Ráðherra fær hnausþykkan undirskriftalista kvikmyndagerðarmanna gegn hvalveiðum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 8. september 2023 17:32 Hvalveiðunum hefur verið mótmælt töluvert síðan Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti ákvörðun sína. Vísir/Ívar Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra var afhentur undirskriftalisti kvikmyndagerðarmanna í dag þar sem hvalveiðum er mótmælt. Hundruð hafa mótmælt veiðunum, meðal annars vegna áhyggna af því að kvikmyndageirinn geti boðið mikinn skaða. „Við undirrituð, sem vinnum í íslenska kvikmyndaiðnaðinum, viljum vekja athygli á þeim áhrifum sem áframhaldandi hvalveiðar munu hafa á okkar starf og ímynd landsins. Með það fyrir augum, biðjum við stjórnvöld á Íslandi að endurskoða ákvörðun sína um leyfi til hvalveiða,“ segir í tilkynningu fyrir hönd hópsins. Á undirskriftalistunum má finna fjölda þekktra nafna í kvikmyndageiranum en um 500 manns hafa skrifað undir. Á listanum má meðal annars finna Ilmi Kristjánsdóttur, Högna Egilsson, Brynhildi Guðjónsdóttur og Baltasar Kormák. Hvalveiðarnar hafa einnig vakið athygli í Hollywood en þekktir einstaklingar á borð við Leonardo DiCaprio og Jason Momoa hafa skrifað undir sambærilegan lista. „Hvalveiðar hafa alvarleg áhrif á umhverfið, ímynd Íslands og þátttöku okkar í alþjóðlega kvikmyndaheiminum. Leikarar, leikstjórar, framleiðendur og kvikmyndagerðarfólk víða um heim, hafa nýlega lagt fram undirskriftalista, sem lýsir því yfir að Ísland verði sniðgengið ef hvalveiðar halda hér áfram og skaðar þannig orðspor Íslands í alþjóðlega kvikmyndaheiminum,“ segir enn fremur. Þúsundir hafi atvinnu við kvikmyndagerð allan ársins hring. Kvikmyndagerðarfólk krefst þess að ráðherra og ríkisstjórnin endurskoði ákvörðun matvælaráðherra að leyfa hvalveiðar: „Við hvetjum ríkisstjórnina jafnframt til að ganga í takt við tímann og uppfæra sín gildi svo þau stuðli að áframhaldandi árangri landsins og atvinnu þúsunda Íslendinga.“ Hér að neðan má nálgast undirskriftalistana. Tengd skjöl Tell_Iceland's_Ministers_to_ban_cruel_fin_whale_huntingPDF75KBSækja skjal Ákall_frá_fólki_í_íslenskri_kvikmyndagerð_08DOCX52KBSækja skjal Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þarf að skila skýrslu um tvískotinn hval innan tveggja virkra daga Þrjár langreyðar hafa verið veiddar af hvalveiðiskipunum Hvali 8 og 9. Dýraverndunarsinni sem fylgst hefur með starfsemi Hvals í Hvalfirði segir einn hvalanna hafa verið skotinn minnst tvisvar með skutli og veiðarnar því ekki í samræmi við nýja reglugerð. 8. september 2023 12:01 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
„Við undirrituð, sem vinnum í íslenska kvikmyndaiðnaðinum, viljum vekja athygli á þeim áhrifum sem áframhaldandi hvalveiðar munu hafa á okkar starf og ímynd landsins. Með það fyrir augum, biðjum við stjórnvöld á Íslandi að endurskoða ákvörðun sína um leyfi til hvalveiða,“ segir í tilkynningu fyrir hönd hópsins. Á undirskriftalistunum má finna fjölda þekktra nafna í kvikmyndageiranum en um 500 manns hafa skrifað undir. Á listanum má meðal annars finna Ilmi Kristjánsdóttur, Högna Egilsson, Brynhildi Guðjónsdóttur og Baltasar Kormák. Hvalveiðarnar hafa einnig vakið athygli í Hollywood en þekktir einstaklingar á borð við Leonardo DiCaprio og Jason Momoa hafa skrifað undir sambærilegan lista. „Hvalveiðar hafa alvarleg áhrif á umhverfið, ímynd Íslands og þátttöku okkar í alþjóðlega kvikmyndaheiminum. Leikarar, leikstjórar, framleiðendur og kvikmyndagerðarfólk víða um heim, hafa nýlega lagt fram undirskriftalista, sem lýsir því yfir að Ísland verði sniðgengið ef hvalveiðar halda hér áfram og skaðar þannig orðspor Íslands í alþjóðlega kvikmyndaheiminum,“ segir enn fremur. Þúsundir hafi atvinnu við kvikmyndagerð allan ársins hring. Kvikmyndagerðarfólk krefst þess að ráðherra og ríkisstjórnin endurskoði ákvörðun matvælaráðherra að leyfa hvalveiðar: „Við hvetjum ríkisstjórnina jafnframt til að ganga í takt við tímann og uppfæra sín gildi svo þau stuðli að áframhaldandi árangri landsins og atvinnu þúsunda Íslendinga.“ Hér að neðan má nálgast undirskriftalistana. Tengd skjöl Tell_Iceland's_Ministers_to_ban_cruel_fin_whale_huntingPDF75KBSækja skjal Ákall_frá_fólki_í_íslenskri_kvikmyndagerð_08DOCX52KBSækja skjal
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þarf að skila skýrslu um tvískotinn hval innan tveggja virkra daga Þrjár langreyðar hafa verið veiddar af hvalveiðiskipunum Hvali 8 og 9. Dýraverndunarsinni sem fylgst hefur með starfsemi Hvals í Hvalfirði segir einn hvalanna hafa verið skotinn minnst tvisvar með skutli og veiðarnar því ekki í samræmi við nýja reglugerð. 8. september 2023 12:01 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
Þarf að skila skýrslu um tvískotinn hval innan tveggja virkra daga Þrjár langreyðar hafa verið veiddar af hvalveiðiskipunum Hvali 8 og 9. Dýraverndunarsinni sem fylgst hefur með starfsemi Hvals í Hvalfirði segir einn hvalanna hafa verið skotinn minnst tvisvar með skutli og veiðarnar því ekki í samræmi við nýja reglugerð. 8. september 2023 12:01