Þurftu ekki einu sinni að ræða við lögregluna Jón Þór Stefánsson skrifar 6. september 2023 10:25 Fjallað var um uppátæki Benedikts árið 1987. Eftirmálarnir voru minni en hjá Elissu og Anahitu. Þjóðleikhúsið Árið 1987 hlekkjaði listamaðurinn Benedikt Erlingsson sig, ásamt tveimur öðrum mönnum, við Hvalveiðiskip í Hvalfirði. Gjörningurinn var gerður í mótmælaskyni gegn hvalveiðum og því ekki ólíkur uppátæki mótmælendanna Elissu og Anahitu sem eyddu 33 klukkustundum í tveimur hvalveiðiskipum þangað til síðdegis í gær. Í samtali við Vísi bendir Benedikt á að viðbrögð löggæsluyfirvalda hafi verið ólík þeim sem hann fékk að kynnast á níunda áratugnum. „Þú þarft ákveðið hugrekki til þess að fara inn í þetta, vitandi það að þú getur lent í handalögmálum og líklega verið handtekinn,“ segir Benedikt, sem mætti á mótmælin í gær. Hann bætir við: „Við gerðum nú ráð fyrir því að við yrðum handteknir. En á þeim tíma, árið 1987, þá fékk bæði læknir að koma og skoða mig og ég held að enginn lögreglumaður hafi talað við mig.“ Hann telur að hann hafi verið í hvalveiðiskipinu í um það vil sólarhring og rifjar upp að hvað honum hafi verið kalt. Benedikt segir jafnframt að ekki hafi þótt ástæða til að girða svæðið af líkt og í fyrradag. En hann bendir þó á að þau hafi stundað sínar aðgerðir í Hvalfirði og að veðrið hafi verið mjög slæmt. Telur þær hafa bjargað tveimur hvölum „Mér finnst bara svo sorglegt að við þurfum að vera að standa í þessu með alla þá almannahagsmuni sem eru í húfi. Þá er ég að vísa í loftlagsmálin, sem við eigum svo erfitt með að taka alvarlega,“ segir Benedikt „Þetta eru frábærar konur. Þær eru örugglega búnar að bjarga allavega tveimur hvölum, einum á mann. Ég held að þær eigi alveg þessi tonn, þær þurfi ekkert að kolefnisjafna sig í brá. Ég held að þær séu alveg búnar að kolefnisjafna flugferðina hingað, í raun báðar leiðir nokkrum sinnum.“ Benedikt segir fréttaflutning af mikilli mengun hvala falskan. Sannleikurinn sé sá að þeir sogi til sín gríðarlega mikið af kolefni. Þar vísar hann til greinar sem birtist á vef Alþjóðagjaldeyrissjóðsins árið 2019 þar sem því er haldið fram að einn hvalur sé jafnmikils virði og þúsund tré þegar að komi að kolefnisjöfnun. Þá segir hann að hvalveiðum megi ekki snúa upp í þjóðlegt fyrirbæri. Íslendingar séu í raun hræætur þegar komi að hvölum. „Við verðum auðvitað að stoppa þetta. Þetta er svo mikið kjarnamál í íslenskri þjóðarsál. Þarna er freki karlinn, sérhagsmunirnir á móti almannahagsmunum og alheimshagsmunum,“ bætir Benedikt við Hvalveiðar Sjávarútvegur Einu sinni var... Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Í samtali við Vísi bendir Benedikt á að viðbrögð löggæsluyfirvalda hafi verið ólík þeim sem hann fékk að kynnast á níunda áratugnum. „Þú þarft ákveðið hugrekki til þess að fara inn í þetta, vitandi það að þú getur lent í handalögmálum og líklega verið handtekinn,“ segir Benedikt, sem mætti á mótmælin í gær. Hann bætir við: „Við gerðum nú ráð fyrir því að við yrðum handteknir. En á þeim tíma, árið 1987, þá fékk bæði læknir að koma og skoða mig og ég held að enginn lögreglumaður hafi talað við mig.“ Hann telur að hann hafi verið í hvalveiðiskipinu í um það vil sólarhring og rifjar upp að hvað honum hafi verið kalt. Benedikt segir jafnframt að ekki hafi þótt ástæða til að girða svæðið af líkt og í fyrradag. En hann bendir þó á að þau hafi stundað sínar aðgerðir í Hvalfirði og að veðrið hafi verið mjög slæmt. Telur þær hafa bjargað tveimur hvölum „Mér finnst bara svo sorglegt að við þurfum að vera að standa í þessu með alla þá almannahagsmuni sem eru í húfi. Þá er ég að vísa í loftlagsmálin, sem við eigum svo erfitt með að taka alvarlega,“ segir Benedikt „Þetta eru frábærar konur. Þær eru örugglega búnar að bjarga allavega tveimur hvölum, einum á mann. Ég held að þær eigi alveg þessi tonn, þær þurfi ekkert að kolefnisjafna sig í brá. Ég held að þær séu alveg búnar að kolefnisjafna flugferðina hingað, í raun báðar leiðir nokkrum sinnum.“ Benedikt segir fréttaflutning af mikilli mengun hvala falskan. Sannleikurinn sé sá að þeir sogi til sín gríðarlega mikið af kolefni. Þar vísar hann til greinar sem birtist á vef Alþjóðagjaldeyrissjóðsins árið 2019 þar sem því er haldið fram að einn hvalur sé jafnmikils virði og þúsund tré þegar að komi að kolefnisjöfnun. Þá segir hann að hvalveiðum megi ekki snúa upp í þjóðlegt fyrirbæri. Íslendingar séu í raun hræætur þegar komi að hvölum. „Við verðum auðvitað að stoppa þetta. Þetta er svo mikið kjarnamál í íslenskri þjóðarsál. Þarna er freki karlinn, sérhagsmunirnir á móti almannahagsmunum og alheimshagsmunum,“ bætir Benedikt við
Hvalveiðar Sjávarútvegur Einu sinni var... Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira