Dagbjört tekur við af Helgu Völu: „Ég ætla að láta til mín taka“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. september 2023 15:43 „Fyrst og fremst er ég félagshyggjukona, ég er femínisti. Það ber svolítinn keim af því sem ég legg áherslu á,“ segir Dagbjört Hákonardóttir, nýr þingmaður Samfylkingarinnar. Aðsend Dagbjört Hákonardóttir mun taka við þingmennsku af Helgu Völu Helgadóttur, sem tilkynnti í gær að hún ætli að snúa sér að lögmennsku á ný. Dagbjört, sem að sögn tekur hlutverkinu alvarlega og af auðmýkt, segir það hafa verið átakanlegt að fylgjast með samstarfi ríkisstjórnarflokkana að undanförnu. Dagbjört, sem var í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, hefur þrívegis komið inn á þing sem varaþingmaður Helgu Völu og Jóhanns Páls Jóhannssonar. Hún segir breytingarnar núna hafa legið í loftinu í þónokkurn tíma. „Ég hef þekkt Helgu Völu lengi og hún hefur nefnt það áður að hún sakni lögmennskunar. Ég samgleðst henni rosalega, maður á að fylgja hjartanu og ég held að við séum báðar að gera það,“ segir Dagbjört í samtali við Vísi. „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að geta tekið við þessu kefli af henni, þó það verði mikil áskorun og erfitt að fylla upp í það skarð sem hún skilur eftir sig. En ég tek þessu af mikilli auðmýkt og finn til mikillar ábyrgðar.“ Dagbjört hefur starfað hjá Reykjavíkurborg á sviði upplýsingaöryggis og persónuverndar undanfarin ár. Þing verður sett 12. september næstkomandi. „Það verður bara samkomulag milli minna verkefna hjá Reykjavíkurborg og því sem kemur fyrir þingið núna á næstu vikum hvernig ég kasta þessu á milli.“ Alltaf erfitt að breyta til Aðspurð um hvort það hafi verið erfið ákvörðun að þyggja sæti Helgu Völu segir Dagbjört að það sé alltaf erfitt að breyta til. „Það er ekki í eðli manns að gera stórar breytingar. Ég er auðvitað búin að sinna mikilvægum störfum hjá Reykjavíkurborg á undanförnum árum og vinna að stórum verkefnum sem hefur tekið mörg ár að undirbúa sem fara á flug í haust. En hjartað mitt slær í stjórnmálunum og ég er ákaflega þakklát fyrir að fá tækifæri til að sinna þessu að öflu afli.“ Hver eru þín helstu baráttumál? „Fyrst og fremst er ég félagshyggjukona, ég er femínisti. Það ber svolítinn keim af því sem ég legg áherslu á, sem er að byggja upp réttlátt jafnaðarsamfélag hérna. Ég legg áherslu á málefni nærsamfélagsins, fjölskyldumál, það er mikilvægt að leyfa þessum málaflokkum að eiga sér öflugan málsvara. Ég er líka manneskja sem talar fyrir öflugum samgöngumálum og horfi þar til ábyrgðar minnar sem þingmanns Reykvíkinga. Og þessir málaflokkar eru svolítið í brennidepli núna og ég ætla að láta til mín taka.“ Segir átakanlegt að fylgjast með ríkistjórnarsamstarfinu Talsverð umræða hefur skapast um samstarf ríkisstjórnarflokkanna að undanförnu sem hafa verið ósammála í mörgum mikilvægum málaflokkum. „Eins og allir vita er ekkert sérstök stemning í þessari ríkisstjórn,“ segir Dagbjört. „Það hefur verið dálítið átakanlegt að fylgjast með þessu. Við verðum auðvitað að leyfa þessu þingári að fara aftur af stað og sjá hvernig þau ætla að beita sér og hvaða málaflokka þau ætla að ná sér saman um. Ég hins vegar er bara þingkona Samfylkingarinnar og við erum að ná að leggja áherslu á málaflokkana okkar og það er hlustað á okkur. Það er ekkert sjálfgefið, en það er bara ástæða fyrir því. Fólk hefur áhuga á því að hlusta á rödd sem ætlar sér að standa við þær umbætur sem lofað er.“ Í þessum óstöðugleika sem við búum við í ríkisfjármálunum þá þarf einhver rödd skynseminnar að heyrast, og við í Samfylkingunni tölum þeirri rödd. Alþingi Vistaskipti Samfylkingin Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Dagbjört, sem var í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, hefur þrívegis komið inn á þing sem varaþingmaður Helgu Völu og Jóhanns Páls Jóhannssonar. Hún segir breytingarnar núna hafa legið í loftinu í þónokkurn tíma. „Ég hef þekkt Helgu Völu lengi og hún hefur nefnt það áður að hún sakni lögmennskunar. Ég samgleðst henni rosalega, maður á að fylgja hjartanu og ég held að við séum báðar að gera það,“ segir Dagbjört í samtali við Vísi. „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að geta tekið við þessu kefli af henni, þó það verði mikil áskorun og erfitt að fylla upp í það skarð sem hún skilur eftir sig. En ég tek þessu af mikilli auðmýkt og finn til mikillar ábyrgðar.“ Dagbjört hefur starfað hjá Reykjavíkurborg á sviði upplýsingaöryggis og persónuverndar undanfarin ár. Þing verður sett 12. september næstkomandi. „Það verður bara samkomulag milli minna verkefna hjá Reykjavíkurborg og því sem kemur fyrir þingið núna á næstu vikum hvernig ég kasta þessu á milli.“ Alltaf erfitt að breyta til Aðspurð um hvort það hafi verið erfið ákvörðun að þyggja sæti Helgu Völu segir Dagbjört að það sé alltaf erfitt að breyta til. „Það er ekki í eðli manns að gera stórar breytingar. Ég er auðvitað búin að sinna mikilvægum störfum hjá Reykjavíkurborg á undanförnum árum og vinna að stórum verkefnum sem hefur tekið mörg ár að undirbúa sem fara á flug í haust. En hjartað mitt slær í stjórnmálunum og ég er ákaflega þakklát fyrir að fá tækifæri til að sinna þessu að öflu afli.“ Hver eru þín helstu baráttumál? „Fyrst og fremst er ég félagshyggjukona, ég er femínisti. Það ber svolítinn keim af því sem ég legg áherslu á, sem er að byggja upp réttlátt jafnaðarsamfélag hérna. Ég legg áherslu á málefni nærsamfélagsins, fjölskyldumál, það er mikilvægt að leyfa þessum málaflokkum að eiga sér öflugan málsvara. Ég er líka manneskja sem talar fyrir öflugum samgöngumálum og horfi þar til ábyrgðar minnar sem þingmanns Reykvíkinga. Og þessir málaflokkar eru svolítið í brennidepli núna og ég ætla að láta til mín taka.“ Segir átakanlegt að fylgjast með ríkistjórnarsamstarfinu Talsverð umræða hefur skapast um samstarf ríkisstjórnarflokkanna að undanförnu sem hafa verið ósammála í mörgum mikilvægum málaflokkum. „Eins og allir vita er ekkert sérstök stemning í þessari ríkisstjórn,“ segir Dagbjört. „Það hefur verið dálítið átakanlegt að fylgjast með þessu. Við verðum auðvitað að leyfa þessu þingári að fara aftur af stað og sjá hvernig þau ætla að beita sér og hvaða málaflokka þau ætla að ná sér saman um. Ég hins vegar er bara þingkona Samfylkingarinnar og við erum að ná að leggja áherslu á málaflokkana okkar og það er hlustað á okkur. Það er ekkert sjálfgefið, en það er bara ástæða fyrir því. Fólk hefur áhuga á því að hlusta á rödd sem ætlar sér að standa við þær umbætur sem lofað er.“ Í þessum óstöðugleika sem við búum við í ríkisfjármálunum þá þarf einhver rödd skynseminnar að heyrast, og við í Samfylkingunni tölum þeirri rödd.
Alþingi Vistaskipti Samfylkingin Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira