Enski boltinn

Sádarnir gera eitt klikkað lokatilboð í Salah upp á rúmlega tvö hundruð milljónir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Endar Mohamed Salah í Sádi-Arabíu?
Endar Mohamed Salah í Sádi-Arabíu? getty/Matt McNulty

Forráðamenn Al-Ittihad eru ekki búnir að gefast upp á að fá Mohamed Salah til liðsins og ætla að gera eitt loka tilboð í Liverpool-manninn.

Það verður sannkallað ofurtilboð en samkvæmt heimildum the iNews ætlar Al-Ittihad að bjóða Liverpool 215 milljónir punda fyrir Salah.

Félagaskiptaglugganum á Englandi og í öðrum helstu deildum Evrópu var lokað á föstudaginn en hann verður enn opinn í Sádi-Arabíu fram á fimmtudag. Al-Ittihad hefur því enn tíma til að klófesta Salah.

Ef Liverpool samþykkir tilboð Al-Ittihad í Salah verður hann dýrasti fótboltamaður sögunnar.

Salah, sem er 31 árs, hefur leikið með Liverpool frá 2017 og unnið allt sem hægt er að vinna með Rauða hernum. Hann skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Liverpool í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×