Dagforeldrum heldur áfram að fækka þrátt fyrir átak borgarinnar Helena Rós Sturludóttir skrifar 6. september 2023 15:24 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, segir átakið tilraunarinnar virði. Aðeins einn hefur sótt um rekstrarleyfi sem dagforeldri í Reykjavík þrátt fyrir átak borgarinnar og heldur dagforeldrum áfram að fækka. Oddviti Framsóknar segir átakið tilraunarinnar virði. Borgarráð samþykkti um miðjan júní síðastliðinn nýjar tillögur að úrræðum vegna dagforeldramála í von um að fjölga þeim. Meðal þess sem var samþykkt var einnar milljón króna stofnstyrkur fyrir nýja dagforeldra í Reykjvík og árlegur aðstöðustyrkur fyrir starfandi dagforeldra. Reyna höfða til fleiri Í tillögunum kom jafnframt fram að gert væri ráð fyrir fjörutíu nýjum dagforeldrum með 200 börn í vistun. Frá því að ráðist var í átakið hefur aðeins ein umsókn borist til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála sem veitir rekstrarleyfi til dagforeldra samkvæmt svörum borgarinnar við fyrirspurn fréttastofu. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í borginni segir átakinu ekki lokið. Aðspurður hvað honum finnst um árangur átaksins segir Einar nauðsynlegt að skoða málið í samhengi við að dagforeldrum á höfuðborgarsvæðinu hafi farið fækkandi. „Við vildum setja af stað átak til þess að reyna höfða til fleiri um að fara inn í þessa stétt og það gerðum við með tilboði um bætt starfskjör og líka auglýsingu eftir húsnæði fyrir dagforeldra og þetta er svona tilraunaverkefni sem er ekki lokið,“ segir hann. Tilraunarinnar virði Borgin vonist til að geta lagt fram húsnæði í samstarfi við einkaaðila fyrir dagforeldra til að leigja nú á haustmánuðum. „En það hafa ekki enn komið tillögur um slíkt húsnæði þannig það er kannski skiljanlegt að margir hafi ekki sótt um en mér finnst bara aðalatriðið að sína borgarbúum það að við séum að reyna allt sem við getum til að fjölga úrræðum og tilraunir eru bara tilraunarinnar virði og svo sjáum við bara hvernig það þróast,“ segir Einar jafnframt. Í skriflegu svari borgarinnar kemur fram að nokkur húsnæði séu til skoðunar. Þá sé jafnframt til skoðunar að setja niður færanleg hús þar sem tveir dagforeldrar gætu deilt aðstöðu. Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Framsóknarflokkurinn Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir „Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. 6. september 2023 10:39 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Borgarráð samþykkti um miðjan júní síðastliðinn nýjar tillögur að úrræðum vegna dagforeldramála í von um að fjölga þeim. Meðal þess sem var samþykkt var einnar milljón króna stofnstyrkur fyrir nýja dagforeldra í Reykjvík og árlegur aðstöðustyrkur fyrir starfandi dagforeldra. Reyna höfða til fleiri Í tillögunum kom jafnframt fram að gert væri ráð fyrir fjörutíu nýjum dagforeldrum með 200 börn í vistun. Frá því að ráðist var í átakið hefur aðeins ein umsókn borist til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála sem veitir rekstrarleyfi til dagforeldra samkvæmt svörum borgarinnar við fyrirspurn fréttastofu. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í borginni segir átakinu ekki lokið. Aðspurður hvað honum finnst um árangur átaksins segir Einar nauðsynlegt að skoða málið í samhengi við að dagforeldrum á höfuðborgarsvæðinu hafi farið fækkandi. „Við vildum setja af stað átak til þess að reyna höfða til fleiri um að fara inn í þessa stétt og það gerðum við með tilboði um bætt starfskjör og líka auglýsingu eftir húsnæði fyrir dagforeldra og þetta er svona tilraunaverkefni sem er ekki lokið,“ segir hann. Tilraunarinnar virði Borgin vonist til að geta lagt fram húsnæði í samstarfi við einkaaðila fyrir dagforeldra til að leigja nú á haustmánuðum. „En það hafa ekki enn komið tillögur um slíkt húsnæði þannig það er kannski skiljanlegt að margir hafi ekki sótt um en mér finnst bara aðalatriðið að sína borgarbúum það að við séum að reyna allt sem við getum til að fjölga úrræðum og tilraunir eru bara tilraunarinnar virði og svo sjáum við bara hvernig það þróast,“ segir Einar jafnframt. Í skriflegu svari borgarinnar kemur fram að nokkur húsnæði séu til skoðunar. Þá sé jafnframt til skoðunar að setja niður færanleg hús þar sem tveir dagforeldrar gætu deilt aðstöðu.
Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Framsóknarflokkurinn Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir „Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. 6. september 2023 10:39 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
„Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. 6. september 2023 10:39