Himinlifandi í Háaleitishverfi með eðlilegan þrýsting Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. september 2023 13:59 Mikið var um vandræði með kaldavatnslagnir í ágúst. Þannig fór lögn í sundur á Hafnarfjarðarvegi við Kringlumýrarbraut þann 22. ágúst síðastliðinn. Þá varð kaldavatnslaust á stóru svæði í Fossvogi. Vísir/Vilhelm Íbúar í Háaleitishverfi í Reykjavík finna aftur fyrir eðlilegum þrýstingi á kalda vatninu sínu, ef marka má umræður á íbúahópi. Veitur segja að bráðabirgðatenging hafi verið tekin af plani og varanleg tenging sett aftur á. Það sé ekki útilokað að þrýstingur hafi aukist við það. Eins og Vísir hefur greint frá hafa íbúar í hverfinu kvartað undan litlum þrýstingi á kalda vatninu heima hjá sér eftir viðgerðir Veitna á kaldavatnslögn þann 8. ágúst síðastliðinn. Einn íbúi sem Vísir ræddi við sagði að einungis kæmi sjóðandi heitt vatn úr sturtunni og þá væri nær ómögulegt að fá volgt vatn úr krana. Íbúinn kvartaði jafnframt undan misvísandi upplýsingum frá Veitum, sem hafi gefið nokkrar skýringar á málinu. Vandræðin undanfarnar vikur voru ítrekað rædd á íbúahópi Háaleitishverfis á samfélagsmiðlinum Facebook. Lýstu einhverjir íbúar því að þeir hefðu gefist upp og skipt um blöndunartæki heima hjá sér til að bregðast við vandanum. Í lok ágúst lagði einn íbúa til að efnt yrði til gjörnins þar sem íbúar myndu afhenda Veitum gömul blöndunartæki og reikninga vegna skiptanna. Bráðabirgðatenging tekin af Íbúar lýsa því nú í íbúahópnum að þeir hafi tekið eftir því í gær að þrýstingurinn á kalda vatninu sé kominn í lag. Þá sé hægt að nálgast volgt vatn að nýju. Níu íbúar lýsa sömu sögu og segist einn þeirra hafa komist í sturtu eftir fjögurra vikna notkun á vaskafati. „Miðað við svörin frá Veitum á sínum tíma, þá var allt í lagi áður og ekkert sem þurfti að laga. Og núna virðist búið að laga það. Þetta eru ókannaðar slóðir í vatnsmiðlunarævintýrum…“ skrifar einn íbúa í kaldhæðni. Í svörum frá Veitum til Vísis vegna málsins segir að í fyrradag hafi verið bráðabirgðartenging tekin af samkvæmt plani og varanleg tenging sett aftur. „Við það er ekki útilokið að þrýstingur hafi aukist lítillega inn à dreifikerfið.“ Áður sögðu Veitur í svörum til fréttastofu að ekki hefðu borist margar tilkynningar frá íbúum hverfisins vegna málsins. Starfsfólk Veitna hefði farið í þó nokkur hús þann 8. ágúst og mælt þrýsting á kalda vatninu, sem hafi verið í lagi. Vatn Reykjavík Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Eins og Vísir hefur greint frá hafa íbúar í hverfinu kvartað undan litlum þrýstingi á kalda vatninu heima hjá sér eftir viðgerðir Veitna á kaldavatnslögn þann 8. ágúst síðastliðinn. Einn íbúi sem Vísir ræddi við sagði að einungis kæmi sjóðandi heitt vatn úr sturtunni og þá væri nær ómögulegt að fá volgt vatn úr krana. Íbúinn kvartaði jafnframt undan misvísandi upplýsingum frá Veitum, sem hafi gefið nokkrar skýringar á málinu. Vandræðin undanfarnar vikur voru ítrekað rædd á íbúahópi Háaleitishverfis á samfélagsmiðlinum Facebook. Lýstu einhverjir íbúar því að þeir hefðu gefist upp og skipt um blöndunartæki heima hjá sér til að bregðast við vandanum. Í lok ágúst lagði einn íbúa til að efnt yrði til gjörnins þar sem íbúar myndu afhenda Veitum gömul blöndunartæki og reikninga vegna skiptanna. Bráðabirgðatenging tekin af Íbúar lýsa því nú í íbúahópnum að þeir hafi tekið eftir því í gær að þrýstingurinn á kalda vatninu sé kominn í lag. Þá sé hægt að nálgast volgt vatn að nýju. Níu íbúar lýsa sömu sögu og segist einn þeirra hafa komist í sturtu eftir fjögurra vikna notkun á vaskafati. „Miðað við svörin frá Veitum á sínum tíma, þá var allt í lagi áður og ekkert sem þurfti að laga. Og núna virðist búið að laga það. Þetta eru ókannaðar slóðir í vatnsmiðlunarævintýrum…“ skrifar einn íbúa í kaldhæðni. Í svörum frá Veitum til Vísis vegna málsins segir að í fyrradag hafi verið bráðabirgðartenging tekin af samkvæmt plani og varanleg tenging sett aftur. „Við það er ekki útilokið að þrýstingur hafi aukist lítillega inn à dreifikerfið.“ Áður sögðu Veitur í svörum til fréttastofu að ekki hefðu borist margar tilkynningar frá íbúum hverfisins vegna málsins. Starfsfólk Veitna hefði farið í þó nokkur hús þann 8. ágúst og mælt þrýsting á kalda vatninu, sem hafi verið í lagi.
Vatn Reykjavík Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira