Unglingur sniffaði gashylki allt að fimmtán sinnum á dag Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. september 2023 20:00 Samkvæmt sérfræðingi hjá Eiitrunarmiðstöð Landspítalands eru einkenni sem geta fylgt því að sniffa gas allt frá höfuðverk, ógleði og svima upp í alvarlegan lungaskaða,krampa og jafnvel dauða. Vísir/Rúnar Vilberg Dæmi eru um að börn á grunnskólaaldri sniffi gashylki úr svitalyktareyðum í þeim tilgangi að komast í vímu. Faraldur af þeim toga hefur ríkt á Norðurlöndum. Unglingur hér á landi var svo langt leiddur að hann sniffaði allt að fimmtán sinnum á dag. Afleiðingarnar geta verið afar alvarlegar. Nokkur ár eru liðin síðan lögregla vakti athygli á tilraunum ungmenna til að komast í vímu með notkun gashylkja úr rjómasprautum. Slík mál hafa reglulega komið upp og voru síðast til umræðu í sumar þegar strætóbílstjóri á Suðurnesjum birti mynd af tómum gashylkjum sem fundist í vagninum og sagðist hafa orðið var við slíkt í síauknum mæli. Hann sagðist óttast að unglingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjómasprautu í blöðru og komast þannig í vímu. Notkun gashylkja úr svitalyktaeyðum til að komast í vímu er hinsvegar ný aðferð. Samkvæmt Berglindi Gunnarsdóttur Strandberg, framkvæmdastjóra Foreldrahúss, hafa foreldrar unglinga leitað til þeirra að undanförnu eftir að upp komst um slíka notkun. Um er að ræða unglinga á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Í einu tilfelli var um að ræða einstakling sem sniffaði slík hylki fimm til fimmtán sinnum á hverjum degi. Faraldur á Norðurlöndum Helena Líndal Baldvinsdóttir, sérfræðingur í eiturefnafræði hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans segir í samtali við fréttastofu að faraldur ríki á Norðurlöndunum vegna þessa.Samkvæmt henni eru einkenni sem geta fylgt slíku athæfi allt frá höfuðverk, ógleði og svima upp í alvarlegan lungaskaða,krampa og jafnvel dauða. Samkvæmt sérfræðingi hjá Eitrunarmiðstöð geta afleiðingar þess að sniffa gas í hylkjum verið eftirfarandi: Erting í öndunarfærum, höfuðverkur, ógleði, uppköst og svimi. Háþrýstingur og hjartsláttartruflanir. CNS depression (miðtaugakerfisbæling) Lungnaþemba, samfall á lunga og alvarlegur lungnaskaði. Asphyxia (köfnun) Convulsions (krampar) og dauði. Mikilvægt að fræða en ekki hræða Hildur Halldórsdóttir, sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum hjá Heimili og skóla, segir málið koma illa við marga foreldra þar sem um sé að ræða vöru sem aðgengi að sé sérlega gott. Mikilvægt sé að ræða málefnið heima fyrir. Hildur Halldórsdóttir, sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum ,segir mikilvægt að foreldrar taki yfirvegaða umræðu heima fyrir varðandi hættuleg athæfi sem virðast vera í tísku meðal ungmenna. Vísir/Ívar Fannar „Ég held að þarna verðum við að tala um að fræða en ekki hræða,“ segir Hildur. „Grípa tækifærið því að nú er þetta í umræðunni og segja, „heyrðu, hefur þú orðið var við svona eða hvernig er þetta, af hverju ætli þetta sé sniðugt?“ Eins og með önnur vímuefni og annað sem kemur upp, það er alltaf bara þetta, að grípa tækifærið, ræða saman og svolítið leggja spilin á borðið.“ Börn og uppeldi Fíkn Tengdar fréttir Vilja flokka „rjómasprautugas“ sem fíkniefni Breska ríkisstjórnin vill skrá nituroxíðgas sem ávana- og fíkniefni og banna notkun þess fyrir árslok. Gasið er sérstaklega vinsælt á meðal ungs fólks sem sniffar það meðal annars úr rjómasprautuhylkjum. 5. september 2023 15:47 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Nokkur ár eru liðin síðan lögregla vakti athygli á tilraunum ungmenna til að komast í vímu með notkun gashylkja úr rjómasprautum. Slík mál hafa reglulega komið upp og voru síðast til umræðu í sumar þegar strætóbílstjóri á Suðurnesjum birti mynd af tómum gashylkjum sem fundist í vagninum og sagðist hafa orðið var við slíkt í síauknum mæli. Hann sagðist óttast að unglingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjómasprautu í blöðru og komast þannig í vímu. Notkun gashylkja úr svitalyktaeyðum til að komast í vímu er hinsvegar ný aðferð. Samkvæmt Berglindi Gunnarsdóttur Strandberg, framkvæmdastjóra Foreldrahúss, hafa foreldrar unglinga leitað til þeirra að undanförnu eftir að upp komst um slíka notkun. Um er að ræða unglinga á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Í einu tilfelli var um að ræða einstakling sem sniffaði slík hylki fimm til fimmtán sinnum á hverjum degi. Faraldur á Norðurlöndum Helena Líndal Baldvinsdóttir, sérfræðingur í eiturefnafræði hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans segir í samtali við fréttastofu að faraldur ríki á Norðurlöndunum vegna þessa.Samkvæmt henni eru einkenni sem geta fylgt slíku athæfi allt frá höfuðverk, ógleði og svima upp í alvarlegan lungaskaða,krampa og jafnvel dauða. Samkvæmt sérfræðingi hjá Eitrunarmiðstöð geta afleiðingar þess að sniffa gas í hylkjum verið eftirfarandi: Erting í öndunarfærum, höfuðverkur, ógleði, uppköst og svimi. Háþrýstingur og hjartsláttartruflanir. CNS depression (miðtaugakerfisbæling) Lungnaþemba, samfall á lunga og alvarlegur lungnaskaði. Asphyxia (köfnun) Convulsions (krampar) og dauði. Mikilvægt að fræða en ekki hræða Hildur Halldórsdóttir, sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum hjá Heimili og skóla, segir málið koma illa við marga foreldra þar sem um sé að ræða vöru sem aðgengi að sé sérlega gott. Mikilvægt sé að ræða málefnið heima fyrir. Hildur Halldórsdóttir, sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum ,segir mikilvægt að foreldrar taki yfirvegaða umræðu heima fyrir varðandi hættuleg athæfi sem virðast vera í tísku meðal ungmenna. Vísir/Ívar Fannar „Ég held að þarna verðum við að tala um að fræða en ekki hræða,“ segir Hildur. „Grípa tækifærið því að nú er þetta í umræðunni og segja, „heyrðu, hefur þú orðið var við svona eða hvernig er þetta, af hverju ætli þetta sé sniðugt?“ Eins og með önnur vímuefni og annað sem kemur upp, það er alltaf bara þetta, að grípa tækifærið, ræða saman og svolítið leggja spilin á borðið.“
Samkvæmt sérfræðingi hjá Eitrunarmiðstöð geta afleiðingar þess að sniffa gas í hylkjum verið eftirfarandi: Erting í öndunarfærum, höfuðverkur, ógleði, uppköst og svimi. Háþrýstingur og hjartsláttartruflanir. CNS depression (miðtaugakerfisbæling) Lungnaþemba, samfall á lunga og alvarlegur lungnaskaði. Asphyxia (köfnun) Convulsions (krampar) og dauði.
Börn og uppeldi Fíkn Tengdar fréttir Vilja flokka „rjómasprautugas“ sem fíkniefni Breska ríkisstjórnin vill skrá nituroxíðgas sem ávana- og fíkniefni og banna notkun þess fyrir árslok. Gasið er sérstaklega vinsælt á meðal ungs fólks sem sniffar það meðal annars úr rjómasprautuhylkjum. 5. september 2023 15:47 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Vilja flokka „rjómasprautugas“ sem fíkniefni Breska ríkisstjórnin vill skrá nituroxíðgas sem ávana- og fíkniefni og banna notkun þess fyrir árslok. Gasið er sérstaklega vinsælt á meðal ungs fólks sem sniffar það meðal annars úr rjómasprautuhylkjum. 5. september 2023 15:47