Fær 215 milljóna króna styrk til að rannsaka málnotkun þingmanna Árni Sæberg skrifar 5. september 2023 10:00 Anton Karl Ingason, dósent í íslenskri málfræði og máltækni við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Anton Karl Ingason, dósent í íslenskri málfræði og máltækni við Háskóla Íslands, hefur fengið 1,5 milljóna evra styrk, jafnvirði um 215 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknaráðinu til verkefnis sem miðar að því að skýra hvernig málnotkun fólks breytist á lífsleiðinni. Þetta er stærsti styrkur sem fengist hefur til rannsókna á íslenskum málvísindum. Verkefnið sem er styrkt heitir EILisCh (Explaining Individual Lifespan Change) og verður því að öllu leyti stýrt við Háskóla Íslands. Það miðar að því að skilja breytta málnotkun í tengslum við atburði og aðstæður í lífi og umhverfi einstaklinga með því að tvinna saman framfarir í félagsmálfræði, megindlegri setningafræði og klínískum málvísindum. Í verkefninu verður mál íslenskra þingmanna athugað og viðtöl tekin við bæði núverandi og fyrrverandi þingmenn til að kortleggja mál þeirra og sögulegt samhengi þeirra sem einstaklinga. Fjölbreytilegar afurðir máltækniáætlunar stjórnvalda verða notaðar til að greina stór gagnasöfn með afkastameiri hætti en annars væri unnt um leið og ætlunin er að skoða sögu einstakra þingmanna í samhengi við stjórnmálasögu og atburði í lífi þeirra. Fer að mestu leyti fram hér á landi Um er að ræða fimm ára verkefni sem fer að nær öllu leyti fram á Íslandi en þó í samstarfi við alþjóðlega sérfræðinga í Bandaríkjunum og Bretlandi. Fleiri munu svo tengjast verkefninu eftir því sem rannsókninni vindur fram og stúdentar munu fá tækifæri til starfsþjálfunar innan verkefnisins. Hefur komið að fjölda mikilvægra rannsókna EILisCh-verkefnið hefur einnig hagnýtar hliðar fyrir samfélagið vegna þess að nákvæm kortlagning á málfari í samhengi við heilbrigða mannsævi og öldrun er lykill að því að skilja klínísk frávik í málnotkun. Anton hefur stundað rannsóknir á því hvernig málnotkun breytist þegar taugahrörnunarsjúkdómar ágerast en slíkar athuganir geta stuðlað að nýjum og endurbættum aðferðum til sjúkdómsgreiningar. Anton hefur enn fremur komið að fleiri spennandi verkefnum, svo sem að þróa orðaforðalausn til að læra íslensku sem annað mál og kortleggja villur í íslensku ritmáli. Styrkurinn til EILisCh-verkefnisins er veittur undir hatti nýliðunaráætlunar Evrópska rannsóknaráðsins (ERC Starting Grants) sem styður unga vísindamenn á fjölbreyttum fræðasviðum í Evrópu. Samkeppni um styrki frá ERC er gríðarlega hörð og til marks um það bárust nærri 2.700 umsóknir um nýliðunarstyrki að þessu sinni en aðeins 400 verkefni hlutu stuðning. Anton er eini vísindamaðurinn hér á landi sem fær úthlutað úr sjóðnum. Íslensk tunga Háskólar Íslensk fræði Vísindi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Verkefnið sem er styrkt heitir EILisCh (Explaining Individual Lifespan Change) og verður því að öllu leyti stýrt við Háskóla Íslands. Það miðar að því að skilja breytta málnotkun í tengslum við atburði og aðstæður í lífi og umhverfi einstaklinga með því að tvinna saman framfarir í félagsmálfræði, megindlegri setningafræði og klínískum málvísindum. Í verkefninu verður mál íslenskra þingmanna athugað og viðtöl tekin við bæði núverandi og fyrrverandi þingmenn til að kortleggja mál þeirra og sögulegt samhengi þeirra sem einstaklinga. Fjölbreytilegar afurðir máltækniáætlunar stjórnvalda verða notaðar til að greina stór gagnasöfn með afkastameiri hætti en annars væri unnt um leið og ætlunin er að skoða sögu einstakra þingmanna í samhengi við stjórnmálasögu og atburði í lífi þeirra. Fer að mestu leyti fram hér á landi Um er að ræða fimm ára verkefni sem fer að nær öllu leyti fram á Íslandi en þó í samstarfi við alþjóðlega sérfræðinga í Bandaríkjunum og Bretlandi. Fleiri munu svo tengjast verkefninu eftir því sem rannsókninni vindur fram og stúdentar munu fá tækifæri til starfsþjálfunar innan verkefnisins. Hefur komið að fjölda mikilvægra rannsókna EILisCh-verkefnið hefur einnig hagnýtar hliðar fyrir samfélagið vegna þess að nákvæm kortlagning á málfari í samhengi við heilbrigða mannsævi og öldrun er lykill að því að skilja klínísk frávik í málnotkun. Anton hefur stundað rannsóknir á því hvernig málnotkun breytist þegar taugahrörnunarsjúkdómar ágerast en slíkar athuganir geta stuðlað að nýjum og endurbættum aðferðum til sjúkdómsgreiningar. Anton hefur enn fremur komið að fleiri spennandi verkefnum, svo sem að þróa orðaforðalausn til að læra íslensku sem annað mál og kortleggja villur í íslensku ritmáli. Styrkurinn til EILisCh-verkefnisins er veittur undir hatti nýliðunaráætlunar Evrópska rannsóknaráðsins (ERC Starting Grants) sem styður unga vísindamenn á fjölbreyttum fræðasviðum í Evrópu. Samkeppni um styrki frá ERC er gríðarlega hörð og til marks um það bárust nærri 2.700 umsóknir um nýliðunarstyrki að þessu sinni en aðeins 400 verkefni hlutu stuðning. Anton er eini vísindamaðurinn hér á landi sem fær úthlutað úr sjóðnum.
Íslensk tunga Háskólar Íslensk fræði Vísindi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira