:00 Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. 1. september 2023 11:08 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um hert skilyrði fyrir hvalveiðum tekur gildi 18. september en veiðitímabilið hófst í gær. Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 liggja nú við bryggju í Reykjavík en samkvæmt áætlun Faxaflóahafna sigla skipin úr höfn á hádegi á morgun. Þingflokksformaður Pírata segir reglugerðina ekki taka gildi nógu snemma. „Frásögn Svandísar um að hún sé að heimila hvalveiðar aftur með skilyrðum er ekki allskostar rétt að því leytinu til að meira en helmingurinn af þessu tímabili sem Hvalur á eftir til að veiða verður án skilyrða. Þetta er einhvers konar skrípaleikur að halda því fram að það sé verið að herða skilyrði þegar það á ekki við megnið af tímanum sem Hvalur getur verið að veiða,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Þing hefst aftur eftir tvær vikur og telja Píratar fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman, ekki bara vegna hvalveiðimálsins. „Við teljum fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman og höfum raunar kallað eftir því áður. Ekki bara útaf ástandi vegna hvalveiða heldur líka stöðunni í efnahagsmálum, framkomu við flóttafólk og ýmislegt annað sem þingið þarf að ræða sem allra fyrst.“ Stjórnarandstaðan fór fram á það í sumar að þing yrði kallað saman vegna ýmissa mála sem hún taldi þurfa að ræða á þeim vettvangi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra varð ekki við þeirri kröfu en annað hvort þarf forsætisráðherra að kalla þingið saman eða meirihluti þess að krefjast þingfundar. „Ríkisstjórnin hefur engan áhuga á því að kalla þing saman. Það er alveg skýrt að þau vilja komast hjá því eins lengi og mögulegt er. Þannig að ég tel mjög litlar líkur á að það beri árangur.“
Hvalveiðar Hvalir Alþingi Píratar Sjávarútvegur Tengdar fréttir True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. 31. ágúst 2023 16:58 Stóru prinsippin hjá VG víki alltaf fyrir hagsmunum samstarfsflokkanna Píratar munu leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um algert bann á hvalveiðum. Þingmaður segir ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum hafa komið sér á óvart. 1. september 2023 12:00 Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. 1. september 2023 11:08 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. 31. ágúst 2023 16:58
Stóru prinsippin hjá VG víki alltaf fyrir hagsmunum samstarfsflokkanna Píratar munu leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um algert bann á hvalveiðum. Þingmaður segir ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum hafa komið sér á óvart. 1. september 2023 12:00
Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. 1. september 2023 11:08