Milljarða framkvæmdir á fangelsinu á Litla-Hrauni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. september 2023 20:05 Guðrún með númeraplötuna, sem fangarnir gáfu henni í tilefni af heimsókninni á Litla Hraun. Magnús Hlynur Hreiðarsson Milljarða framkvæmdir eru hafnar við fangelsið á Litla Hrauni en þar á að fara að byggja nýtt þjónustuhús, nýja varðstofu og nýtt fjölnotahús. Dómsmálaráðherra kynnti sér framkvæmdirnar og fékk í leiðinni einkanúmer að gjöf frá fangelsinu með nafni sínu en hún má þó ekki nota númerið því önnur er með nafnið hennar á bíl sínum. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra hefur verið að heimsækja fangelsi landsins og kynna sér starfsemi þeirra. Páll Winkel fangelsismálastjóri hefur verið með henni, ásamt starfsfólki ráðuneytisins og fangelsanna. Guðrún segir að nú eigi að fara af stað með miklar framkvæmdir í fangelsinu á Litla Hrauni á Eyrarbakka en byggingarnar þar eru margar hverjar orðnar mjög lúnar. „Enda höfum við í huga ríkisstjórnin að fara hér í miklar umbætur og endurbætur hér á húsnæðinu. Við ætlum að endurbæta hér allan húsakost þannig að hann uppfylli þær kröfur, sem gerðar er til fangelsa í dag,” segir Guðrún. Og þetta mun breyta öllu eða hvað? „Já, þetta mun breyta öllu, þetta mun breyta aðstæðum fanga, þetta mun breyta aðstöðu fangavarða og þeirra heilbrigðisstarfsmanna, sem hér eru. Hér þurfum við að efla og bæta húsnæði undir alla geðheilbrigðisþjónustu, heilbrigðisþjónustu, sem og annað,” segir Guðrún. Búið er að koma upp vinnubúðum við fangelsið nú þegar framkvæmdirnar eru að hefjast.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún segir að kostnaður við framkvæmdirnar hlaupi á milljörðum króna. Þá segir hún að nú séu á þriðja hundrað manns að bíða eftir að hefja afplánun í fangelsum landsins. Hvernig heldur þú að fólki líði í fangelsi, getur þú sett þig í þeirra spor? „Ég held að í langflestum tilvikum að þá séu það hörmulegar aðstæður að fólk sé komið í fangelsi. Það á sér alltaf einhvern aðdraganda sem er sorglegur. Í einhverjum tilfellum er fólk á þeim stað í lífinu að það er ákveðin lausn að koma í fangelsi og við viljum grípa utan um fólk, taka utan um það.” Guðrún ásamt Páli Winkel, fangelsismálastjóra og Halldóri Val Pálssyni, forstöðumanni á Litla Hrauni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og aðeins meira frá Litla Hrauni því dómsmálaráðherra fékk þar gefins númeraplötu með nafni sínu. „Hér leystu fangarnir mig út með gjöf, gáfu mér þessa flottu númeraplötu en ég held að ég verði að hafa hana á skrifstofunni í ráðuneytinu því ég má ekki setja á bílinn því það var einhver á undan mér að taka Guðrún á bílinn sinn,” sagði Guðrún. Flaggað var fyrir ráðherrann og hennar fólk þegar það mætti á Litla Hraun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra hefur verið að heimsækja fangelsi landsins og kynna sér starfsemi þeirra. Páll Winkel fangelsismálastjóri hefur verið með henni, ásamt starfsfólki ráðuneytisins og fangelsanna. Guðrún segir að nú eigi að fara af stað með miklar framkvæmdir í fangelsinu á Litla Hrauni á Eyrarbakka en byggingarnar þar eru margar hverjar orðnar mjög lúnar. „Enda höfum við í huga ríkisstjórnin að fara hér í miklar umbætur og endurbætur hér á húsnæðinu. Við ætlum að endurbæta hér allan húsakost þannig að hann uppfylli þær kröfur, sem gerðar er til fangelsa í dag,” segir Guðrún. Og þetta mun breyta öllu eða hvað? „Já, þetta mun breyta öllu, þetta mun breyta aðstæðum fanga, þetta mun breyta aðstöðu fangavarða og þeirra heilbrigðisstarfsmanna, sem hér eru. Hér þurfum við að efla og bæta húsnæði undir alla geðheilbrigðisþjónustu, heilbrigðisþjónustu, sem og annað,” segir Guðrún. Búið er að koma upp vinnubúðum við fangelsið nú þegar framkvæmdirnar eru að hefjast.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún segir að kostnaður við framkvæmdirnar hlaupi á milljörðum króna. Þá segir hún að nú séu á þriðja hundrað manns að bíða eftir að hefja afplánun í fangelsum landsins. Hvernig heldur þú að fólki líði í fangelsi, getur þú sett þig í þeirra spor? „Ég held að í langflestum tilvikum að þá séu það hörmulegar aðstæður að fólk sé komið í fangelsi. Það á sér alltaf einhvern aðdraganda sem er sorglegur. Í einhverjum tilfellum er fólk á þeim stað í lífinu að það er ákveðin lausn að koma í fangelsi og við viljum grípa utan um fólk, taka utan um það.” Guðrún ásamt Páli Winkel, fangelsismálastjóra og Halldóri Val Pálssyni, forstöðumanni á Litla Hrauni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og aðeins meira frá Litla Hrauni því dómsmálaráðherra fékk þar gefins númeraplötu með nafni sínu. „Hér leystu fangarnir mig út með gjöf, gáfu mér þessa flottu númeraplötu en ég held að ég verði að hafa hana á skrifstofunni í ráðuneytinu því ég má ekki setja á bílinn því það var einhver á undan mér að taka Guðrún á bílinn sinn,” sagði Guðrún. Flaggað var fyrir ráðherrann og hennar fólk þegar það mætti á Litla Hraun.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Sjá meira