Vilja flokka „rjómasprautugas“ sem fíkniefni Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2023 15:47 Gestir á Glastonbury-tónlistarhátðinni anda að sér hlátursgasi úr blöðrum árið 2019. Neysla gassins verður bönnuð í Bretlandi frá og með áramótum. Vísir/EPA Breska ríkisstjórnin vill skrá nituroxíðgas sem ávana- og fíkniefni og banna notkun þess fyrir árslok. Gasið er sérstaklega vinsælt á meðal ungs fólks sem sniffar það meðal annars úr rjómasprautuhylkjum. Nituroxíð er gjarnan þekkt sem hlátursgas. Það er annað vinsælasta vímuefnið á eftir kannabisi hjá ungmennum á aldrinum sextán til 24 ára, að sögn Sky-fréttastöðvarinnar. Hún sagði nýlega frá því að sjúkrahússinnlögnum sem tengjast neyslu gassins hefði fjölgað verulega að undanförnu. Breska innanríkisráðuneytið tilkynnti í dag að þeir sem eru gripnir við að neyta hlátursgass geti átt von á sektum og jafnvel fangelsisdómum. Lögreglueftirlit með þekktum neyslustöðum gassins verði aukið til þess að hægt sé að refsa sökudólgum hratt og örugglega. „Breska þjóðin er komin með upp í kok af götustrákum (e. yobs) sem misnota eiturlyf í almannarými og skilja eftir sig skammarlegt drasl sem aðrir þurfa að þrífa upp,“ er haft eftir Suellu Braverman, innanríkisráðherranum. Ætlunin er að lýsa nituroxíð skráð ávana- og fíkniefni, í flokki með ýmsum slævandi efnum og sterum. Neytendur gassins gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi og seljendur allt að fjórtán ár. Myndir af tómum gashylkjum sem gestir á fjölsóttum tónlistarhátíðum í Bretlandi í sumar hafa vakið hörð viðbrögð sumra en neyslu gassins hefur verið umdeild í Bretlandi um skeið. Sky greindi frá því að símtölum í neyðarlínu vegna eitrunar af völdum gassins hefði fjölgað þrefalt á einu ári. Þau voru 213 í fyrra. Tilkynningarnar voru af ýmsum toga. Fólk er sagt hafa misst hreyfigetu, átt við geðræn vandamál að stríða og kynlífsvandamál. Tveir sjúklingar hafi þurft að láta tappa af þrýstingi af heila til þess að bjarga sjón sinni. Í verstu tilfellum er nituroxíð sagt geta valdið dauða. Nokkuð hefur verið fjallað um nituroxíðgasneyslu íslenskra ungmenna í sumar. Rekstraraðili Strætó í Reykjanesbæ sagði frá því í síðasta mánuði að tóm gashylki fyndust í síauknum mæli í strætisvögnum þar. Bretland Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óttast að unglingar sniffi gas í strætisvögnum Rekstraraðili strætó í Reykjanesbær verður í síauknum mæli var við að tóm gashylki séu skilin eftir í strætisvögnum bæjarins. Hann segist óttast að unglingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjómasprautu í blöðru og komast þannig í vímu. 16. ágúst 2023 15:08 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Nituroxíð er gjarnan þekkt sem hlátursgas. Það er annað vinsælasta vímuefnið á eftir kannabisi hjá ungmennum á aldrinum sextán til 24 ára, að sögn Sky-fréttastöðvarinnar. Hún sagði nýlega frá því að sjúkrahússinnlögnum sem tengjast neyslu gassins hefði fjölgað verulega að undanförnu. Breska innanríkisráðuneytið tilkynnti í dag að þeir sem eru gripnir við að neyta hlátursgass geti átt von á sektum og jafnvel fangelsisdómum. Lögreglueftirlit með þekktum neyslustöðum gassins verði aukið til þess að hægt sé að refsa sökudólgum hratt og örugglega. „Breska þjóðin er komin með upp í kok af götustrákum (e. yobs) sem misnota eiturlyf í almannarými og skilja eftir sig skammarlegt drasl sem aðrir þurfa að þrífa upp,“ er haft eftir Suellu Braverman, innanríkisráðherranum. Ætlunin er að lýsa nituroxíð skráð ávana- og fíkniefni, í flokki með ýmsum slævandi efnum og sterum. Neytendur gassins gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi og seljendur allt að fjórtán ár. Myndir af tómum gashylkjum sem gestir á fjölsóttum tónlistarhátíðum í Bretlandi í sumar hafa vakið hörð viðbrögð sumra en neyslu gassins hefur verið umdeild í Bretlandi um skeið. Sky greindi frá því að símtölum í neyðarlínu vegna eitrunar af völdum gassins hefði fjölgað þrefalt á einu ári. Þau voru 213 í fyrra. Tilkynningarnar voru af ýmsum toga. Fólk er sagt hafa misst hreyfigetu, átt við geðræn vandamál að stríða og kynlífsvandamál. Tveir sjúklingar hafi þurft að láta tappa af þrýstingi af heila til þess að bjarga sjón sinni. Í verstu tilfellum er nituroxíð sagt geta valdið dauða. Nokkuð hefur verið fjallað um nituroxíðgasneyslu íslenskra ungmenna í sumar. Rekstraraðili Strætó í Reykjanesbæ sagði frá því í síðasta mánuði að tóm gashylki fyndust í síauknum mæli í strætisvögnum þar.
Bretland Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óttast að unglingar sniffi gas í strætisvögnum Rekstraraðili strætó í Reykjanesbær verður í síauknum mæli var við að tóm gashylki séu skilin eftir í strætisvögnum bæjarins. Hann segist óttast að unglingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjómasprautu í blöðru og komast þannig í vímu. 16. ágúst 2023 15:08 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Óttast að unglingar sniffi gas í strætisvögnum Rekstraraðili strætó í Reykjanesbær verður í síauknum mæli var við að tóm gashylki séu skilin eftir í strætisvögnum bæjarins. Hann segist óttast að unglingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjómasprautu í blöðru og komast þannig í vímu. 16. ágúst 2023 15:08